Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. nóvember 2025 19:14 Stuðlar er meðferðarheimili í Grafarvogi. Það er sérstaklega fyrir neyðarvistun drengja. Vistunartími er að hámarki fjórtán dagar. vísir/anton Starfsmaðurinn sem hefur stöðu sakbornings vegna meintrar árásar á Stuðlum starfar enn hjá Barna- og fjölskyldustofu. Málið var ekki tilkynnt til eftirlitsstofnunar eins og lög gera ráð fyrir. Maður sem var starfsmaður á Stuðlum í sumar er grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára dreng sem var í neyðarvistun á meðferðarheimilinu í lok júní. Meint árás er til rannsóknar sem stórfelld líkamsárás hjá lögreglu. Lögreglan hafi sjálf átt frumkvæði að því að rannsaka málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu er atvikalýsing drengsins á þann veg að hann hafi verið að óska eftir því að fá að hringja í móður sína þegar meint árás hafi átt sér stað. Drengnum hafi verið mikið niðri fyrir og með tárin í augunum þegar starfsmaðurinn hafnaði beiðni hans og kallaði hann „grenjuskjóðu“. Drengurinn hafi áður verið uppnefndur af sama starfsmanni og brást illa við og skvetti gosdrykk á starfsmanninn. Í kjölfarið hafi starfsmaðurinn ráðist á drenginn og beitt hann hálstaki. Samkvæmt heimildarmönnum stórsá á drengnum miðað við myndir af áverkum. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerði barnavernd kröfu um að umræddur starfsmaður myndi ekki starfa framar í návist drengsins. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur umræddur maður ekki starfað á Stuðlum frá atvikinu en Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) staðfesti í dag að maðurinn starfar enn hjá stofnuninni. Varð fyrst vör við atvikið í umfjöllun fjölmiðla Samkvæmt lögum ber stofnuninni að tilkynna alvarleg atvik til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Það var ekki gert. 1. og 2. ml. 12. gr. laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála: Allir sem veita þjónustu sem lýtur eftirliti Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála skulu skrá óvænt atvik. Með óvæntu atviki er átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem valdið hafa notanda þjónustu tjóni eða hefðu getað valdið notandanum tjóni. Þeim sem lúta eftirliti Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála er skylt að tilkynna stofnuninni án tafar um alvarleg óvænt atvik. Með alvarlegu óvæntu atviki er átt við atvik sem valdið hefur eða hefði getað valdið notanda þjónustu varanlegu líkamlegu eða andlegu tjóni eða orðið honum að bana. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur það áður gerst að Barna og fjölskyldustofu hafi láðst að tilkynna alvarlegt atvik. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV), segist fyrst hafa orðið vör við málið í gær vegna umfjöllunar. „Samkvæmt minni bestu vitneskju fengum við fyrst fréttir af þessu í fjölmiðlum þegar við heyrum af þessu í fréttum,“ sagði Herdís. Hún ítrekar að tilkynna eigi atvik án tafar. Nú eru liðnir rúmlega fjórir mánuðir frá umræddu atviki. „Samkvæmt lýsingunni eins og hún hefur verið í fjölmiðlum, þá myndi ég telja að þetta flokkist undir alvarlegt atvik. Í lögum er talað um óhappatilvik eða mistök eða vanrækslu sem getur þá valdið skjólstæðingum líkamlegu tjóni eða hefði getað valdið því.“ Muni hafa samband við BOFS Hún segir það sérstakt að málið hafi ekki verið tilkynnt. GEV hefur ekki getað unnið skýrslu um málið þar sem þau höfðu ekki vitneskju um málið. „Ég tel að það ætti að vera full vitneskja um það núna að þeim beri að tilkynna þetta. Við munum hafa samband við þau og benda þeim á að tilkynna þetta til okkar. Við viljum auðvitað eiga gott samstarf við þessa aðila.“ Barna- og fjölskyldustofa gaf ekki kost á viðtali í dag. „Við getum ekki rætt um þetta tiltekna mál en almennt er það þannig að alvarleg óvænt atvik eru tilkynnt til GEV. Á hinn bóginn á það ekki við þegar kemur til þvingana inni á meðferðarheimili. Í slíkum tilvikum er gerð skýrsla um atvikið í kjölfarið er sérstaklega farið yfir hvernig bregðast skuli við,“ segir í skriflegu svari frá Barna- og fjölskyldustofu sem barst rétt fyrir kvöldfréttir. Málefni Stuðla Meðferðarheimili Réttindi barna Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira
