Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. október 2025 20:53 Vladimir Kara-Murza er þekktur fyrir baráttu sína fyrir lýðræði. Vísir Einn þekktasti rússneski stjórnarandstæðingur Rússlands telur að enginn friður verði í Evrópu fyrr en Vladimír Pútín hafi verið bolað frá og lýðræði innleitt í Rússland. Nauðsynlegt sé að undirbúa slíka byltingu.Hann hvetur almenning til að skrifa pólitískum föngum í landinu bréf, það hafi bjargað lífi hans. Rússinn Vladimir Kara-Murza er þekktur fyrir baráttu sína fyrir lýðræði og mannréttindum í Rússlandi en hefur sætt ofsóknum og fangelsun þess vegna. Hann ávarpaði friðarráðstefnu Höfða friðarseturs í síðustu viku og óttast að stríðinu í Úkraínu sé langt í frá lokið. Enginn friður nema að Pútín verði stöðvaður „Svo lengi sem Vladimir Pútín er við völd mun stríðið í Úkraínu halda áfram. Þessi maður hefur verið við völd í 25 ár og allan þann tíma hefur hann haldið áfram að drepa. Þá fólk innan eigin lands, pólitíska andstæðinga sína eins og Boris Nemtsov og Alexei Navalníj og fólk utan landamæra Rússlands. Hann mun ekki hætta fyrr en hann verður stöðvaður,“ segir Kara-Murza. Hann telur enn fremur að Rússland muni ekki hætta að vera ógn fyrir Evrópu fyrr en raunverulegt lýðræði komist á í landinu. „Það er aðeins með breytingum í Rússlandi sem breytingar geta orðið í alþjóðlega umhverfinu. Þegar þessi einræðisstjórn hverfur frá völdum og landið verður lýðræðisríki mun landið hætta að ógna nágrannalöndum sínum og heiminum í heild. Eina tryggingin fyrir öryggi í Evrópu er að lýðræði verði tekið upp í Rússlandi, “ segir hann. Undirbúa breytingar í Rússlandi Kara-Murza segir gríðarlega mikilvægt að vera vel undirbúinn fyrir næstu skref. „Ég er ekki bara stjórnmálamaður, ég er líka sagnfræðingur. Eitt sem saga Rússlands hefur kennt okkur er að stjórnmálabreytingar og byltingar hafa gerst mjög hratt í landinu. Þessar breytingar gætu verið eftir fjóra mánuði eða fimm ár og það er mikilvægt að vera undirbúinn þegar þær verða,“ segir hann. Hann er ásamt félögum sínum í rússnesku mannréttindasamtökunum Memorial. Hann segir að þar sé byrjað að undirbúa áætlunina, Hundrað dagar eftir Pútín. „Titill áætlunarinnar 100 dagar eftir Pútín“ á að minna okkur á hversu lítið svigrúmið verður til breytinga. Við munum ekki hafa mörg ár. Við þurfum að vera fljót að bregðast við á öllum sviðum þjóðlífsins svo hægt verði að koma lýðræði á í Rússlandi eftir brottför Pútíns,“ segir hann. Ísland gegni mikilvægu hlutverki Kara Murza segir Ísland gegna miklu hlutverki í baráttunni fyrir friði. „Ísland er lítið land en hefur haft óvenju mikil áhrif. Við munum öll Reagan–Gorbatsjov fundinn í Reykjavík. Við munum að Ísland var fyrst í heiminum til að viðurkenna sjálfstæði Litháen. Það var hugrekki. Við munum líka að Ísland var fyrsta og enn eina NATO-ríkið sem lokaði sendiráði sínu í Moskvu árið 2023 í mótmælaskyni við innrás Pútíns í Úkraínu. Rödd Íslands vegur líka þungt í Evrópuráðinu og ÖSE. Þið verðið að halda áfram að tala fyrir lýðræði þar, það hefur áhrif,“ segir hann. Bréfin skiptu sköpum Kara-Murza var fangelsaður fyrir þremur árum fyrir að fordæma innrás Rússlands í Úkraínu og dæmdur í 25 ára fangelsi í lokuðum réttarhöldum. Hann var leystur úr haldi í umfangsmiklum fangaskiptum vesturlanda og Rússa á síðasta ári. Hann segir 1.700 manns nú sæta fangelsi í Rússlandi vegna skoðana sinna og hvetur fólk til að skrifa þeim. „Þegar ég sat í einangrun í síberísku fangelsi, þá björguðu bréf lífi mínu. Alls eru yfir 1.700 þekktir pólitískir fangar í Rússlandi. Það eru fleiri en í öllum Sovétríkjunum samanlagt á miðjum 9. áratugnum. Margir sitja inni í einangrun þar sem eini tilgangurinn er að brjóta niður von þeirra og vit. Kanadíski mannréttindafrömuðurinn Erwin Kotler skrifaði: „Versti draumur pólitísks fanga er að vera gleymdur.“ Ég veit það af eigin raun. Bréf eru líflína. Þess vegna bið ég Íslendinga: Skrifið þeim bréf. Það getur bjargað manneskju og er ómetanlegt,“ segir hann að lokum. Rússland Úkraína Vladimír Pútín Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Rússinn Vladimir Kara-Murza er þekktur fyrir baráttu sína fyrir lýðræði og mannréttindum í Rússlandi en hefur sætt ofsóknum og fangelsun þess vegna. Hann ávarpaði friðarráðstefnu Höfða friðarseturs í síðustu viku og óttast að stríðinu í Úkraínu sé langt í frá lokið. Enginn friður nema að Pútín verði stöðvaður „Svo lengi sem Vladimir Pútín er við völd mun stríðið í Úkraínu halda áfram. Þessi maður hefur verið við völd í 25 ár og allan þann tíma hefur hann haldið áfram að drepa. Þá fólk innan eigin lands, pólitíska andstæðinga sína eins og Boris Nemtsov og Alexei Navalníj og fólk utan landamæra Rússlands. Hann mun ekki hætta fyrr en hann verður stöðvaður,“ segir Kara-Murza. Hann telur enn fremur að Rússland muni ekki hætta að vera ógn fyrir Evrópu fyrr en raunverulegt lýðræði komist á í landinu. „Það er aðeins með breytingum í Rússlandi sem breytingar geta orðið í alþjóðlega umhverfinu. Þegar þessi einræðisstjórn hverfur frá völdum og landið verður lýðræðisríki mun landið hætta að ógna nágrannalöndum sínum og heiminum í heild. Eina tryggingin fyrir öryggi í Evrópu er að lýðræði verði tekið upp í Rússlandi, “ segir hann. Undirbúa breytingar í Rússlandi Kara-Murza segir gríðarlega mikilvægt að vera vel undirbúinn fyrir næstu skref. „Ég er ekki bara stjórnmálamaður, ég er líka sagnfræðingur. Eitt sem saga Rússlands hefur kennt okkur er að stjórnmálabreytingar og byltingar hafa gerst mjög hratt í landinu. Þessar breytingar gætu verið eftir fjóra mánuði eða fimm ár og það er mikilvægt að vera undirbúinn þegar þær verða,“ segir hann. Hann er ásamt félögum sínum í rússnesku mannréttindasamtökunum Memorial. Hann segir að þar sé byrjað að undirbúa áætlunina, Hundrað dagar eftir Pútín. „Titill áætlunarinnar 100 dagar eftir Pútín“ á að minna okkur á hversu lítið svigrúmið verður til breytinga. Við munum ekki hafa mörg ár. Við þurfum að vera fljót að bregðast við á öllum sviðum þjóðlífsins svo hægt verði að koma lýðræði á í Rússlandi eftir brottför Pútíns,“ segir hann. Ísland gegni mikilvægu hlutverki Kara Murza segir Ísland gegna miklu hlutverki í baráttunni fyrir friði. „Ísland er lítið land en hefur haft óvenju mikil áhrif. Við munum öll Reagan–Gorbatsjov fundinn í Reykjavík. Við munum að Ísland var fyrst í heiminum til að viðurkenna sjálfstæði Litháen. Það var hugrekki. Við munum líka að Ísland var fyrsta og enn eina NATO-ríkið sem lokaði sendiráði sínu í Moskvu árið 2023 í mótmælaskyni við innrás Pútíns í Úkraínu. Rödd Íslands vegur líka þungt í Evrópuráðinu og ÖSE. Þið verðið að halda áfram að tala fyrir lýðræði þar, það hefur áhrif,“ segir hann. Bréfin skiptu sköpum Kara-Murza var fangelsaður fyrir þremur árum fyrir að fordæma innrás Rússlands í Úkraínu og dæmdur í 25 ára fangelsi í lokuðum réttarhöldum. Hann var leystur úr haldi í umfangsmiklum fangaskiptum vesturlanda og Rússa á síðasta ári. Hann segir 1.700 manns nú sæta fangelsi í Rússlandi vegna skoðana sinna og hvetur fólk til að skrifa þeim. „Þegar ég sat í einangrun í síberísku fangelsi, þá björguðu bréf lífi mínu. Alls eru yfir 1.700 þekktir pólitískir fangar í Rússlandi. Það eru fleiri en í öllum Sovétríkjunum samanlagt á miðjum 9. áratugnum. Margir sitja inni í einangrun þar sem eini tilgangurinn er að brjóta niður von þeirra og vit. Kanadíski mannréttindafrömuðurinn Erwin Kotler skrifaði: „Versti draumur pólitísks fanga er að vera gleymdur.“ Ég veit það af eigin raun. Bréf eru líflína. Þess vegna bið ég Íslendinga: Skrifið þeim bréf. Það getur bjargað manneskju og er ómetanlegt,“ segir hann að lokum.
Rússland Úkraína Vladimír Pútín Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira