Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2025 09:02 Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, vill halda þjóðfund um menntamál. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambandsins kallar eftir heildstæðri umræðu um framtíð menntamála á Íslandi og telur tilefni til að halda þjóðfund um málið. Framtíð landsins sé þegar í mótun innan menntakerfisins og því sé ærið tilefni til að þjóðin eigi samtal um hvernig móta megi framtíðina í sameiningu, einkum í ljósi þeirra áskorana sem blasi við í menntakerfinu. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, skrifar grein um framtíð menntamála á Vísi í morgun auk þess sem hann var til viðtals um málið í Bítið á Bylgjunni í morgun. Framtíð landsins þegar í mótun innan menntakerfisins „Það hefur verið mikil umræða um menntamál bara síðustu tvö árin til dæmis,“ segir Magnús Þór. Bæði fjölmiðlar og kennarar hafi verið duglegir við að halda umræðu um menntamál á lofti. Umræðan snúist hins vegar oft um einstaka uppákomur eða atriði sem betur megi fara, en nú vilji sambandið hefja stærra samtal um heildarsamhengið í menntamálum. „Okkur langar núna, hjá Kennarasambandinu og erum í dag kannski að ýta formlega úr vör og kalla eftir umræðu sem við köllum að móta framtíðina saman,“ segir Magnús Þór. „Framtíðin eftir tuttugu ár, við erum byrjuð að leggja grunn að henni inni í leik-, grunn-, framhalds-, og tónlistarskólunum og við höfum kallað eftir heildstæðri umræðu.“ Kennarasambandið sé ekki að ráðast í undirbúning á sérstökum þjóðfundi sem slíkum á þessu stigi, heldur kalla eftir allsherjar samtali um menntamál, við stjórnvöld og við þjóðina, um framtíðina og þann veruleika sem blasi við í menntamálum í dag og hvernig skuli bregðast við. „Þar auðvitað þekkjum við þetta þjóðfundarform. Það var hér þjóðfundur fljótlega upp úr hruninu sem að mér finnst við geta byggt töluvert mikið á. Menntamálafundurinn var bara mjög vel heppnaður og má alveg segja að hann hafi lagt grunn að ákveðnum þáttum sem við erum jafnvel enn að byggja á. Þannig einhvers konar þjóðfundur, hvernig sem það form væri, er eitthvað sem við erum að horfa til,“ segir Magnús Þór. Fjárfesting frekar en útgjöld Í grein sinni á Vísi bendir Magnús jafnframt á að ekki eigi líta á menntun sem útgjöld að hans mati, heldur sem fjárfestingu. „Í kjölfar langrar baráttu fyrir jöfnuði, virðingu og bættum kjörum hefur íslensk kennarastétt sýnt að samstaðan er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum, skilað árangri og skapað nýja framtíðarsýn,“ skrifar Magnús meðal annars. „Við leggjum mikla áherslu á að samfélagið í heild sé hluti af þeirri samstöðu. Að samfélagið haldi áfram að standa með kennurum, styðji við menntun og minni okkur á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið.“ Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Kjaramál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, skrifar grein um framtíð menntamála á Vísi í morgun auk þess sem hann var til viðtals um málið í Bítið á Bylgjunni í morgun. Framtíð landsins þegar í mótun innan menntakerfisins „Það hefur verið mikil umræða um menntamál bara síðustu tvö árin til dæmis,“ segir Magnús Þór. Bæði fjölmiðlar og kennarar hafi verið duglegir við að halda umræðu um menntamál á lofti. Umræðan snúist hins vegar oft um einstaka uppákomur eða atriði sem betur megi fara, en nú vilji sambandið hefja stærra samtal um heildarsamhengið í menntamálum. „Okkur langar núna, hjá Kennarasambandinu og erum í dag kannski að ýta formlega úr vör og kalla eftir umræðu sem við köllum að móta framtíðina saman,“ segir Magnús Þór. „Framtíðin eftir tuttugu ár, við erum byrjuð að leggja grunn að henni inni í leik-, grunn-, framhalds-, og tónlistarskólunum og við höfum kallað eftir heildstæðri umræðu.“ Kennarasambandið sé ekki að ráðast í undirbúning á sérstökum þjóðfundi sem slíkum á þessu stigi, heldur kalla eftir allsherjar samtali um menntamál, við stjórnvöld og við þjóðina, um framtíðina og þann veruleika sem blasi við í menntamálum í dag og hvernig skuli bregðast við. „Þar auðvitað þekkjum við þetta þjóðfundarform. Það var hér þjóðfundur fljótlega upp úr hruninu sem að mér finnst við geta byggt töluvert mikið á. Menntamálafundurinn var bara mjög vel heppnaður og má alveg segja að hann hafi lagt grunn að ákveðnum þáttum sem við erum jafnvel enn að byggja á. Þannig einhvers konar þjóðfundur, hvernig sem það form væri, er eitthvað sem við erum að horfa til,“ segir Magnús Þór. Fjárfesting frekar en útgjöld Í grein sinni á Vísi bendir Magnús jafnframt á að ekki eigi líta á menntun sem útgjöld að hans mati, heldur sem fjárfestingu. „Í kjölfar langrar baráttu fyrir jöfnuði, virðingu og bættum kjörum hefur íslensk kennarastétt sýnt að samstaðan er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum, skilað árangri og skapað nýja framtíðarsýn,“ skrifar Magnús meðal annars. „Við leggjum mikla áherslu á að samfélagið í heild sé hluti af þeirri samstöðu. Að samfélagið haldi áfram að standa með kennurum, styðji við menntun og minni okkur á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið.“
Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Kjaramál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira