„Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 17. október 2025 13:04 Alma Ýr formaður ÖBÍ segir allt of marga falla í fátæktargildruna hér á landi. Vísir/Anton Brink Fátæktargildra, sem Öryrkjabandalagið kom upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun, var fjarlægð af lögreglu um einni og hálfri klukkustund síðar. Formaður bandalagsins segir samfélagið þurfa að taka afstöðu til þess hvort það samþykki að hluti þess búi við fátækt. Gildran, sem er stór viðarkassi, var sett upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun til að vekja athygli á því að þriðjungur örorkulífeyrisþega búi við fátækt. „Við erum með táknrænan gjörning, birtingarmynd þess að í þessu samfélagi er fátækt eins og í öðrum samfélögum. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn fátækt og þetta er fátæktargildra sem allt of margir í íslensku samfélagi falla í,“ sagði Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, þegar verið var að fjarlægja gildruna á Austurvelli í morgun. Starfsmaður borgarinnar hérna áðan var ekkert sérlega sáttur við þetta uppátæki? „Nei, nei. Ég skil það svo sem alveg og maður ber virðingu fyrir því. Við erum bara mjög ánægð að hafa fengið samt sem áður að ná því sem við náðum,“ segir Alma. „Hún fékk samt sinn tíma sem var mjög gott og við erum mjög ánægð og þakklát fyrir það. Það eru mjög margir búnir að labba fram hjá og sjá en hún verður svo í Smáralindinni núna um helgina þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér betur af hverju við erum að benda á þetta. Í dag má segja að níu prósent allra íslenskra þegna búi við fátækt. Þar af er einn af hverjum þremur örorkulífeyrisþegi eða fatlað fólk.“ Alma bendir á að samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ, búi 33 prósent örorkulífeyristaka við fátækt. Tæp 40 prósent þeirra hafi neyðst til að sleppa afmælis- eða jólagjöfum og tæp 70 prósent ráði ekki við óvænt 80 þúsund króna útgjöld nema með skuldsetningu. „Við erum ekki bara að ná til stjórnvalda heldur erum við líka að ná til samfélagsins alls því ef við sem samfélag samþykkjum það að búa í samfélagi sem upprætir ekki fátækt þá erum við ekki á góðri leið.“ Málefni fatlaðs fólks Kjaramál Alþingi Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Gildran, sem er stór viðarkassi, var sett upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun til að vekja athygli á því að þriðjungur örorkulífeyrisþega búi við fátækt. „Við erum með táknrænan gjörning, birtingarmynd þess að í þessu samfélagi er fátækt eins og í öðrum samfélögum. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn fátækt og þetta er fátæktargildra sem allt of margir í íslensku samfélagi falla í,“ sagði Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, þegar verið var að fjarlægja gildruna á Austurvelli í morgun. Starfsmaður borgarinnar hérna áðan var ekkert sérlega sáttur við þetta uppátæki? „Nei, nei. Ég skil það svo sem alveg og maður ber virðingu fyrir því. Við erum bara mjög ánægð að hafa fengið samt sem áður að ná því sem við náðum,“ segir Alma. „Hún fékk samt sinn tíma sem var mjög gott og við erum mjög ánægð og þakklát fyrir það. Það eru mjög margir búnir að labba fram hjá og sjá en hún verður svo í Smáralindinni núna um helgina þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér betur af hverju við erum að benda á þetta. Í dag má segja að níu prósent allra íslenskra þegna búi við fátækt. Þar af er einn af hverjum þremur örorkulífeyrisþegi eða fatlað fólk.“ Alma bendir á að samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ, búi 33 prósent örorkulífeyristaka við fátækt. Tæp 40 prósent þeirra hafi neyðst til að sleppa afmælis- eða jólagjöfum og tæp 70 prósent ráði ekki við óvænt 80 þúsund króna útgjöld nema með skuldsetningu. „Við erum ekki bara að ná til stjórnvalda heldur erum við líka að ná til samfélagsins alls því ef við sem samfélag samþykkjum það að búa í samfélagi sem upprætir ekki fátækt þá erum við ekki á góðri leið.“
Málefni fatlaðs fólks Kjaramál Alþingi Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira