Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. október 2025 14:53 Fanney Ýr Gunnlaugsdóttir og Guðmundur Þór Pálsson giftu sig 6. september síðastliðinn. Fanney Ýr Gunnlaugsdóttir fagnaði fertugsafmæli sínu með vinkvennaferð þar sem allar vinkonurnar fengu sér eins húðflúr. Fanney lét líka flúra á sig brúðkaupsdaginn en ruglaðist aðeins í ríminu. Þáttastjórnendur Brennslunnar fengu ábendingu frá dyggum hlustanda að Fanney Ýr, sem á fertugsafmæli í dag, hefði gert nokkuð óvenjulega skissu nýverið þannig að þeir heyrðu hljóðið í henni. Útvarpsmennirnir tóku fyrst afmælissönginn fyrir Fanneyju og spurðu hana síðan út í nýafstaðna vinkonuferð og viðburðaríkt ár hennar í ár. Þú giftir þig á árinu, hver var dagsetningin? „Heyrðu, ég gifti mig 6. september,“ sagði Fanney. Það er fallegur dagur, eitthvað sem maður vill ekki gleyma. Jafnvel eitthvað sem maður myndi flúrað á sig. Hefurðu nokkuð flúrað eitthvað á þig? „Ekkert nýlega nema ranga dagsetningu á brúðkaupsdeginum mínum,“ sagði Fanney og hló. Stelpurnar sumarlegar í vinkvennaferðinni. Hvað gerðist eiginlega? „Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að ég hefði verið dauðadrukkin en það var bara alls ekki þannig,“ sagði hún. „Svo var ég bara ógeðslega ánægð að skrifa niður brúðkaupsdaginn minn og skrifa niður 6. október.“ 06/10 bara? „Ef ég hefði bara gert það, ég skrifaði „október“,“ sagði Fanney. Húflúrið sé að sögn Fanneyjar því frekar stórt. „Mér til varnar þá á ég rosalega góða vinkonu sem var með mér úti sem á afmæli þennan dag,“ bætti Fanney við. „Hvað er eiginlega að þér?“ Stjórnendum Brennslunnar lék þó forvitni á að vita hvort Fanney hafi ekki sýnt vinkonum sínum væntanlegt húðflúrið áður en kom að sjálfri aðgerðinni. „Ég gerði það reyndar og þeim fannst þetta geggjað,“ sagði Fanney. Brúðkaupshjónin voru einkar glæsileg. Hvorki brúðurin né vinkonurnar föttuðu ruglinginn og því fór sem fór. Þrátt fyrir klúðrið naut Fanney ferðarinnar og ætlar sér ekki að breyta húðflúrinu, sagan sé einfaldlega of góð. Síðustu daga hafi fjöldi fólks í kringum hana beðið um að fá að sjá húðflúrið. Þú ert ennþá gift? „Honum fannst þetta ekkert rosalega fyndið til að byrja með, svo hringdi hann í mig aftur og sagði: Hvað er eiginlega að þér?,“ sagði Fanney og hló dátt. „Hann kannski fær að vera með mér næst þegar ég set svona á mig,“ sagði hún að lokum. Húðflúr Grín og gaman Brúðkaup Tímamót Brennslan FM957 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Þáttastjórnendur Brennslunnar fengu ábendingu frá dyggum hlustanda að Fanney Ýr, sem á fertugsafmæli í dag, hefði gert nokkuð óvenjulega skissu nýverið þannig að þeir heyrðu hljóðið í henni. Útvarpsmennirnir tóku fyrst afmælissönginn fyrir Fanneyju og spurðu hana síðan út í nýafstaðna vinkonuferð og viðburðaríkt ár hennar í ár. Þú giftir þig á árinu, hver var dagsetningin? „Heyrðu, ég gifti mig 6. september,“ sagði Fanney. Það er fallegur dagur, eitthvað sem maður vill ekki gleyma. Jafnvel eitthvað sem maður myndi flúrað á sig. Hefurðu nokkuð flúrað eitthvað á þig? „Ekkert nýlega nema ranga dagsetningu á brúðkaupsdeginum mínum,“ sagði Fanney og hló. Stelpurnar sumarlegar í vinkvennaferðinni. Hvað gerðist eiginlega? „Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að ég hefði verið dauðadrukkin en það var bara alls ekki þannig,“ sagði hún. „Svo var ég bara ógeðslega ánægð að skrifa niður brúðkaupsdaginn minn og skrifa niður 6. október.“ 06/10 bara? „Ef ég hefði bara gert það, ég skrifaði „október“,“ sagði Fanney. Húflúrið sé að sögn Fanneyjar því frekar stórt. „Mér til varnar þá á ég rosalega góða vinkonu sem var með mér úti sem á afmæli þennan dag,“ bætti Fanney við. „Hvað er eiginlega að þér?“ Stjórnendum Brennslunnar lék þó forvitni á að vita hvort Fanney hafi ekki sýnt vinkonum sínum væntanlegt húðflúrið áður en kom að sjálfri aðgerðinni. „Ég gerði það reyndar og þeim fannst þetta geggjað,“ sagði Fanney. Brúðkaupshjónin voru einkar glæsileg. Hvorki brúðurin né vinkonurnar föttuðu ruglinginn og því fór sem fór. Þrátt fyrir klúðrið naut Fanney ferðarinnar og ætlar sér ekki að breyta húðflúrinu, sagan sé einfaldlega of góð. Síðustu daga hafi fjöldi fólks í kringum hana beðið um að fá að sjá húðflúrið. Þú ert ennþá gift? „Honum fannst þetta ekkert rosalega fyndið til að byrja með, svo hringdi hann í mig aftur og sagði: Hvað er eiginlega að þér?,“ sagði Fanney og hló dátt. „Hann kannski fær að vera með mér næst þegar ég set svona á mig,“ sagði hún að lokum.
Húðflúr Grín og gaman Brúðkaup Tímamót Brennslan FM957 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira