Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar 5. nóvember 2025 15:02 Dómsmálaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fer mikinn í fjölmiðlum vegna frumvarps þar sem hún hyggst þrengja verulega að möguleikum fólks utan EES að sækja um nám hér á landi. Það kemur á óvart að ráðherra úr flokki sem löngum hefur kennt sig við frjálslyndi skuli koma fram með svona tillögur og í því samhengi tala um „misnotkun“ og „annarlegar hvatir“. Í ofanálag segir ráðherrann að ekki sé „hægt að hafa allar gáttir inn í landið opnar“ eins og þær séu allar í gegnum Háskóla Íslands. Þetta er ódýrt lýðskrum að mínum dómi, enda eru námsmannaleyfi háð stöngum skilyrðum nú þegar og allir nemendur sem fá inni í Háskóla Íslands þurfa að skila sínu í námi. Komið hefur fram að erlendir nemendur Háskólans skili raun betur sínum einingum en innfæddir nemendur. Alvarlegri er þó sú hugmyndafræði sem virðist vera þarna að baki. Til dæmis er tekinn út sérstakur hópur nemenda, frá „Nígeríu, Gana og Pakistan“ eins og þeir séu í raun vandamálið, ekki allir hinir sem koma frá öðrum löndum. Af orðæðu ráðherrans má nánast ráða að þetta „óæskilega“ fólk renni inni í Háskóla Íslands viðstöðulaust sem er beinlínis rangt. Nemendur sem sækja til dæmis um nám í íslensku sem öðru máli þurfa að standast inntökupróf, skrifleg og munnleg. Og hingað komnir þurfa þeir að skila sínum einingum. Hvert er þá vandamálið? Jú, það komu fleiri umsóknir en áður síðastliðið vor og það var átak að komast í gegnum það. En fæstar þessara umsókna fóru alla leið og það fólk sem náði í gegn stundar nám við Háskóla Íslands. Ekki er hægt að sjá neitt „annarlegt“ við það. Íslendingar sjálfir hafa stundað nám við erlenda háskóla í tugþúsundatali og ekkert óeðlilegt við það. Höfundur þessara orða stundaði nám í Bretlandi og Þýskalandi og það hefur verið honum til framdráttar í lífi og starfi. Sum þeirra erlendu nemenda sem sækja um í íslensku sem öðru máli ætla kannski ekki að verða íslenskufræðingar, en þau vilja læra íslensku í þeirri von að þau geti starfað hér á landi. Er það misnotkun? Eru filippeysku hjúkrunarfræðingarnir á Landspítalanum að „misnota“ „allar gáttir inn í landið“? Þvert á móti er þetta fólk sem sækist eftir að stunda nám í íslensku einhver helsti brimbrjótur íslenskrar tungu sem nú á mjög undir högg að sækja. Við sjáum það bókstaflega á Keflavíkurflugvelli þar sem vart nokkur hlutur er á íslensku lengur. Fólk af erlendum uppruna sem hefur fyrir því að læra íslensku gerir það aldrei af „annarlegum hvötum“, til þess er fyrirhöfnin of mikil. Og í Háskóla Íslands er stór hópur afbragðs kennara í íslensku sem öðru máli sem sinnir þessum nemendum af skörungsskap þannig að þeir geta talað íslensku að námi loknu. Orðræðan um útlendinga hefur tekið á sig ljótar lýðskrumsmyndir á undanförnum misserum og nú eru stjórnmálaflokkar sem kenna sig við „frjálslyndi“ farnir að éta hana upp eftir flokkum sem einu sinni þóttu ekki á hús setjandi. Það hefur ekki skilað neinu í öðrum löndum og gerir það ekki hér. Það hafa vissulega margir útlendingar komið til Íslands og sest hér að á undanförum tveimur áratugum. En það fólk hefur komið hingað í boði íslensks atvinnulífs til að manna störfin sem engir Íslendingar fengust í. Eins eru hér á hverjum degi fjölmargir útlendingar, svokallaðir ferðamenn, sem nota hér götur og innviði, halda björgunarsveitum við efnið og svo má lengi telja. Þetta hefur áreiðanlega leitt til óþols einhverra gagnvart fólki sem er af erlendu bergi brotið og þau sem til þess finna ættu þá að láta vera að fara til útlanda sjálft næstu árin. En að nota námsmenn og flóttafólk sem eru einhver prómill af öllum þessum fjölda til að fá útrás fyrir óþol sitt er í hæsta lagi ómerkilegt og í grunninn hrein mannsvonska. Höfundur er prófessor og deildarforseti Íslensku- og