Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. nóvember 2025 21:44 Frá höfuðstöðvum Ríkisendurskoðunar. Vísir/Arnar Jóhannes Jónsson sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun segist vera í veikindaleyfi vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp hjá embættinu sem hann hafi sjálfur orðið vitni að. Hann segir aðkoma ríkisendurskoðanda sjálfs að málum gera þau sérstaklega flókin og erfið og segist ekki ætla að snúa aftur til starfa, starfsfólk stofnunarinnar sæti þöggun. Þetta kemur fram í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Jóhannes er þar með fyrsti starfsmaður embættisins til þess að stíga fram og tjá sig um opinberlega stöðuna innan stofnunarinnar. Greint var frá ófremdarástandi þar innandyra í lok október. Ítrekað hafi komið upp svokölluð EKKO-mál sem varði einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi eftir að Guðmundur Björgvin Helgason tók við sem ríkisendurskoðandi árið 2022. Sjálfur hefur hann fullyrt við fréttastofu að starfsandi sé góður innan stofnunarinnar, engin EKKO-mál séu uppi á borðum nú. Segist velja heiðarleika frekar en þögn „Ég hef verið í veikindaleyfi undanfarið. Ástæður þess eru alvarleg mál sem upp hafa komið hjá Ríkisendurskoðun,“ skrifar Jóhannes Jónsson sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun á Facebook. „Þau tengjast EKKO – þ.e. einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu áreiti og ofbeldi. Ég hef alltof oft orðið vitni að slíku í vinnuumhverfinu. Aðkoma ríkisendurskoðanda sjálfs að þessum málum gerir þau sérstaklega flókin og erfið.“ Þá vísar Jóhannes beint í umfjöllun Morgunblaðsins þar sem vísað er til heimilda um það að andi innan stofnunarinnar sé slæmur þvert á það sem ríkisendurskoðandi hafi sjálfur haldið fram, ástæða þess að engin EKKO-mál séu uppi á borðum nú sé sú að starfsmenn sem hafi kvartað hafi horfið á braut. Ríkisendurskoðandi auk þess fært mannauðsmál undir sjálfan sig og menn kunni því síður við að leggja fram kvörtun vegna hans til hans sjálfs. Jóhannes segir þöggun alvarlegt mein. „Hún viðheldur ótta, vantrausti og óheilbrigðu vinnuumhverfi þar sem fáir þora að stíga fram og segja frá. Þegar þeir sem benda á misferli eru þaggaðir niður eða látnir hverfa úr starfi, er kerfið ekki lengur að vernda starfsfólkið, heldur þá sem beita valdi af ábyrgðarleysi. Opinber stofnun sem á að standa vörð um gagnsæi og ábyrgð má ekki sjálf verða táknmynd hins gagnstæða. Þegar traust til slíkrar stofnunar glatast er hún í reynd orðin óstarfhæf.“ Hyggst ekki snúa aftur Jóhannes tekur fram að hann hyggist ekki snúa aftur til starfa hjá stofnuninni að veikindaleyfi loknu. Slíkt væri í andstöðu við þau gildi sem hann hafi tamið sér. „Mitt siðferði og þá manneskju sem ég vil vera. Ég get ekki liðið að starfsfólki sé sýnd vanvirðing eða beitt misrétti, áreitni eða ofbeldi – virðing, heiðarleiki og mannúð eiga að vera grundvöllur hvers vinnustaðar. Ég vel heiðarleika og sjálfsvirðingu fram yfir þögn og ótta.“ Ríkisendurskoðun Stjórnsýsla Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Jóhannes er þar með fyrsti starfsmaður embættisins til þess að stíga fram og tjá sig um opinberlega stöðuna innan stofnunarinnar. Greint var frá ófremdarástandi þar innandyra í lok október. Ítrekað hafi komið upp svokölluð EKKO-mál sem varði einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi eftir að Guðmundur Björgvin Helgason tók við sem ríkisendurskoðandi árið 2022. Sjálfur hefur hann fullyrt við fréttastofu að starfsandi sé góður innan stofnunarinnar, engin EKKO-mál séu uppi á borðum nú. Segist velja heiðarleika frekar en þögn „Ég hef verið í veikindaleyfi undanfarið. Ástæður þess eru alvarleg mál sem upp hafa komið hjá Ríkisendurskoðun,“ skrifar Jóhannes Jónsson sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun á Facebook. „Þau tengjast EKKO – þ.e. einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu áreiti og ofbeldi. Ég hef alltof oft orðið vitni að slíku í vinnuumhverfinu. Aðkoma ríkisendurskoðanda sjálfs að þessum málum gerir þau sérstaklega flókin og erfið.“ Þá vísar Jóhannes beint í umfjöllun Morgunblaðsins þar sem vísað er til heimilda um það að andi innan stofnunarinnar sé slæmur þvert á það sem ríkisendurskoðandi hafi sjálfur haldið fram, ástæða þess að engin EKKO-mál séu uppi á borðum nú sé sú að starfsmenn sem hafi kvartað hafi horfið á braut. Ríkisendurskoðandi auk þess fært mannauðsmál undir sjálfan sig og menn kunni því síður við að leggja fram kvörtun vegna hans til hans sjálfs. Jóhannes segir þöggun alvarlegt mein. „Hún viðheldur ótta, vantrausti og óheilbrigðu vinnuumhverfi þar sem fáir þora að stíga fram og segja frá. Þegar þeir sem benda á misferli eru þaggaðir niður eða látnir hverfa úr starfi, er kerfið ekki lengur að vernda starfsfólkið, heldur þá sem beita valdi af ábyrgðarleysi. Opinber stofnun sem á að standa vörð um gagnsæi og ábyrgð má ekki sjálf verða táknmynd hins gagnstæða. Þegar traust til slíkrar stofnunar glatast er hún í reynd orðin óstarfhæf.“ Hyggst ekki snúa aftur Jóhannes tekur fram að hann hyggist ekki snúa aftur til starfa hjá stofnuninni að veikindaleyfi loknu. Slíkt væri í andstöðu við þau gildi sem hann hafi tamið sér. „Mitt siðferði og þá manneskju sem ég vil vera. Ég get ekki liðið að starfsfólki sé sýnd vanvirðing eða beitt misrétti, áreitni eða ofbeldi – virðing, heiðarleiki og mannúð eiga að vera grundvöllur hvers vinnustaðar. Ég vel heiðarleika og sjálfsvirðingu fram yfir þögn og ótta.“
Ríkisendurskoðun Stjórnsýsla Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira