Verkfall flugumferðarstjóra hafið Lovísa Arnardóttir skrifar 19. október 2025 22:03 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. Hann vonar að deilan leysist í vikunni. Vísir/Vilhelm Verkfall flugumferðarstjóra er nú hafið og stendur fyrsta lota þess til klukkan þrjú í nótt. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir miður að staðan sé þessi. Hann vonast til þess að hægt verði að semja í vikunni og á von á því að boðað verði til fundar á morgun eða hinn. Hann sé tilbúinn til að funda verði það gert. Hann segir engan hafa gengið út klukkan tíu þegar verkfallið hófst. Það sé lágmarksmönnun á þessum tíma dags og þeir sem eru á vaktinni verði áfram á henni til að sinna sjúkra- og neyðarflugi og flugi Landhelgisgæslunnar. „Því miður er þetta byrjað. Það er lágmarksmönnun og alltaf einhver á staðnum ef það kemur til neyðar- eða sjúkraflugs. Það gerist auðvitað alltaf með stuttum fyrirvara,“ segir hann. Næsta verkfall, verði ekki samið, er boðað aðfaranótt þriðjudags og fleiri í lok næstu viku, alls fimm verkföll. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í kvöldfréttum í kvöld það ekki koma til greina að flugumferðarstjórar fengju meiri launahækkun en aðrar stéttir. Um væri að ræða hálaunastétt. „Við erum að tala um allt aðrar útfærslur og allt aðrar leiðir. Við höfum verið að því. Til þess að reyna að tryggja að við drögumst ekki aftur úr öðrum hópum,“ segir hann um fullyrðingar Sigríðar Margrétar um að flugumferðarstjórar hafi krafist meiri launahækkana en aðrar stéttir. Hálaunastétt vegna mikilllar yfirvinnu Arnar gefur ekki mikið fyrir þessi orð. Hann segir byrjunarlaun flugumferðarstjóra undir meðallaunum í landinu, sem eru 758 þúsund, og að flugumferðarstjórar séu með há heildarlaun vegna þess að þeir vinna svo mikla yfirvinnu. „Okkar lægstu grunnlaun eru þannig að við tækjum krónutöluhækkanir ef við tækjum sömu hækkanir og allir aðrir á vinnumarkaði, ef við miðum við það. Krónutala er til að hífa upp lægstu hópana og grunnlaunin eru ekki meiri hátekjutala en það.“ Hann segir háu launin sem SA og aðrir vísi til sé yfirleitt tilvísun í heildarlaun. „Það er óheyrileg yfirvinna inn í þessum tölum. Sem er vegna manneklu. Það vantar sárlega í stéttina og það eru ekki við sem getum borið ábyrgð á því. Við erum ekki að manna vinnustaðinn. Það erum við sem látum þetta ganga sumar eftir sumar eftir sumar. Ásamt öðrum auðvitað. Ég ætla ekki að eigna okkur allar heiðurinn. En það vantar alveg inn í þetta tölur um yfirvinnu og fjölda skipta sem fyrirtækin hafa þurft að kaupa yfirvinnu. Það er átakanlega há tala.“ Kjaramál Fréttir af flugi Vinnumarkaður Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Allt stefnir í að verkfall flugumferðastjóra hefjist í kvöld og enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikilvægt að ekki verið gefið eftir og samið um launahækkanir umfram svigrúm útflutningsgreina. 19. október 2025 12:08 Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld. 19. október 2025 10:16 Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Forstjóri Icelandair segir ótækt að svo fámennur hópur eins og flugumferðarstjórar eru geti lokað landinu. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en engin niðurstaða fékkst á síðasta fundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í gær. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður og er fyrsta vinnustöðvun boðuð á morgun. 18. október 2025 19:27 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Hann segir engan hafa gengið út klukkan tíu þegar verkfallið hófst. Það sé lágmarksmönnun á þessum tíma dags og þeir sem eru á vaktinni verði áfram á henni til að sinna sjúkra- og neyðarflugi og flugi Landhelgisgæslunnar. „Því miður er þetta byrjað. Það er lágmarksmönnun og alltaf einhver á staðnum ef það kemur til neyðar- eða sjúkraflugs. Það gerist auðvitað alltaf með stuttum fyrirvara,“ segir hann. Næsta verkfall, verði ekki samið, er boðað aðfaranótt þriðjudags og fleiri í lok næstu viku, alls fimm verkföll. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í kvöldfréttum í kvöld það ekki koma til greina að flugumferðarstjórar fengju meiri launahækkun en aðrar stéttir. Um væri að ræða hálaunastétt. „Við erum að tala um allt aðrar útfærslur og allt aðrar leiðir. Við höfum verið að því. Til þess að reyna að tryggja að við drögumst ekki aftur úr öðrum hópum,“ segir hann um fullyrðingar Sigríðar Margrétar um að flugumferðarstjórar hafi krafist meiri launahækkana en aðrar stéttir. Hálaunastétt vegna mikilllar yfirvinnu Arnar gefur ekki mikið fyrir þessi orð. Hann segir byrjunarlaun flugumferðarstjóra undir meðallaunum í landinu, sem eru 758 þúsund, og að flugumferðarstjórar séu með há heildarlaun vegna þess að þeir vinna svo mikla yfirvinnu. „Okkar lægstu grunnlaun eru þannig að við tækjum krónutöluhækkanir ef við tækjum sömu hækkanir og allir aðrir á vinnumarkaði, ef við miðum við það. Krónutala er til að hífa upp lægstu hópana og grunnlaunin eru ekki meiri hátekjutala en það.“ Hann segir háu launin sem SA og aðrir vísi til sé yfirleitt tilvísun í heildarlaun. „Það er óheyrileg yfirvinna inn í þessum tölum. Sem er vegna manneklu. Það vantar sárlega í stéttina og það eru ekki við sem getum borið ábyrgð á því. Við erum ekki að manna vinnustaðinn. Það erum við sem látum þetta ganga sumar eftir sumar eftir sumar. Ásamt öðrum auðvitað. Ég ætla ekki að eigna okkur allar heiðurinn. En það vantar alveg inn í þetta tölur um yfirvinnu og fjölda skipta sem fyrirtækin hafa þurft að kaupa yfirvinnu. Það er átakanlega há tala.“
Kjaramál Fréttir af flugi Vinnumarkaður Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Allt stefnir í að verkfall flugumferðastjóra hefjist í kvöld og enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikilvægt að ekki verið gefið eftir og samið um launahækkanir umfram svigrúm útflutningsgreina. 19. október 2025 12:08 Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld. 19. október 2025 10:16 Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Forstjóri Icelandair segir ótækt að svo fámennur hópur eins og flugumferðarstjórar eru geti lokað landinu. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en engin niðurstaða fékkst á síðasta fundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í gær. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður og er fyrsta vinnustöðvun boðuð á morgun. 18. október 2025 19:27 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Allt stefnir í að verkfall flugumferðastjóra hefjist í kvöld og enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikilvægt að ekki verið gefið eftir og samið um launahækkanir umfram svigrúm útflutningsgreina. 19. október 2025 12:08
Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld. 19. október 2025 10:16
Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Forstjóri Icelandair segir ótækt að svo fámennur hópur eins og flugumferðarstjórar eru geti lokað landinu. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en engin niðurstaða fékkst á síðasta fundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í gær. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður og er fyrsta vinnustöðvun boðuð á morgun. 18. október 2025 19:27