menningardeilda Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fer mikinn í fjölmiðlum vegna frumvarps þar sem hún hyggst þrengja verulega að möguleikum fólks utan EES að sækja um nám hér á landi. Það kemur á óvart að ráðherra úr flokki sem löngum hefur kennt sig við frjálslyndi skuli koma fram með svona tillögur og í því samhengi tala um „misnotkun“ og „annarlegar hvatir“. Í ofanálag segir ráðherrann að ekki sé „hægt að hafa allar gáttir inn í landið opnar“ eins og þær séu allar í gegnum Háskóla Íslands. Þetta er ódýrt lýðskrum að mínum dómi, enda eru námsmannaleyfi háð stöngum skilyrðum nú þegar og allir nemendur sem fá inni í Háskóla Íslands þurfa að skila sínu í námi. Komið hefur fram að erlendir nemendur Háskólans skili raun betur sínum einingum en innfæddir nemendur. Alvarlegri er þó sú hugmyndafræði sem virðist vera þarna að baki. Til dæmis er tekinn út sérstakur hópur nemenda, frá „Nígeríu, Gana og Pakistan“ eins og þeir séu í raun vandamálið, ekki allir hinir sem koma frá öðrum löndum. Af orðæðu ráðherrans má nánast ráða að þetta „óæskilega“ fólk renni inni í Háskóla Íslands viðstöðulaust sem er beinlínis rangt. Nemendur sem sækja til dæmis um nám í íslensku sem öðru máli þurfa að standast inntökupróf, skrifleg og munnleg. Og hingað komnir þurfa þeir að skila sínum einingum. Hvert er þá vandamálið? Jú, það komu fleiri umsóknir en áður síðastliðið vor og það var átak að komast í gegnum það. En fæstar þessara umsókna fóru alla leið og það fólk sem náði í gegn stundar nám við Háskóla Íslands. Ekki er hægt að sjá neitt „annarlegt“ við það. Íslendingar sjálfir hafa stundað nám við erlenda háskóla í tugþúsundatali og ekkert óeðlilegt við það. Höfundur þessara orða stundaði nám í Bretlandi og Þýskalandi og það hefur verið honum til framdráttar í lífi og starfi. Sum þeirra erlendu nemenda sem sækja um í íslensku sem öðru máli ætla kannski ekki að verða íslenskufræðingar, en þau vilja læra íslensku í þeirri von að þau geti starfað hér á landi. Er það misnotkun? Eru filippeysku hjúkrunarfræðingarnir á Landspítalanum að „misnota“ „allar gáttir inn í landið“? Þvert á móti er þetta fólk sem sækist eftir að stunda nám í íslensku einhver helsti brimbrjótur íslenskrar tungu sem nú á mjög undir högg að sækja. Við sjáum það bókstaflega á Keflavíkurflugvelli þar sem vart nokkur hlutur er á íslensku lengur. Fólk af erlendum uppruna sem hefur fyrir því að læra íslensku gerir það aldrei af „annarlegum hvötum“, til þess er fyrirhöfnin of mikil. Og í Háskóla Íslands er stór hópur afbragðs kennara í íslensku sem öðru máli sem sinnir þessum nemendum af skörungsskap þannig að þeir geta talað íslensku að námi loknu. Orðræðan um útlendinga hefur tekið á sig ljótar lýðskrumsmyndir á undanförnum misserum og nú eru stjórnmálaflokkar sem kenna sig við „frjálslyndi“ farnir að éta hana upp eftir flokkum sem einu sinni þóttu ekki á hús setjandi. Það hefur ekki skilað neinu í öðrum löndum og gerir það ekki hér. Það hafa vissulega margir útlendingar komið til Íslands og sest hér að á undanförum tveimur áratugum. En það fólk hefur komið hingað í boði íslensks atvinnulífs til að manna störfin sem engir Íslendingar fengust í. Eins eru hér á hverjum degi fjölmargir útlendingar, svokallaðir ferðamenn, sem nota hér götur og innviði, halda björgunarsveitum við efnið og svo má lengi telja. Þetta hefur áreiðanlega leitt til óþols einhverra gagnvart fólki sem er af erlendu bergi brotið og þau sem til þess finna ættu þá að láta vera að fara til útlanda sjálft næstu árin. En að nota námsmenn og flóttafólk sem eru einhver prómill af öllum þessum fjölda til að fá útrás fyrir óþol sitt er í hæsta lagi ómerkilegt og í grunninn hrein mannsvonska. Höfundur er prófessor og deildarforseti Íslensku- og menningardeilda Háskóla Íslands.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar