„Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. október 2025 12:10 Jenný Kristín Valberg er teymisstýra hjá Bjarkarhlíð. Vísir/Egill/Ívar Fannar Teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir nauðsynlegt að fæling felist í þeim verknaði að kaupa vændi og segir það ranga leið að eltast við þolendur. Tvær konur voru ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi en engin afskipti voru höfð af kaupendum. Konurnar tvær voru nýlega ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi á netinu. Í frétt Vísis frá því í morgun kemur fram að rökstuddur grunur sé um kaup á vændi í kjölfar auglýsingar en enginn kaupandi var ákærður. Samkvæmt íslenskum lögum er löglegt að selja vændi en bæði ólöglegt að auglýsa það og kaupa. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, telur að lögin hafi upphaflega verið sett til að vernda þolendur í viðkvæmri stöðu. „Það er ekki ólöglegt að selja [vændi] en það er svo sannarlega ólöglegt að kaupa það. Þannig að mér finnst við vera svolítið á rangri braut með því að eltast við þolendur í staðinn fyrir að reyna að hafa uppi á gerendum og reyna að fá þá til að breyta að breyta sinni hegðun með einhverjum hætti eða með refsingu fyrir þá.“ Myndi hafa fælingarmátt að nafngreina kaupendur Hún segir aldrei hægt að vita hver raunverulega setur inn auglýsingar um vændi en segir að þau sem starfi með þolendum viti að oft séu það ekki sjálfir seljendurnir. Nauðsynlegt sé að einhver fæling felist í þeim verknaði að kaupa vændi. „Við höfum séð það í gegnum tíðina að þegar er ótti við álitshnekki, eins og til dæmis að vera nafngreindur sem gerandi eða kaupandi vændis, og jafnvel að stuðla að vændismansali, þá hlýtur það að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju.“ Jenný segir oft um að ræða einstaklinga í afar viðkvæmri stöðu. Þeir hafi jafnvel komist í kast við lögreglu á barn- eða unglingsaldri og neyddir til að fremja refsiverð athæfi. „Mín reynsla er sú að þeir sem eru seldir vændismansali það tekur óratíma að byggja upp traust ef það kemur nokkurn tíma til að þeir þori að greina frá því sem er í gangi og hverjir hafa verið þeirra gerendur,“ sagði Jenný að lokum. Vændi Lögreglumál Akureyri Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Konurnar tvær voru nýlega ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi á netinu. Í frétt Vísis frá því í morgun kemur fram að rökstuddur grunur sé um kaup á vændi í kjölfar auglýsingar en enginn kaupandi var ákærður. Samkvæmt íslenskum lögum er löglegt að selja vændi en bæði ólöglegt að auglýsa það og kaupa. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, telur að lögin hafi upphaflega verið sett til að vernda þolendur í viðkvæmri stöðu. „Það er ekki ólöglegt að selja [vændi] en það er svo sannarlega ólöglegt að kaupa það. Þannig að mér finnst við vera svolítið á rangri braut með því að eltast við þolendur í staðinn fyrir að reyna að hafa uppi á gerendum og reyna að fá þá til að breyta að breyta sinni hegðun með einhverjum hætti eða með refsingu fyrir þá.“ Myndi hafa fælingarmátt að nafngreina kaupendur Hún segir aldrei hægt að vita hver raunverulega setur inn auglýsingar um vændi en segir að þau sem starfi með þolendum viti að oft séu það ekki sjálfir seljendurnir. Nauðsynlegt sé að einhver fæling felist í þeim verknaði að kaupa vændi. „Við höfum séð það í gegnum tíðina að þegar er ótti við álitshnekki, eins og til dæmis að vera nafngreindur sem gerandi eða kaupandi vændis, og jafnvel að stuðla að vændismansali, þá hlýtur það að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju.“ Jenný segir oft um að ræða einstaklinga í afar viðkvæmri stöðu. Þeir hafi jafnvel komist í kast við lögreglu á barn- eða unglingsaldri og neyddir til að fremja refsiverð athæfi. „Mín reynsla er sú að þeir sem eru seldir vændismansali það tekur óratíma að byggja upp traust ef það kemur nokkurn tíma til að þeir þori að greina frá því sem er í gangi og hverjir hafa verið þeirra gerendur,“ sagði Jenný að lokum.
Vændi Lögreglumál Akureyri Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira