Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar 5. nóvember 2025 15:02 Dómsmálaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fer mikinn í fjölmiðlum vegna frumvarps þar sem hún hyggst þrengja verulega að möguleikum fólks utan EES að sækja um nám hér á landi. Það kemur á óvart að ráðherra úr flokki sem löngum hefur kennt sig við frjálslyndi skuli koma fram með svona tillögur og í því samhengi tala um „misnotkun“ og „annarlegar hvatir“. Í ofanálag segir ráðherrann að ekki sé „hægt að hafa allar gáttir inn í landið opnar“ eins og þær séu allar í gegnum Háskóla Íslands. Þetta er ódýrt lýðskrum að mínum dómi, enda eru námsmannaleyfi háð stöngum skilyrðum nú þegar og allir nemendur sem fá inni í Háskóla Íslands þurfa að skila sínu í námi. Komið hefur fram að erlendir nemendur Háskólans skili raun betur sínum einingum en innfæddir nemendur. Alvarlegri er þó sú hugmyndafræði sem virðist vera þarna að baki. Til dæmis er tekinn út sérstakur hópur nemenda, frá „Nígeríu, Gana og Pakistan“ eins og þeir séu í raun vandamálið, ekki allir hinir sem koma frá öðrum löndum. Af orðæðu ráðherrans má nánast ráða að þetta „óæskilega“ fólk renni inni í Háskóla Íslands viðstöðulaust sem er beinlínis rangt. Nemendur sem sækja til dæmis um nám í íslensku sem öðru máli þurfa að standast inntökupróf, skrifleg og munnleg. Og hingað komnir þurfa þeir að skila sínum einingum. Hvert er þá vandamálið? Jú, það komu fleiri umsóknir en áður síðastliðið vor og það var átak að komast í gegnum það. En fæstar þessara umsókna fóru alla leið og það fólk sem náði í gegn stundar nám við Háskóla Íslands. Ekki er hægt að sjá neitt „annarlegt“ við það. Íslendingar sjálfir hafa stundað nám við erlenda háskóla í tugþúsundatali og ekkert óeðlilegt við það. Höfundur þessara orða stundaði nám í Bretlandi og Þýskalandi og það hefur verið honum til framdráttar í lífi og starfi. Sum þeirra erlendu nemenda sem sækja um í íslensku sem öðru máli ætla kannski ekki að verða íslenskufræðingar, en þau vilja læra íslensku í þeirri von að þau geti starfað hér á landi. Er það misnotkun? Eru filippeysku hjúkrunarfræðingarnir á Landspítalanum að „misnota“ „allar gáttir inn í landið“? Þvert á móti er þetta fólk sem sækist eftir að stunda nám í íslensku einhver helsti brimbrjótur íslenskrar tungu sem nú á mjög undir högg að sækja. Við sjáum það bókstaflega á Keflavíkurflugvelli þar sem vart nokkur hlutur er á íslensku lengur. Fólk af erlendum uppruna sem hefur fyrir því að læra íslensku gerir það aldrei af „annarlegum hvötum“, til þess er fyrirhöfnin of mikil. Og í Háskóla Íslands er stór hópur afbragðs kennara í íslensku sem öðru máli sem sinnir þessum nemendum af skörungsskap þannig að þeir geta talað íslensku að námi loknu. Orðræðan um útlendinga hefur tekið á sig ljótar lýðskrumsmyndir á undanförnum misserum og nú eru stjórnmálaflokkar sem kenna sig við „frjálslyndi“ farnir að éta hana upp eftir flokkum sem einu sinni þóttu ekki á hús setjandi. Það hefur ekki skilað neinu í öðrum löndum og gerir það ekki hér. Það hafa vissulega margir útlendingar komið til Íslands og sest hér að á undanförum tveimur áratugum. En það fólk hefur komið hingað í boði íslensks atvinnulífs til að manna störfin sem engir Íslendingar fengust í. Eins eru hér á hverjum degi fjölmargir útlendingar, svokallaðir ferðamenn, sem nota hér götur og innviði, halda björgunarsveitum við efnið og svo má lengi telja. Þetta hefur áreiðanlega leitt til óþols einhverra gagnvart fólki sem er af erlendu bergi brotið og þau sem til þess finna ættu þá að láta vera að fara til útlanda sjálft næstu árin. En að nota námsmenn og flóttafólk sem eru einhver prómill af öllum þessum fjölda til að fá útrás fyrir óþol sitt er í hæsta lagi ómerkilegt og í grunninn hrein mannsvonska. Höfundur er prófessor og deildarforseti Íslensku- og menningardeilda Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fer mikinn í fjölmiðlum vegna frumvarps þar sem hún hyggst þrengja verulega að möguleikum fólks utan EES að sækja um nám hér á landi. Það kemur á óvart að ráðherra úr flokki sem löngum hefur kennt sig við frjálslyndi skuli koma fram með svona tillögur og í því samhengi tala um „misnotkun“ og „annarlegar hvatir“. Í ofanálag segir ráðherrann að ekki sé „hægt að hafa allar gáttir inn í landið opnar“ eins og þær séu allar í gegnum Háskóla Íslands. Þetta er ódýrt lýðskrum að mínum dómi, enda eru námsmannaleyfi háð stöngum skilyrðum nú þegar og allir nemendur sem fá inni í Háskóla Íslands þurfa að skila sínu í námi. Komið hefur fram að erlendir nemendur Háskólans skili raun betur sínum einingum en innfæddir nemendur. Alvarlegri er þó sú hugmyndafræði sem virðist vera þarna að baki. Til dæmis er tekinn út sérstakur hópur nemenda, frá „Nígeríu, Gana og Pakistan“ eins og þeir séu í raun vandamálið, ekki allir hinir sem koma frá öðrum löndum. Af orðæðu ráðherrans má nánast ráða að þetta „óæskilega“ fólk renni inni í Háskóla Íslands viðstöðulaust sem er beinlínis rangt. Nemendur sem sækja til dæmis um nám í íslensku sem öðru máli þurfa að standast inntökupróf, skrifleg og munnleg. Og hingað komnir þurfa þeir að skila sínum einingum. Hvert er þá vandamálið? Jú, það komu fleiri umsóknir en áður síðastliðið vor og það var átak að komast í gegnum það. En fæstar þessara umsókna fóru alla leið og það fólk sem náði í gegn stundar nám við Háskóla Íslands. Ekki er hægt að sjá neitt „annarlegt“ við það. Íslendingar sjálfir hafa stundað nám við erlenda háskóla í tugþúsundatali og ekkert óeðlilegt við það. Höfundur þessara orða stundaði nám í Bretlandi og Þýskalandi og það hefur verið honum til framdráttar í lífi og starfi. Sum þeirra erlendu nemenda sem sækja um í íslensku sem öðru máli ætla kannski ekki að verða íslenskufræðingar, en þau vilja læra íslensku í þeirri von að þau geti starfað hér á landi. Er það misnotkun? Eru filippeysku hjúkrunarfræðingarnir á Landspítalanum að „misnota“ „allar gáttir inn í landið“? Þvert á móti er þetta fólk sem sækist eftir að stunda nám í íslensku einhver helsti brimbrjótur íslenskrar tungu sem nú á mjög undir högg að sækja. Við sjáum það bókstaflega á Keflavíkurflugvelli þar sem vart nokkur hlutur er á íslensku lengur. Fólk af erlendum uppruna sem hefur fyrir því að læra íslensku gerir það aldrei af „annarlegum hvötum“, til þess er fyrirhöfnin of mikil. Og í Háskóla Íslands er stór hópur afbragðs kennara í íslensku sem öðru máli sem sinnir þessum nemendum af skörungsskap þannig að þeir geta talað íslensku að námi loknu. Orðræðan um útlendinga hefur tekið á sig ljótar lýðskrumsmyndir á undanförnum misserum og nú eru stjórnmálaflokkar sem kenna sig við „frjálslyndi“ farnir að éta hana upp eftir flokkum sem einu sinni þóttu ekki á hús setjandi. Það hefur ekki skilað neinu í öðrum löndum og gerir það ekki hér. Það hafa vissulega margir útlendingar komið til Íslands og sest hér að á undanförum tveimur áratugum. En það fólk hefur komið hingað í boði íslensks atvinnulífs til að manna störfin sem engir Íslendingar fengust í. Eins eru hér á hverjum degi fjölmargir útlendingar, svokallaðir ferðamenn, sem nota hér götur og innviði, halda björgunarsveitum við efnið og svo má lengi telja. Þetta hefur áreiðanlega leitt til óþols einhverra gagnvart fólki sem er af erlendu bergi brotið og þau sem til þess finna ættu þá að láta vera að fara til útlanda sjálft næstu árin. En að nota námsmenn og flóttafólk sem eru einhver prómill af öllum þessum fjölda til að fá útrás fyrir óþol sitt er í hæsta lagi ómerkilegt og í grunninn hrein mannsvonska. Höfundur er prófessor og deildarforseti Íslensku- og menningardeilda Háskóla Íslands.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun