Innlent

Ölvun og há­vaði í heima­húsi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Einn gisti í fangageymslu eftir nóttina samkvæmt dagbók lögreglunnar.
Einn gisti í fangageymslu eftir nóttina samkvæmt dagbók lögreglunnar. Vísir/Ívar Fannar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti að vanda fjölbreyttum verkefnum í gær og í nótt. Í dagbók kemur fram að lögregla hafi haft afskipti af nokkrum fjölda vegna ölvunar og gruns um akstur undir áhrifum. Þá var í þó nokkrum tilfellum tilkynnt um hávaða í heimahúsi sem lögregla hafði einnig afskipti af með því að biðja húsráðanda að hætta.

Einnig var tilkynnt um framkvæmdahávaða eftir leyfilegan tíma. Lögregla bað fólk um að láta af þeim.

Tilkynnt var um mann með skurð á höfði eftir slagsmál á skemmtistað í miðbæ Reykjarvíkur. Maðurinn var samkvæmt dagbók mjög ölvaður og afþakkaði aðstoð lögreglu en var ekið á bráðamóttöku af sjúkraflutningamönnum til frekari aðhlynningar.

Þá var einnig tilkynnt um ungmenni að kasta eggjum en þau fundust ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×