Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 16:42 Gauti Kristmannsson er prófessor og deildarforseti Íslensku- og menningadeilda Háskóla Íslands. Deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands gefur lítið fyrir rökstuðning dómsmálaráðherra fyrir nýju frumvarpi sem gerir erlendum námsmönnum erfiðara fyrir að stunda nám hér á landi. Það að nýta flóttafólk og námsmenn sem blóraböggla vegna óþols fólks fyrir erlendum ferðamönnum sé hrein mannvonska. „Það kemur á óvart að ráðherra úr flokki sem löngum hefur kennt sig við frjálslyndi skuli koma fram með svona tillögur og í því samhengi tala um „misnotkun“ og „annarlegar hvatir“, skrifar Gauti Kristmannsson í aðsendri grein á Vísi. Þar vísar hann í drög að frumvarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra þar sem breyta á dvalarleyfisveitingum og færa málaflokkinn undir Útlendingastofnun. Í rökstuðningi fullyrðir ráðuneytið að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi. Hann telur að um „ódýrt lýðskrum“ sé að ræða. Dvalarleyfi námsmanna séu nú þegar háð ströngum skilyrðum og bendir hann á að erlendir nemendur skili betur sínum einingum heldur en innfæddir nemendur. Gauti bendir einnig á að Íslendingar séu sjálfir duglegir að flytja erlendis til að stunda nám og fór hann sjálfur bæði til Bretlands og Þýskalands. Of mikil fyrirhöfn að læra íslensku af annarlegum hvötum Gauti telur að um alvarlega hugmyndafræði sé að ræða þar sem nemendum frá ákveðnum löndum, til dæmis Nígeríu, Gana og Pakistan, sé stillt upp sem vandamálið án þess að tekið er tillit til fólks sem kemur frá öðrum löndum. „Af orðræðu ráðherrans má nánast ráða að þetta „óæskilega“ fólk renni inni í Háskóla Íslands viðstöðulaust sem er beinlínis rangt. Nemendur sem sækja til dæmis um nám í íslensku sem öðru máli þurfa að standast inntökupróf, skrifleg og munnleg. Og hingað komnir þurfa þeir að skila sínum einingum,“ segir Gauti. Vissulega hafi skólanum borist fleiri umsóknir í ár heldur en áður en fæstar þeirra hafi náð í gegn. Þeir sem stóðust allar kröfur stundi nú nám við skólann undir leiðsögn afbragðskennara sem kenna meðal annars íslensku. „Þvert á móti er þetta fólk sem sækist eftir að stunda nám í íslensku einhver helsti brimbrjótur íslenskrar tungu sem nú á mjög undir högg að sækja. Við sjáum það bókstaflega á Keflavíkurflugvelli þar sem vart nokkur hlutur er á íslensku lengur. Fólk af erlendum uppruna sem hefur fyrir því að læra íslensku gerir það aldrei af „annarlegum hvötum“, til þess er fyrirhöfnin of mikil.“ „Hrein mannvonska“ Gauti segir samfélagslega umræðu um útlendinga hafa tekið á sig „ljótar lýðskrumsmyndir“ sem flokkar sem kenni sig við frjálslyndi „éti hana upp eftir flokkum sem einu sinni þóttu ekki á hús setjandi.“ „Það hefur ekki skilað neinu í öðrum löndum og gerir það ekki hér. Það hafa vissulega margir útlendingar komið til Íslands og sest hér að á undanförum tveimur áratugum. En það fólk hefur komið hingað í boði íslensks atvinnulífs til að manna störfin sem engir Íslendingar fengust í,“ segir Gauti. Að auki er sífelldur ferðamannastraumur til landsins sem Gauti telur hafa leitt til óþols fólks gagnvart útlendingum. Hann leiðbeinir þeim sem finna fyrir slíku óþoli að láta af fyrirhuguðum útlandaferðum í stað þess að nota námsmenn og flóttafólk sem prómill af öllum skaranum. Hann segir það í „hæsta lagi ómerkilegt og í grunninn hreina mannvonsku.“ Háskólar Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
„Það kemur á óvart að ráðherra úr flokki sem löngum hefur kennt sig við frjálslyndi skuli koma fram með svona tillögur og í því samhengi tala um „misnotkun“ og „annarlegar hvatir“, skrifar Gauti Kristmannsson í aðsendri grein á Vísi. Þar vísar hann í drög að frumvarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra þar sem breyta á dvalarleyfisveitingum og færa málaflokkinn undir Útlendingastofnun. Í rökstuðningi fullyrðir ráðuneytið að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi. Hann telur að um „ódýrt lýðskrum“ sé að ræða. Dvalarleyfi námsmanna séu nú þegar háð ströngum skilyrðum og bendir hann á að erlendir nemendur skili betur sínum einingum heldur en innfæddir nemendur. Gauti bendir einnig á að Íslendingar séu sjálfir duglegir að flytja erlendis til að stunda nám og fór hann sjálfur bæði til Bretlands og Þýskalands. Of mikil fyrirhöfn að læra íslensku af annarlegum hvötum Gauti telur að um alvarlega hugmyndafræði sé að ræða þar sem nemendum frá ákveðnum löndum, til dæmis Nígeríu, Gana og Pakistan, sé stillt upp sem vandamálið án þess að tekið er tillit til fólks sem kemur frá öðrum löndum. „Af orðræðu ráðherrans má nánast ráða að þetta „óæskilega“ fólk renni inni í Háskóla Íslands viðstöðulaust sem er beinlínis rangt. Nemendur sem sækja til dæmis um nám í íslensku sem öðru máli þurfa að standast inntökupróf, skrifleg og munnleg. Og hingað komnir þurfa þeir að skila sínum einingum,“ segir Gauti. Vissulega hafi skólanum borist fleiri umsóknir í ár heldur en áður en fæstar þeirra hafi náð í gegn. Þeir sem stóðust allar kröfur stundi nú nám við skólann undir leiðsögn afbragðskennara sem kenna meðal annars íslensku. „Þvert á móti er þetta fólk sem sækist eftir að stunda nám í íslensku einhver helsti brimbrjótur íslenskrar tungu sem nú á mjög undir högg að sækja. Við sjáum það bókstaflega á Keflavíkurflugvelli þar sem vart nokkur hlutur er á íslensku lengur. Fólk af erlendum uppruna sem hefur fyrir því að læra íslensku gerir það aldrei af „annarlegum hvötum“, til þess er fyrirhöfnin of mikil.“ „Hrein mannvonska“ Gauti segir samfélagslega umræðu um útlendinga hafa tekið á sig „ljótar lýðskrumsmyndir“ sem flokkar sem kenni sig við frjálslyndi „éti hana upp eftir flokkum sem einu sinni þóttu ekki á hús setjandi.“ „Það hefur ekki skilað neinu í öðrum löndum og gerir það ekki hér. Það hafa vissulega margir útlendingar komið til Íslands og sest hér að á undanförum tveimur áratugum. En það fólk hefur komið hingað í boði íslensks atvinnulífs til að manna störfin sem engir Íslendingar fengust í,“ segir Gauti. Að auki er sífelldur ferðamannastraumur til landsins sem Gauti telur hafa leitt til óþols fólks gagnvart útlendingum. Hann leiðbeinir þeim sem finna fyrir slíku óþoli að láta af fyrirhuguðum útlandaferðum í stað þess að nota námsmenn og flóttafólk sem prómill af öllum skaranum. Hann segir það í „hæsta lagi ómerkilegt og í grunninn hreina mannvonsku.“
Háskólar Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira