Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 20:27 Kolbrún Áslaugur Baldursdóttir og Ingibjörg Isaksen sitja báðar í velferðarnefnd. Samsett Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri. „Mig langar að koma hér upp og ræða vinnubrögð stjórnar meirihlutans hér í þinginu,“ sagði Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins sem situr í velferðarnefnd, undir liðnum Fundarstjórn forseta á þingfundi í dag. Ingibjörg segir að um mikilvægan samning sé að ræða sem Framsóknarflokkurinn styðji heils hugar. Hins vegar liggi ekki fyrir lögbundið áhrifamat, líkt og framkvæma eigi lögum samkvæmt. Að auki sé óskum sveitarfélaga ekki svarað. Í síðustu viku var ákveðið að vísa málinu aftur inn til velferðarnefndar til frekari umræðu í ljósi þess að ríki og sveitarfélög eru á öndverðum meiði um hversu hár kostnaður muni hljótast af lögfestingu samningsins. Nokkrir þingmenn minnihlutans tóku undir orð Ingibjargar, þar á meðal Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem situr einnig í nefndinni. „Okkur brá dálítið í brún í morgun þegar við mættum til fundar í velferðarnefnd og um leið og við vorum að labba inn á fundinn var okkur sent nýtt nefndarálit fyrir 3. umræðu, hafandi verið hér í þingsal í síðustu viku þar sem óskað var eftir því að málið fengi meiri og dýpri og betri umræðu í ljósi alls,“ segir Rósa. „Það hefur verið óskað eftir gögnum líka frá því sú umræða átti sér stað og þau hafa ekki, eðli málsins samkvæmt, verið komin inn í nefndina. Ég lýsi yfir vonbrigðum með þessi vinnubrögð.“ Kvartið leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, fer með formennsku í nefndinni og segir það leiðinlegt að heyra þingmenn kvarta. „Eins og fram hefur komið hérna er búið að ræða þetta mál ofan í smæstu öreindir á síðasta þingi og núna. Það hefur fjöldi gesta komið fyrir nefndina og við í meirihlutanum höfum lagt okkur fram við að meðtaka allar beiðnir frá minnihlutanum í nefndinni og fara að óskum hans. Þetta mál er komið að enda og er tilbúið til afgreiðslu,“ sagði hún í dag. Hún segir það leitt að upplifa að allt sé gert til að koma í veg fyrir að málið, sem tryggi réttaröryggi fólks með fatlanir, nái fram að ganga. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, tekur undir með flokkssystur sinni. „Málið fékk ítarlega umfjöllun hjá velferðarnefnd í vor og hefur auk þess hlotið ítarlega umfjöllun nú í haust. Búið er að bregðast við fjölmörgum beiðnum stjórnarandstöðunnar um hinar og þessar upplýsingar, þar á meðal um þær lagabreytingar sem ráðist hefur verið í til að undirbúa lögfestingu samningsins,“ segir Inga. Hún segir Kolbrúnu hafa staðið sig frábærlega við vinnslu málsins og biður þá sem gagnrýna störf hennar að líta frekar í eigin barm. Alþingi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
„Mig langar að koma hér upp og ræða vinnubrögð stjórnar meirihlutans hér í þinginu,“ sagði Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins sem situr í velferðarnefnd, undir liðnum Fundarstjórn forseta á þingfundi í dag. Ingibjörg segir að um mikilvægan samning sé að ræða sem Framsóknarflokkurinn styðji heils hugar. Hins vegar liggi ekki fyrir lögbundið áhrifamat, líkt og framkvæma eigi lögum samkvæmt. Að auki sé óskum sveitarfélaga ekki svarað. Í síðustu viku var ákveðið að vísa málinu aftur inn til velferðarnefndar til frekari umræðu í ljósi þess að ríki og sveitarfélög eru á öndverðum meiði um hversu hár kostnaður muni hljótast af lögfestingu samningsins. Nokkrir þingmenn minnihlutans tóku undir orð Ingibjargar, þar á meðal Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem situr einnig í nefndinni. „Okkur brá dálítið í brún í morgun þegar við mættum til fundar í velferðarnefnd og um leið og við vorum að labba inn á fundinn var okkur sent nýtt nefndarálit fyrir 3. umræðu, hafandi verið hér í þingsal í síðustu viku þar sem óskað var eftir því að málið fengi meiri og dýpri og betri umræðu í ljósi alls,“ segir Rósa. „Það hefur verið óskað eftir gögnum líka frá því sú umræða átti sér stað og þau hafa ekki, eðli málsins samkvæmt, verið komin inn í nefndina. Ég lýsi yfir vonbrigðum með þessi vinnubrögð.“ Kvartið leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, fer með formennsku í nefndinni og segir það leiðinlegt að heyra þingmenn kvarta. „Eins og fram hefur komið hérna er búið að ræða þetta mál ofan í smæstu öreindir á síðasta þingi og núna. Það hefur fjöldi gesta komið fyrir nefndina og við í meirihlutanum höfum lagt okkur fram við að meðtaka allar beiðnir frá minnihlutanum í nefndinni og fara að óskum hans. Þetta mál er komið að enda og er tilbúið til afgreiðslu,“ sagði hún í dag. Hún segir það leitt að upplifa að allt sé gert til að koma í veg fyrir að málið, sem tryggi réttaröryggi fólks með fatlanir, nái fram að ganga. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, tekur undir með flokkssystur sinni. „Málið fékk ítarlega umfjöllun hjá velferðarnefnd í vor og hefur auk þess hlotið ítarlega umfjöllun nú í haust. Búið er að bregðast við fjölmörgum beiðnum stjórnarandstöðunnar um hinar og þessar upplýsingar, þar á meðal um þær lagabreytingar sem ráðist hefur verið í til að undirbúa lögfestingu samningsins,“ segir Inga. Hún segir Kolbrúnu hafa staðið sig frábærlega við vinnslu málsins og biður þá sem gagnrýna störf hennar að líta frekar í eigin barm.
Alþingi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira