Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2025 17:17 Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir átti góðan leik fyrir Blika. Anton Brink Breiðablik tapaði 0-1 gegn Fortuna Hjörring í 16 liða úrslitum Evrópubikars kvenna í kvöld. Gestirnir skoruðu eina mark leiksins á fyrstu mínútu í seinni hálfleik. Breiðablik á enn góðan möguleika en næsta viðureign liðanna er eftir viku í Danmörku. Leikurinn byrjaði af krafti og áttu bæði lið fínar sóknir strax á fyrstu mínútum leiksins. Það var mikið jafnræði með liðunum sem skiptust á því að sækja. Fortuna Hjörring fengu betri færi en tókst ekki að nýta þau. 0-0 staðan og þannig stóðu leikar í hálfleik. Dönsku meistararnir mættu af krafti út í seinni hálfleikinn og tókst að skora mark strax á fyrstu mínútu. Joy Ogochuckwu fékk þá boltann við teig Blika og kom boltanum í netið með hörku skoti. Herdís Halla Guðbjartsdóttir, markvörður Blika, gerði vel og sá til þess að gestirnir skoruðu ekki meira í leiknum. Heimakonur reyndu sitt besta sóknarlega en Fortuna Hjörring voru góðar varnarlega og tókst að sigla sigrinum heim. 0-1 sigur gestana niðurstaðan. Næsta viðureign liðanna verður í Danmörku eftir viku. Atvik leiksins Afleidd sending Kristínar Dísar Árnadóttur sem fór beint á markaskorara Fortuna Hjörring Joy Ogochuckwu, Herdís Halla gerði frábærlega í marki Blika og hélt þeim svo sannarlega inni í leiknum. Stjörnur og skúrkar Herdís Halla Guðbjartsdóttir, markvörður Blika, var frábær í þessum leik og var með betri leikmönnum Breiðabliks. Joy Ogochuckwu var besti leikmaður Fortuna Hjörring og þarf vörn Blika að gæta hennar sérstaklega í næstu viðureign. Stemning og umgjörð Lífleg stemning á Kópavogsvelli og mjög góð mæting þrátt fyrir nístingskulda. Dómarar Dómarateymið kom að þessu sinni frá Finnlandi. Lotta Vuorio var á flautunni og henni til aðstoðar voru Heini Hyvönen og Taru Tiensuu. Fjórði dómarinn var Ifeoma Kulmala. Viðtöl Breiðablik Evrópubikar kvenna í fótbolta
Breiðablik tapaði 0-1 gegn Fortuna Hjörring í 16 liða úrslitum Evrópubikars kvenna í kvöld. Gestirnir skoruðu eina mark leiksins á fyrstu mínútu í seinni hálfleik. Breiðablik á enn góðan möguleika en næsta viðureign liðanna er eftir viku í Danmörku. Leikurinn byrjaði af krafti og áttu bæði lið fínar sóknir strax á fyrstu mínútum leiksins. Það var mikið jafnræði með liðunum sem skiptust á því að sækja. Fortuna Hjörring fengu betri færi en tókst ekki að nýta þau. 0-0 staðan og þannig stóðu leikar í hálfleik. Dönsku meistararnir mættu af krafti út í seinni hálfleikinn og tókst að skora mark strax á fyrstu mínútu. Joy Ogochuckwu fékk þá boltann við teig Blika og kom boltanum í netið með hörku skoti. Herdís Halla Guðbjartsdóttir, markvörður Blika, gerði vel og sá til þess að gestirnir skoruðu ekki meira í leiknum. Heimakonur reyndu sitt besta sóknarlega en Fortuna Hjörring voru góðar varnarlega og tókst að sigla sigrinum heim. 0-1 sigur gestana niðurstaðan. Næsta viðureign liðanna verður í Danmörku eftir viku. Atvik leiksins Afleidd sending Kristínar Dísar Árnadóttur sem fór beint á markaskorara Fortuna Hjörring Joy Ogochuckwu, Herdís Halla gerði frábærlega í marki Blika og hélt þeim svo sannarlega inni í leiknum. Stjörnur og skúrkar Herdís Halla Guðbjartsdóttir, markvörður Blika, var frábær í þessum leik og var með betri leikmönnum Breiðabliks. Joy Ogochuckwu var besti leikmaður Fortuna Hjörring og þarf vörn Blika að gæta hennar sérstaklega í næstu viðureign. Stemning og umgjörð Lífleg stemning á Kópavogsvelli og mjög góð mæting þrátt fyrir nístingskulda. Dómarar Dómarateymið kom að þessu sinni frá Finnlandi. Lotta Vuorio var á flautunni og henni til aðstoðar voru Heini Hyvönen og Taru Tiensuu. Fjórði dómarinn var Ifeoma Kulmala. Viðtöl