Maður sem var starfsmaður á Stuðlum í sumar er grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára dreng sem var í neyðarvistun á meðferðarheimilinu í lok júní. Meint árás er til rannsóknar sem stórfelld líkamsárás hjá lögreglu. Lögreglan hafi sjálf átt frumkvæði að því að rannsaka málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu er atvikalýsing drengsins á þann veg að hann hafi verið að óska eftir því að fá að hringja í móður sína þegar meint árás hafi átt sér stað. Drengnum hafi verið mikið niðri fyrir og með tárin í augunum þegar starfsmaðurinn hafnaði beiðni hans og kallaði hann „grenjuskjóðu“. Drengurinn hafi áður verið uppnefndur af sama starfsmanni og brást illa við og skvetti gosdrykk á starfsmanninn. Í kjölfarið hafi starfsmaðurinn ráðist á drenginn og beitt hann hálstaki. Samkvæmt heimildarmönnum stórsá á drengnum miðað við myndir af áverkum. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerði barnavernd kröfu um að umræddur starfsmaður myndi ekki starfa framar í návist drengsins. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur umræddur maður ekki starfað á Stuðlum frá atvikinu en Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) staðfesti í dag að maðurinn starfar enn hjá stofnuninni. Varð fyrst vör við atvikið í umfjöllun fjölmiðla Samkvæmt lögum ber stofnuninni að tilkynna alvarleg atvik til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Það var ekki gert. 1. og 2. ml. 12. gr. laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála: Allir sem veita þjónustu sem lýtur eftirliti Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála skulu skrá óvænt atvik. Með óvæntu atviki er átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem valdið hafa notanda þjónustu tjóni eða hefðu getað valdið notandanum tjóni. Þeim sem lúta eftirliti Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála er skylt að tilkynna stofnuninni án tafar um alvarleg óvænt atvik. Með alvarlegu óvæntu atviki er átt við atvik sem valdið hefur eða hefði getað valdið notanda þjónustu varanlegu líkamlegu eða andlegu tjóni eða orðið honum að bana. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur það áður gerst að Barna og fjölskyldustofu hafi láðst að tilkynna alvarlegt atvik. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV), segist fyrst hafa orðið vör við málið í gær vegna umfjöllunar. „Samkvæmt minni bestu vitneskju fengum við fyrst fréttir af þessu í fjölmiðlum þegar við heyrum af þessu í fréttum,“ sagði Herdís. Hún ítrekar að tilkynna eigi atvik án tafar. Nú eru liðnir rúmlega fjórir mánuðir frá umræddu atviki. „Samkvæmt lýsingunni eins og hún hefur verið í fjölmiðlum, þá myndi ég telja að þetta flokkist undir alvarlegt atvik. Í lögum er talað um óhappatilvik eða mistök eða vanrækslu sem getur þá valdið skjólstæðingum líkamlegu tjóni eða hefði getað valdið því.“ Muni hafa samband við BOFS Hún segir það sérstakt að málið hafi ekki verið tilkynnt. GEV hefur ekki getað unnið skýrslu um málið þar sem þau höfðu ekki vitneskju um málið. „Ég tel að það ætti að vera full vitneskja um það núna að þeim beri að tilkynna þetta. Við munum hafa samband við þau og benda þeim á að tilkynna þetta til okkar. Við viljum auðvitað eiga gott samstarf við þessa aðila.“ Barna- og fjölskyldustofa gaf ekki kost á viðtali í dag. „Við getum ekki rætt um þetta tiltekna mál en almennt er það þannig að alvarleg óvænt atvik eru tilkynnt til GEV. Á hinn bóginn á það ekki við þegar kemur til þvingana inni á meðferðarheimili. Í slíkum tilvikum er gerð skýrsla um atvikið í kjölfarið er sérstaklega farið yfir hvernig bregðast skuli við,“ segir í skriflegu svari frá Barna- og fjölskyldustofu sem barst rétt fyrir kvöldfréttir.
Allir sem veita þjónustu sem lýtur eftirliti Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála skulu skrá óvænt atvik. Með óvæntu atviki er átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem valdið hafa notanda þjónustu tjóni eða hefðu getað valdið notandanum tjóni. Þeim sem lúta eftirliti Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála er skylt að tilkynna stofnuninni án tafar um alvarleg óvænt atvik. Með alvarlegu óvæntu atviki er átt við atvik sem valdið hefur eða hefði getað valdið notanda þjónustu varanlegu líkamlegu eða andlegu tjóni eða orðið honum að bana.
Málefni Stuðla Meðferðarheimili Réttindi barna Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira