Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Eiður Þór Árnason skrifar 23. október 2025 22:33 Arnar Hjálmsson er formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm Flugumferðarstjórar hafa aflýst fyrirhuguðum vinnustöðvunum á morgun og laugardag. Fundi þeirra með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins var slitið um klukkan 22:20 í kvöld og nýr boðaður í fyrramálið. Þetta staðfestir Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, í samtali við fréttastofu. Þetta er í þriðja skipti sem flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun í yfirstandandi kjaradeilu en hluti þeirra lagði niður störf síðasta sunnudag. Síðast í gær var tilkynnt að búið væri að aflýsa fyrirhugaðri vinnustöðvun í dag sem hefði að óbreyttu haft áhrif á tugi flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli. Engar frekari vinnustöðvanir hafa verið boðaðar eftir laugardag. Ekki enn náð lendingu Fulltrúar Félags íslenskra flugumferðarstjóra funduðu með Samtökum atvinnulífsins í húsakynnum Ríkissáttasemjara frá klukkan 10 í morgun og var fundi þeirra slitið rúmum 12 tímum síðar. Arnar segir enn mikið verk fyrir höndum og engin skýr lausn í sjónmáli. „Við erum búin að aflýsa þessum tveimur vinnustöðvunum sem áttu að vera um helgina til að reyna að halda áfram að setja einhverja slóð. Við erum ekki búin að finna hana enn þá. Við héldum að við værum komin eitthvað áleiðis í dag en það gekk ekki á endanum.“ Það hafi strandað seint í kvöld. Skoða enn tengingar við launaþróun „Við þurfum bara að setjast niður í fyrramálið og hugsa þetta aðeins upp á nýtt beggja megin borðsins og sjá hvert það leiðir okkur,“ bætir Arnar við. Áfram sé reynt að finna útfærslu á launaliðnum og tengingu við launaþróun. Til að mynda sé rætt hvort styðjast eigi við fastar hækkanir, einhvers konar tryggingu eða blöndu af hvoru tveggja. Arnar segir þau ekki enn hafa fundið leið sem báðir samningsaðilar geti sætt sig við. „En við höldum áfram,“ segir Arnar að lokum sem er orðinn þreyttur eftir maraþonfundi dagsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll flugumferðarstjóra Fréttir af flugi Stéttarfélög Tengdar fréttir Fresta fundi til tíu í fyrramálið Búið er að fresta fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara þar til klukkan tíu í fyrramálið. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir umræðum hafa verið frestað að frumkvæði sáttasemjara, viðræðum miði í rétta átt „í hænufetum“. 22. október 2025 18:03 Aflýsa verkfalli öðru sinni Flugumferðarstjórar hafa aflýst verkstöðvun sem átti að hefjast á morgun. Tugir flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli voru undir. 22. október 2025 14:56 Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með. 20. október 2025 18:34 Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Forstjóri Icelandair segir ótækt að svo fámennur hópur eins og flugumferðarstjórar eru geti lokað landinu. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en engin niðurstaða fékkst á síðasta fundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í gær. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður og er fyrsta vinnustöðvun boðuð á morgun. 18. október 2025 19:27 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
Þetta staðfestir Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, í samtali við fréttastofu. Þetta er í þriðja skipti sem flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun í yfirstandandi kjaradeilu en hluti þeirra lagði niður störf síðasta sunnudag. Síðast í gær var tilkynnt að búið væri að aflýsa fyrirhugaðri vinnustöðvun í dag sem hefði að óbreyttu haft áhrif á tugi flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli. Engar frekari vinnustöðvanir hafa verið boðaðar eftir laugardag. Ekki enn náð lendingu Fulltrúar Félags íslenskra flugumferðarstjóra funduðu með Samtökum atvinnulífsins í húsakynnum Ríkissáttasemjara frá klukkan 10 í morgun og var fundi þeirra slitið rúmum 12 tímum síðar. Arnar segir enn mikið verk fyrir höndum og engin skýr lausn í sjónmáli. „Við erum búin að aflýsa þessum tveimur vinnustöðvunum sem áttu að vera um helgina til að reyna að halda áfram að setja einhverja slóð. Við erum ekki búin að finna hana enn þá. Við héldum að við værum komin eitthvað áleiðis í dag en það gekk ekki á endanum.“ Það hafi strandað seint í kvöld. Skoða enn tengingar við launaþróun „Við þurfum bara að setjast niður í fyrramálið og hugsa þetta aðeins upp á nýtt beggja megin borðsins og sjá hvert það leiðir okkur,“ bætir Arnar við. Áfram sé reynt að finna útfærslu á launaliðnum og tengingu við launaþróun. Til að mynda sé rætt hvort styðjast eigi við fastar hækkanir, einhvers konar tryggingu eða blöndu af hvoru tveggja. Arnar segir þau ekki enn hafa fundið leið sem báðir samningsaðilar geti sætt sig við. „En við höldum áfram,“ segir Arnar að lokum sem er orðinn þreyttur eftir maraþonfundi dagsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll flugumferðarstjóra Fréttir af flugi Stéttarfélög Tengdar fréttir Fresta fundi til tíu í fyrramálið Búið er að fresta fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara þar til klukkan tíu í fyrramálið. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir umræðum hafa verið frestað að frumkvæði sáttasemjara, viðræðum miði í rétta átt „í hænufetum“. 22. október 2025 18:03 Aflýsa verkfalli öðru sinni Flugumferðarstjórar hafa aflýst verkstöðvun sem átti að hefjast á morgun. Tugir flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli voru undir. 22. október 2025 14:56 Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með. 20. október 2025 18:34 Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Forstjóri Icelandair segir ótækt að svo fámennur hópur eins og flugumferðarstjórar eru geti lokað landinu. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en engin niðurstaða fékkst á síðasta fundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í gær. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður og er fyrsta vinnustöðvun boðuð á morgun. 18. október 2025 19:27 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
Fresta fundi til tíu í fyrramálið Búið er að fresta fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara þar til klukkan tíu í fyrramálið. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir umræðum hafa verið frestað að frumkvæði sáttasemjara, viðræðum miði í rétta átt „í hænufetum“. 22. október 2025 18:03
Aflýsa verkfalli öðru sinni Flugumferðarstjórar hafa aflýst verkstöðvun sem átti að hefjast á morgun. Tugir flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli voru undir. 22. október 2025 14:56
Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með. 20. október 2025 18:34
Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Forstjóri Icelandair segir ótækt að svo fámennur hópur eins og flugumferðarstjórar eru geti lokað landinu. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en engin niðurstaða fékkst á síðasta fundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í gær. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður og er fyrsta vinnustöðvun boðuð á morgun. 18. október 2025 19:27