Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2025 10:19 Bergljót Borg er framkvæmdastjóri Gló stuðningsfélags. Gló Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur tekið upp nýtt nafn, Gló stuðningsfélag. Frá þessu var greint um helgina en samhliða nýju nafni hefur einnig verið gefið út nýtt myndmerki og ný ásýnd sem ætlað er að ná betur um núverandi starfsemi og gildi félagsins. Í tilkynningu segi rað meginmarkmið félagsins sé að efla þátttöku barna og ungmenna með fjölbreyttar áskoranir og stuðningsþarfir. „Gló styður við tækifæri þeirra til að eiga aðild að tómstundum og menningu, lifa öruggu og heilbrigðu lífi og rækta sjálfsmynd sína, hæfileika og færni. Félagið starfrækir meðal annars snemmtæka íhlutun og endurhæfingarþjónustu á Æfingastöðinni og býður upp á sumarbúðir og margvísleg tómstundatækifæri á vegum Reykjadals. Enn fremur vinnur félagið að því að efla skapa og miðla margvíslegri þekkingu og þjónustu sem styður við tækifæri í stað takmarkana. Nýtt myndmerki félagsins. Starfsemin hefur stækkað og þróast Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra var stofnað árið 1952 í kjölfar þess að lömunarveiki hafði lagst af fullum þunga á fjölmörg börn og ungmenni. Sjúkdómurinn hafði veruleg áhrif á hreyfifærni og starfsorku, en á þeim tíma voru lítil úrræði til staðar þegar kom að endurhæfingu og hjálpartæki fyrir fatlað fólk voru af skornum skammti,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Bergljótu Borg framkvæmdastjóra að í gegnum áratugina hafi samfélagið mikið breyst og starfsemi félagsins þróast samhliða því. „Það hefur því staðið til um nokkurt skeið að aðlaga nafn og ásýnd Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra til að ná betur um núverandi starfsemi félagsins og breyttar hugmyndir um fötlun. Við munum áfram byggja starfið á þeim drifkrafti, eldmóði og hlýju sem hefur einkennt félagið í rúm 70 ár. Við viljum halda í frumkvöðlakraftinn og vera leiðandi afl þegar kemur að þjónustu við föltuð börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra, hafa áhrif á viðhorf og orðræðu í samfélaginu, og draga úr samfélagslegum hindrunum. Markmið okkar er skýrt –að öll börn og ungmenni fái að láta ljós sitt skína,“ segir Bergljót. Félagasamtök Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
Í tilkynningu segi rað meginmarkmið félagsins sé að efla þátttöku barna og ungmenna með fjölbreyttar áskoranir og stuðningsþarfir. „Gló styður við tækifæri þeirra til að eiga aðild að tómstundum og menningu, lifa öruggu og heilbrigðu lífi og rækta sjálfsmynd sína, hæfileika og færni. Félagið starfrækir meðal annars snemmtæka íhlutun og endurhæfingarþjónustu á Æfingastöðinni og býður upp á sumarbúðir og margvísleg tómstundatækifæri á vegum Reykjadals. Enn fremur vinnur félagið að því að efla skapa og miðla margvíslegri þekkingu og þjónustu sem styður við tækifæri í stað takmarkana. Nýtt myndmerki félagsins. Starfsemin hefur stækkað og þróast Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra var stofnað árið 1952 í kjölfar þess að lömunarveiki hafði lagst af fullum þunga á fjölmörg börn og ungmenni. Sjúkdómurinn hafði veruleg áhrif á hreyfifærni og starfsorku, en á þeim tíma voru lítil úrræði til staðar þegar kom að endurhæfingu og hjálpartæki fyrir fatlað fólk voru af skornum skammti,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Bergljótu Borg framkvæmdastjóra að í gegnum áratugina hafi samfélagið mikið breyst og starfsemi félagsins þróast samhliða því. „Það hefur því staðið til um nokkurt skeið að aðlaga nafn og ásýnd Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra til að ná betur um núverandi starfsemi félagsins og breyttar hugmyndir um fötlun. Við munum áfram byggja starfið á þeim drifkrafti, eldmóði og hlýju sem hefur einkennt félagið í rúm 70 ár. Við viljum halda í frumkvöðlakraftinn og vera leiðandi afl þegar kemur að þjónustu við föltuð börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra, hafa áhrif á viðhorf og orðræðu í samfélaginu, og draga úr samfélagslegum hindrunum. Markmið okkar er skýrt –að öll börn og ungmenni fái að láta ljós sitt skína,“ segir Bergljót.
Félagasamtök Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira