Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Bjarki Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2025 13:25 Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Eftirlit með vistunarúrræðum fyrir börn er nánast í skötulíki að sögn framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Svör Barna- og fjölskyldustofu vegna rannsóknar lögreglu á ofbeldismáli starfsmanns gegn barni á Stuðlum veki áhyggjur. Í vikunni var greint frá því að starfsmaður á meðferðarheimilinu Stuðlum væri grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára skjólstæðing í lok júní. Samkvæmt heimildum fréttastofu er starfsmaðurinn grunaður um að hafa tekið skjólstæðinginn hálstaki eftir að hann skvetti úr gosglasi á starfsmanninn. Atvikið var ekki tilkynnt til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála og frétti stofnunin af málinu í gegnum fjölmiðla. Barna og fjölskyldustofa hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins en þess í stað sent stutta yfirlýsingu þar sem sagt er að einungis alvarleg óvænt atvik séu tilkynnt til nefndarinnar. Það eigi ekki við þegar kemur til þvingana inni á meðferðarheimili. Grímur Atlason, formaður Geðhjálpar, segir þetta verklag furðulegt. „Við höfum hér hjá Geðhjálp margoft bent á það að eftirlit með þessum stöðum, bæði innra og ytra eftirlit, sé næstum því í skötulíki. Ef það er eitthvað eftirlit. Þetta dæmi og hvernig Barna- og fjölskyldustofa svarar og talar um hvernig atvik eru skráð og í hvaða farveg mál fara, gefur tilefni til að spyrja: Bíddu eru einhver mál? Því málin virðast aldrei komast í réttan farveg,“ segir Grímur. Grímur er eiginmaður lögmanns brotaþola í málinu en foreldrar barna í öðrum svipuðum málum hafa oft leitað til hans og Geðhjálpar. Hann segir aðbúnað á meðferðarheimilum barna ekki nægilega góðan. „Allar þessar skýrslur segja það sama. Þá förum við að hugsa um þetta í viku og tölum um þetta eins og við gerum núna í fjölmiðlum, en síðan hættum við að tala um þetta. Við þurfum að setja þetta í forgang og gera eitthvað við þetta. Setja börnin í forgang. Gera þessa staði þannig að það sé almennilega að þeim búið,“ segir Grímur. „Það er sanngjarnt gagnvart starfsfólki sem þarna vinnur, við ekkert endilega góðar aðstæður, og er sett í þá stöðu að það sé því að kenna að ástandið sé svona. Ástandið er svona því við skömmtum þessu svo naumt og ákveðum að þetta sé ekki forgangsmál í samfélaginu,“ segir Grímur. Málefni Stuðla Börn og uppeldi Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Í vikunni var greint frá því að starfsmaður á meðferðarheimilinu Stuðlum væri grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára skjólstæðing í lok júní. Samkvæmt heimildum fréttastofu er starfsmaðurinn grunaður um að hafa tekið skjólstæðinginn hálstaki eftir að hann skvetti úr gosglasi á starfsmanninn. Atvikið var ekki tilkynnt til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála og frétti stofnunin af málinu í gegnum fjölmiðla. Barna og fjölskyldustofa hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins en þess í stað sent stutta yfirlýsingu þar sem sagt er að einungis alvarleg óvænt atvik séu tilkynnt til nefndarinnar. Það eigi ekki við þegar kemur til þvingana inni á meðferðarheimili. Grímur Atlason, formaður Geðhjálpar, segir þetta verklag furðulegt. „Við höfum hér hjá Geðhjálp margoft bent á það að eftirlit með þessum stöðum, bæði innra og ytra eftirlit, sé næstum því í skötulíki. Ef það er eitthvað eftirlit. Þetta dæmi og hvernig Barna- og fjölskyldustofa svarar og talar um hvernig atvik eru skráð og í hvaða farveg mál fara, gefur tilefni til að spyrja: Bíddu eru einhver mál? Því málin virðast aldrei komast í réttan farveg,“ segir Grímur. Grímur er eiginmaður lögmanns brotaþola í málinu en foreldrar barna í öðrum svipuðum málum hafa oft leitað til hans og Geðhjálpar. Hann segir aðbúnað á meðferðarheimilum barna ekki nægilega góðan. „Allar þessar skýrslur segja það sama. Þá förum við að hugsa um þetta í viku og tölum um þetta eins og við gerum núna í fjölmiðlum, en síðan hættum við að tala um þetta. Við þurfum að setja þetta í forgang og gera eitthvað við þetta. Setja börnin í forgang. Gera þessa staði þannig að það sé almennilega að þeim búið,“ segir Grímur. „Það er sanngjarnt gagnvart starfsfólki sem þarna vinnur, við ekkert endilega góðar aðstæður, og er sett í þá stöðu að það sé því að kenna að ástandið sé svona. Ástandið er svona því við skömmtum þessu svo naumt og ákveðum að þetta sé ekki forgangsmál í samfélaginu,“ segir Grímur.
Málefni Stuðla Börn og uppeldi Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira