Upp­gjörið: Breiða­blik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir átti góðan leik fyrir Blika.
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir átti góðan leik fyrir Blika. Anton Brink

Breiðablik tapaði 0-1 gegn Fortuna Hjörring í 16 liða úrslitum Evrópubikars kvenna í kvöld. Gestirnir skoruðu eina mark leiksins á fyrstu mínútu í seinni hálfleik. Breiðablik á enn góðan möguleika en næsta viðureign liðanna er eftir viku í Danmörku.

Leikurinn byrjaði af krafti og áttu bæði lið fínar sóknir strax á fyrstu mínútum leiksins. Það var mikið jafnræði með liðunum sem skiptust á því að sækja. 

Fortuna Hjörring fengu betri færi en tókst ekki að nýta þau. 0-0 staðan og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Dönsku meistararnir mættu af krafti út í seinni hálfleikinn og tókst að skora mark strax á fyrstu mínútu. Joy Ogochuckwu fékk þá boltann við teig Blika og kom boltanum í netið með hörku skoti.

Herdís Halla Guðbjartsdóttir, markvörður Blika, gerði vel og sá til þess að gestirnir skoruðu ekki meira í leiknum. Heimakonur reyndu sitt besta sóknarlega en Fortuna Hjörring voru góðar varnarlega og tókst að sigla sigrinum heim.

0-1 sigur gestana niðurstaðan. Næsta viðureign liðanna verður í Danmörku eftir viku.

Atvik leiksins

Afleidd sending Kristínar Dísar Árnadóttur sem fór beint á markaskorara Fortuna Hjörring Joy Ogochuckwu, Herdís Halla gerði frábærlega í marki Blika og hélt þeim svo sannarlega inni í leiknum.

Stjörnur og skúrkar

Herdís Halla Guðbjartsdóttir, markvörður Blika, var frábær í þessum leik og var með betri leikmönnum Breiðabliks.

Joy Ogochuckwu var besti leikmaður Fortuna Hjörring og þarf vörn Blika að gæta hennar sérstaklega í næstu viðureign.

Stemning og umgjörð

Lífleg stemning á Kópavogsvelli og mjög góð mæting þrátt fyrir nístingskulda.

Dómarar

Dómarateymið kom að þessu sinni frá Finnlandi. Lotta Vuorio var á flautunni og henni til aðstoðar voru Heini Hyvönen og Taru Tiensuu. Fjórði dómarinn var Ifeoma Kulmala.

Viðtöl



Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira