Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Aron Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2025 09:30 Heimir Hallgrímsson fylgist eins vel með íslenska landsliðinu eins og hann getur. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson hefur hrifist af þeim skrefum sem íslenska landsliðið hefur tekið undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, hann segir þó vanta kjöt á beinin hjá liðinu. Íslenska landsliðið náði ekki að tryggja sig áfram í HM umspil næsta árs í gegnum undankeppni mótsins, 2-0 tap gegn Úkraínu í hreinum úrslitaleik, sá til þess. Heimir sem nú þjálfar írska landsliðið, var áður landsliðsþjálfari Íslands með Lars Lagerback og svo einn síns liðs og fór með Ísland á tvö stórmót, þau einu til þessa í sögunni karla megin. Heimir, sem kom Írlandi áfram í HM umspilið, fylgist alltaf grannt með gengi íslenska landsliðsins og hefur hrifist af framþróun liðsins undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar en segir vanta upp á suma eiginleika. „Ég er bara mjög skotinn í þessu ferli hjá okkur og Arnar hefur bara unnið starf og gert miklu meira og hraðar en ég þorði að vona,“ segir Heimir í samtali við íþrótadeild. „Þetta er skemmtilegt lið sem við eigum, flottir fótboltastrákar. Mér finnst vanta aðeins kjöt á beinið, margir af þeim eiginleikum sem voru í liðinu þegar að ég og Lars þjálfuðum það sem og í seinni hlutann eru minni í dag. Við erum betri með boltann en vorum betri jafnvel án boltans, betri tengingar á milli leikmanna þá heldur en er í dag. Þetta eru auðvitað bara ungir strákar og ungir strákar eiga yfirleitt ekki jafn stöðugar frammistöður.“ Allt þetta svipi þó til þess sem var raunin hjá íslenska landsliðinu þegar að Heimir og Lars tóku við liðinu á sínum tíma. „Vonandi endar það líka á sama hátt og gerðist hjá okkur. Mér finnst Arnar koma vel fram og það halda allir með honum, þetta er flottur náungi og ég held hann nái til strákanna. En það er líka ekkert hægt að ætlast til þess að þeir séu jafn grimmir og jafn góðir í varnarleik. Það eru aðrir eiginleikar í þessu liði heldur en voru í hinu. Þú verður alltaf að velja og hafna hvað þú gerir. Þetta er bara leiðin sem var farin, þetta er landsliðið okkar og við verðum bara að styðja við það hvernig sem fer og gengur. Stundum verða sigrar og stundum töp.“ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjá meira
Íslenska landsliðið náði ekki að tryggja sig áfram í HM umspil næsta árs í gegnum undankeppni mótsins, 2-0 tap gegn Úkraínu í hreinum úrslitaleik, sá til þess. Heimir sem nú þjálfar írska landsliðið, var áður landsliðsþjálfari Íslands með Lars Lagerback og svo einn síns liðs og fór með Ísland á tvö stórmót, þau einu til þessa í sögunni karla megin. Heimir, sem kom Írlandi áfram í HM umspilið, fylgist alltaf grannt með gengi íslenska landsliðsins og hefur hrifist af framþróun liðsins undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar en segir vanta upp á suma eiginleika. „Ég er bara mjög skotinn í þessu ferli hjá okkur og Arnar hefur bara unnið starf og gert miklu meira og hraðar en ég þorði að vona,“ segir Heimir í samtali við íþrótadeild. „Þetta er skemmtilegt lið sem við eigum, flottir fótboltastrákar. Mér finnst vanta aðeins kjöt á beinið, margir af þeim eiginleikum sem voru í liðinu þegar að ég og Lars þjálfuðum það sem og í seinni hlutann eru minni í dag. Við erum betri með boltann en vorum betri jafnvel án boltans, betri tengingar á milli leikmanna þá heldur en er í dag. Þetta eru auðvitað bara ungir strákar og ungir strákar eiga yfirleitt ekki jafn stöðugar frammistöður.“ Allt þetta svipi þó til þess sem var raunin hjá íslenska landsliðinu þegar að Heimir og Lars tóku við liðinu á sínum tíma. „Vonandi endar það líka á sama hátt og gerðist hjá okkur. Mér finnst Arnar koma vel fram og það halda allir með honum, þetta er flottur náungi og ég held hann nái til strákanna. En það er líka ekkert hægt að ætlast til þess að þeir séu jafn grimmir og jafn góðir í varnarleik. Það eru aðrir eiginleikar í þessu liði heldur en voru í hinu. Þú verður alltaf að velja og hafna hvað þú gerir. Þetta er bara leiðin sem var farin, þetta er landsliðið okkar og við verðum bara að styðja við það hvernig sem fer og gengur. Stundum verða sigrar og stundum töp.“
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjá meira