Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. nóvember 2025 16:55 Ásthildur Lóa er þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórisdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýndi lækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtunum. Hún sagði lækkunin aumingjalega í samanburði við útgjöld sem Seðlabankinn fór í vegna breytinga á húsnæði þeirra. Í morgun greindi Seðlabanki Íslands frá að stýrivextir yrðu lækkaðir um 25 prósentustig, úr 7,5 prósentum í 7,25 prósent. Ásthildur Lóa segir lækkunina vera litla og aumingjalega. „0,25 prósenta lækkun þýðir að meginvextir Seðlabankans eru enn yfir sjö prósentum. Hversu lengi er hægt að ganga að heimilum landsins með þessum grimmilega hætti? Hvernig er hægt að réttlæta að láta heimilin sem minnst eiga og mest skulda sitja uppi með mörg hundruð þúsund króna aukinn kostnað vegna vaxta í hverjum einasta mánuði?“ spurði Ásthildur Lóa þegar hún tók til máls undir liðnum störf þingsins á Alþingi nú seinnipartinn. Hún gagnrýnir að Seðlabankinn kvarti yfir tásmyndum á Tene á meðan framlag bankans til að minnka þensluna sé ekkert. Íbúar landsins sem skuldi hvað mest í húsnæðislán greiði háar upphæðir, dragi úr útgjöldum en hafi samt sem áður ekkert eftir til að eyða. „[Bankinn] telur sig greinilega yfir það hafinn að draga úr eigin útgjöldum og eyðslu.“ Ásthildur Lóa bendir á að bankinn hafi staðið í breytingum á húsnæði sínu við Kalkofnsveg sem hafi nú þegar kostað 3,5 milljarða króna. Vísar hún þar í frétt Morgunblaðsins frá því í morgun þar sem kemur fram að upphaflega var kostnaðaráætlun 2,73 milljarðar en er nú kominn upp í 3,5 milljarða. Verkinu er ekki lokið. „Eftir höfðinu dansa limirnir er stundum sagt og fordæmi ráðamanna skipta máli. Hvernig í ósköpunum er það siðferðislega verjandi að Seðlabankinn setji kröfur á heimilin og fyrirtækin í landinu sem hann fer ekki einu sinni sjálfur eftir? Hversu mikilli þenslu hefur hann sjálfur valdið?“ spyr Ásthildur Lóa. Fagnar litla skrefinu Sigurjón Þórðarson, flokksbróðir Ásthildar Lóu, tók einnig vaxtalækkunina fyrir á þinginu. Hann sagðist fagna skerfinu en segir það þó í smæsta lagi. „Það hefur verið ákall eftir vaxtalækkun í samfélaginu. Það hefur komið frá Samtökum iðnaðarins og svo hefur nánast komið neyðaróp frá Hagsmunasamtökum heimilanna,“ segir Sigurjón. Hann segir verðbólguna hérlendis svipaða og þá í Litáen og Austurríki og jafnvel hærri í Eistlandi og Lettlandi. Hins vegar sé stýrivöxtum þar ekki háttað eins og hér heldur séu þeir um sjötíu prósent hærri en verðlagsþróun. „Það er nauðsynlegt að taka það til athugunar og kanna áhrif þessara ofurvaxta með opnum huga. Og kanna það: Er þessi yfirtrompun Seðlabankans að skila tilætluðum árangri? Það er ljóst að þessi fyrirtæki sem eru að greiða tólf prósenta vexti þurfa að velta kostnaðinum með einhverjum hætti út í verðlagið og það ýtir undir óstöðugleika og býr til óvissu um efnahagsþróun.“ Alþingi Flokkur fólksins Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Í morgun greindi Seðlabanki Íslands frá að stýrivextir yrðu lækkaðir um 25 prósentustig, úr 7,5 prósentum í 7,25 prósent. Ásthildur Lóa segir lækkunina vera litla og aumingjalega. „0,25 prósenta lækkun þýðir að meginvextir Seðlabankans eru enn yfir sjö prósentum. Hversu lengi er hægt að ganga að heimilum landsins með þessum grimmilega hætti? Hvernig er hægt að réttlæta að láta heimilin sem minnst eiga og mest skulda sitja uppi með mörg hundruð þúsund króna aukinn kostnað vegna vaxta í hverjum einasta mánuði?“ spurði Ásthildur Lóa þegar hún tók til máls undir liðnum störf þingsins á Alþingi nú seinnipartinn. Hún gagnrýnir að Seðlabankinn kvarti yfir tásmyndum á Tene á meðan framlag bankans til að minnka þensluna sé ekkert. Íbúar landsins sem skuldi hvað mest í húsnæðislán greiði háar upphæðir, dragi úr útgjöldum en hafi samt sem áður ekkert eftir til að eyða. „[Bankinn] telur sig greinilega yfir það hafinn að draga úr eigin útgjöldum og eyðslu.“ Ásthildur Lóa bendir á að bankinn hafi staðið í breytingum á húsnæði sínu við Kalkofnsveg sem hafi nú þegar kostað 3,5 milljarða króna. Vísar hún þar í frétt Morgunblaðsins frá því í morgun þar sem kemur fram að upphaflega var kostnaðaráætlun 2,73 milljarðar en er nú kominn upp í 3,5 milljarða. Verkinu er ekki lokið. „Eftir höfðinu dansa limirnir er stundum sagt og fordæmi ráðamanna skipta máli. Hvernig í ósköpunum er það siðferðislega verjandi að Seðlabankinn setji kröfur á heimilin og fyrirtækin í landinu sem hann fer ekki einu sinni sjálfur eftir? Hversu mikilli þenslu hefur hann sjálfur valdið?“ spyr Ásthildur Lóa. Fagnar litla skrefinu Sigurjón Þórðarson, flokksbróðir Ásthildar Lóu, tók einnig vaxtalækkunina fyrir á þinginu. Hann sagðist fagna skerfinu en segir það þó í smæsta lagi. „Það hefur verið ákall eftir vaxtalækkun í samfélaginu. Það hefur komið frá Samtökum iðnaðarins og svo hefur nánast komið neyðaróp frá Hagsmunasamtökum heimilanna,“ segir Sigurjón. Hann segir verðbólguna hérlendis svipaða og þá í Litáen og Austurríki og jafnvel hærri í Eistlandi og Lettlandi. Hins vegar sé stýrivöxtum þar ekki háttað eins og hér heldur séu þeir um sjötíu prósent hærri en verðlagsþróun. „Það er nauðsynlegt að taka það til athugunar og kanna áhrif þessara ofurvaxta með opnum huga. Og kanna það: Er þessi yfirtrompun Seðlabankans að skila tilætluðum árangri? Það er ljóst að þessi fyrirtæki sem eru að greiða tólf prósenta vexti þurfa að velta kostnaðinum með einhverjum hætti út í verðlagið og það ýtir undir óstöðugleika og býr til óvissu um efnahagsþróun.“
Alþingi Flokkur fólksins Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira