Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Eiður Þór Árnason skrifar 23. október 2025 22:33 Arnar Hjálmsson er formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm Flugumferðarstjórar hafa aflýst fyrirhuguðum vinnustöðvunum á morgun og laugardag. Fundi þeirra með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins var slitið um klukkan 22:20 í kvöld og nýr boðaður í fyrramálið. Þetta staðfestir Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, í samtali við fréttastofu. Þetta er í þriðja skipti sem flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun í yfirstandandi kjaradeilu en hluti þeirra lagði niður störf síðasta sunnudag. Síðast í gær var tilkynnt að búið væri að aflýsa fyrirhugaðri vinnustöðvun í dag sem hefði að óbreyttu haft áhrif á tugi flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli. Engar frekari vinnustöðvanir hafa verið boðaðar eftir laugardag. Ekki enn náð lendingu Fulltrúar Félags íslenskra flugumferðarstjóra funduðu með Samtökum atvinnulífsins í húsakynnum Ríkissáttasemjara frá klukkan 10 í morgun og var fundi þeirra slitið rúmum 12 tímum síðar. Arnar segir enn mikið verk fyrir höndum og engin skýr lausn í sjónmáli. „Við erum búin að aflýsa þessum tveimur vinnustöðvunum sem áttu að vera um helgina til að reyna að halda áfram að setja einhverja slóð. Við erum ekki búin að finna hana enn þá. Við héldum að við værum komin eitthvað áleiðis í dag en það gekk ekki á endanum.“ Það hafi strandað seint í kvöld. Skoða enn tengingar við launaþróun „Við þurfum bara að setjast niður í fyrramálið og hugsa þetta aðeins upp á nýtt beggja megin borðsins og sjá hvert það leiðir okkur,“ bætir Arnar við. Áfram sé reynt að finna útfærslu á launaliðnum og tengingu við launaþróun. Til að mynda sé rætt hvort styðjast eigi við fastar hækkanir, einhvers konar tryggingu eða blöndu af hvoru tveggja. Arnar segir þau ekki enn hafa fundið leið sem báðir samningsaðilar geti sætt sig við. „En við höldum áfram,“ segir Arnar að lokum sem er orðinn þreyttur eftir maraþonfundi dagsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll flugumferðarstjóra Fréttir af flugi Stéttarfélög Tengdar fréttir Fresta fundi til tíu í fyrramálið Búið er að fresta fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara þar til klukkan tíu í fyrramálið. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir umræðum hafa verið frestað að frumkvæði sáttasemjara, viðræðum miði í rétta átt „í hænufetum“. 22. október 2025 18:03 Aflýsa verkfalli öðru sinni Flugumferðarstjórar hafa aflýst verkstöðvun sem átti að hefjast á morgun. Tugir flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli voru undir. 22. október 2025 14:56 Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með. 20. október 2025 18:34 Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Forstjóri Icelandair segir ótækt að svo fámennur hópur eins og flugumferðarstjórar eru geti lokað landinu. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en engin niðurstaða fékkst á síðasta fundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í gær. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður og er fyrsta vinnustöðvun boðuð á morgun. 18. október 2025 19:27 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta staðfestir Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, í samtali við fréttastofu. Þetta er í þriðja skipti sem flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun í yfirstandandi kjaradeilu en hluti þeirra lagði niður störf síðasta sunnudag. Síðast í gær var tilkynnt að búið væri að aflýsa fyrirhugaðri vinnustöðvun í dag sem hefði að óbreyttu haft áhrif á tugi flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli. Engar frekari vinnustöðvanir hafa verið boðaðar eftir laugardag. Ekki enn náð lendingu Fulltrúar Félags íslenskra flugumferðarstjóra funduðu með Samtökum atvinnulífsins í húsakynnum Ríkissáttasemjara frá klukkan 10 í morgun og var fundi þeirra slitið rúmum 12 tímum síðar. Arnar segir enn mikið verk fyrir höndum og engin skýr lausn í sjónmáli. „Við erum búin að aflýsa þessum tveimur vinnustöðvunum sem áttu að vera um helgina til að reyna að halda áfram að setja einhverja slóð. Við erum ekki búin að finna hana enn þá. Við héldum að við værum komin eitthvað áleiðis í dag en það gekk ekki á endanum.“ Það hafi strandað seint í kvöld. Skoða enn tengingar við launaþróun „Við þurfum bara að setjast niður í fyrramálið og hugsa þetta aðeins upp á nýtt beggja megin borðsins og sjá hvert það leiðir okkur,“ bætir Arnar við. Áfram sé reynt að finna útfærslu á launaliðnum og tengingu við launaþróun. Til að mynda sé rætt hvort styðjast eigi við fastar hækkanir, einhvers konar tryggingu eða blöndu af hvoru tveggja. Arnar segir þau ekki enn hafa fundið leið sem báðir samningsaðilar geti sætt sig við. „En við höldum áfram,“ segir Arnar að lokum sem er orðinn þreyttur eftir maraþonfundi dagsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll flugumferðarstjóra Fréttir af flugi Stéttarfélög Tengdar fréttir Fresta fundi til tíu í fyrramálið Búið er að fresta fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara þar til klukkan tíu í fyrramálið. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir umræðum hafa verið frestað að frumkvæði sáttasemjara, viðræðum miði í rétta átt „í hænufetum“. 22. október 2025 18:03 Aflýsa verkfalli öðru sinni Flugumferðarstjórar hafa aflýst verkstöðvun sem átti að hefjast á morgun. Tugir flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli voru undir. 22. október 2025 14:56 Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með. 20. október 2025 18:34 Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Forstjóri Icelandair segir ótækt að svo fámennur hópur eins og flugumferðarstjórar eru geti lokað landinu. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en engin niðurstaða fékkst á síðasta fundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í gær. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður og er fyrsta vinnustöðvun boðuð á morgun. 18. október 2025 19:27 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fresta fundi til tíu í fyrramálið Búið er að fresta fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara þar til klukkan tíu í fyrramálið. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir umræðum hafa verið frestað að frumkvæði sáttasemjara, viðræðum miði í rétta átt „í hænufetum“. 22. október 2025 18:03
Aflýsa verkfalli öðru sinni Flugumferðarstjórar hafa aflýst verkstöðvun sem átti að hefjast á morgun. Tugir flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli voru undir. 22. október 2025 14:56
Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með. 20. október 2025 18:34
Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Forstjóri Icelandair segir ótækt að svo fámennur hópur eins og flugumferðarstjórar eru geti lokað landinu. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en engin niðurstaða fékkst á síðasta fundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í gær. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður og er fyrsta vinnustöðvun boðuð á morgun. 18. október 2025 19:27