Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2025 08:32 Lutz Pfannenstiel er mikil týpa og mikill ævintýramaður. Getty/Bill Barrett Lutz Pfannenstiel átti litríkan feril sem knattspyrnuleikmaður en nú er hann tekinn við starfi íþróttastjóra hjá Íslendingaliði í Skotlandi. Pfannenstiel er nýr íþróttastjóri Aberdeen en með liðinu spilar íslenski miðjumaðurinn Kjartan Már Kjartansson sem kom þangað frá Stjörnunni í sumar. Breska ríkisútvarpið segir frá ráðningu Pfannenstiel og rifjar upp skrautlegar sögur af honum. Player who ‘died’ and once was jailed in Singapore joins club as sporting director https://t.co/25gJ8ikWVl pic.twitter.com/t0r50EHh5u— The Independent (@Independent) October 27, 2025 Þessi 52 ára gamli Þjóðverji eyddi 101 degi í fangelsi í Singapúr, var sakaður um hagræðingu úrslita og vann sem fyrirsæta hjá Armani svo eitthvað sé nefnt. 25 félög í 13 löndum Pfannenstiel var þekktur sem „markvörður heimsins“ eftir að hafa spilað með 25 félögum í þrettán löndum. Hann varð fyrsti atvinnumaðurinn til að spila fyrir félög í öllum sex álfunum eftir að hafa hafnað samningi við Bayern München nítján ára gamall til að ferðast um heiminn. Nú fer hann í þetta stóra starf hjá Aberdeen á sama tíma og heitt er undir knattspyrnustjóranum Jimmy Thelin eftir aðeins þrjá sigra í fimmtán leikjum á þessu tímabili. Formaðurinn Dave Cormack vonast til að nýta sér „víðtæka þjálfunar-, njósnara-, þróunar- og leiðtogaþekkingu Pfannenstiels sem hann hefur aflað sér í mismunandi hlutverkum og menningu“. Sönn fótboltasál Pfannenstiel, sem mun bera ábyrgð á öllum sviðum fótboltans og frammistöðu, hlakkar til að ganga til liðs við félag með „ríka hefð, sögulega sögu og sanna fótboltasál“, frá og með 10. nóvember. „Eftir að hafa eytt tíma í að kynnast félaginu undanfarin tvö ár erfi ég mjög sterka innviði og starfsfólk,“ sagði hann. Pfannenstiel mun hafa lagt fram litríka ferilskrá fyrir skoska úrvalsdeildarfélagið. Meðal félaga sem hann spilaði með sem leikmaður voru Nottingham Forest, Wimbledon, Huddersfield Town og Vancouver Whitecaps. Skortur á sönnunargögnum Þegar hann spilaði fyrir Geyland United í Singapúr árið 2001 var hann fangelsaður eftir að hafa verið sakaður um að hagræða úrslitum leikja en var látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum. Hann var lánaður til Bradford Park Avenue og var þrisvar sinnum lýstur látinn á vellinum eftir að lungu hans féllu saman eftir árekstur í leik. Geymdi hana í baðkarinu Á meðan hann var á Nýja-Sjálandi rændi hann mörgæs og geymdi hana í baðkarinu sínu, en sendi hana svo til baka þegar forseti Otago United varaði hann við því að hann gæti átt yfir höfði sér brottvísun úr landi ef hann yrði gripinn. Já, Pfannenstiel hefur víðtæka reynslu af ótrúlegustu hlutum og nú er að sjá hvort hann geti hjálpað Aberdeen upp úr þessari lægð. We are delighted to announce Lutz Pfannenstiel as our new Sporting Director.Everyone at Aberdeen FC looks forward to welcoming Lutz to the North-east when he officially starts with the Dons next month. // https://t.co/JcMF86WSO0 pic.twitter.com/GP7tD2fiCD— Aberdeen FC (@AberdeenFC) October 27, 2025 Skoski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Sjá meira
Pfannenstiel er nýr íþróttastjóri Aberdeen en með liðinu spilar íslenski miðjumaðurinn Kjartan Már Kjartansson sem kom þangað frá Stjörnunni í sumar. Breska ríkisútvarpið segir frá ráðningu Pfannenstiel og rifjar upp skrautlegar sögur af honum. Player who ‘died’ and once was jailed in Singapore joins club as sporting director https://t.co/25gJ8ikWVl pic.twitter.com/t0r50EHh5u— The Independent (@Independent) October 27, 2025 Þessi 52 ára gamli Þjóðverji eyddi 101 degi í fangelsi í Singapúr, var sakaður um hagræðingu úrslita og vann sem fyrirsæta hjá Armani svo eitthvað sé nefnt. 25 félög í 13 löndum Pfannenstiel var þekktur sem „markvörður heimsins“ eftir að hafa spilað með 25 félögum í þrettán löndum. Hann varð fyrsti atvinnumaðurinn til að spila fyrir félög í öllum sex álfunum eftir að hafa hafnað samningi við Bayern München nítján ára gamall til að ferðast um heiminn. Nú fer hann í þetta stóra starf hjá Aberdeen á sama tíma og heitt er undir knattspyrnustjóranum Jimmy Thelin eftir aðeins þrjá sigra í fimmtán leikjum á þessu tímabili. Formaðurinn Dave Cormack vonast til að nýta sér „víðtæka þjálfunar-, njósnara-, þróunar- og leiðtogaþekkingu Pfannenstiels sem hann hefur aflað sér í mismunandi hlutverkum og menningu“. Sönn fótboltasál Pfannenstiel, sem mun bera ábyrgð á öllum sviðum fótboltans og frammistöðu, hlakkar til að ganga til liðs við félag með „ríka hefð, sögulega sögu og sanna fótboltasál“, frá og með 10. nóvember. „Eftir að hafa eytt tíma í að kynnast félaginu undanfarin tvö ár erfi ég mjög sterka innviði og starfsfólk,“ sagði hann. Pfannenstiel mun hafa lagt fram litríka ferilskrá fyrir skoska úrvalsdeildarfélagið. Meðal félaga sem hann spilaði með sem leikmaður voru Nottingham Forest, Wimbledon, Huddersfield Town og Vancouver Whitecaps. Skortur á sönnunargögnum Þegar hann spilaði fyrir Geyland United í Singapúr árið 2001 var hann fangelsaður eftir að hafa verið sakaður um að hagræða úrslitum leikja en var látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum. Hann var lánaður til Bradford Park Avenue og var þrisvar sinnum lýstur látinn á vellinum eftir að lungu hans féllu saman eftir árekstur í leik. Geymdi hana í baðkarinu Á meðan hann var á Nýja-Sjálandi rændi hann mörgæs og geymdi hana í baðkarinu sínu, en sendi hana svo til baka þegar forseti Otago United varaði hann við því að hann gæti átt yfir höfði sér brottvísun úr landi ef hann yrði gripinn. Já, Pfannenstiel hefur víðtæka reynslu af ótrúlegustu hlutum og nú er að sjá hvort hann geti hjálpað Aberdeen upp úr þessari lægð. We are delighted to announce Lutz Pfannenstiel as our new Sporting Director.Everyone at Aberdeen FC looks forward to welcoming Lutz to the North-east when he officially starts with the Dons next month. // https://t.co/JcMF86WSO0 pic.twitter.com/GP7tD2fiCD— Aberdeen FC (@AberdeenFC) October 27, 2025
Skoski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Sjá meira