POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. október 2025 12:17 Hanna Birna Valdimarsdóttir, formaður Samtaka um POTS á Íslandi. vísir/Bjarni Þó nokkrir eru nú þegar rúmliggjandi að sögn Formanns samtaka um POTS-heilkennið eftir að Sjúkratryggingar Íslands hættu að greiða niður órannsakað meðferðarúrræði við heilkenninu gær. Mörg hundruð manns hafi nýtt sér úrræðið og eru samtökin komin með lögfræðing í málið. Sjúkratryggingar Íslands stöðvuðu niðurgreiðslu á vökvagjöf í æð fyrir fólk með POTS-heilkennið í gær. Það hefur staðið til í um tvo mánuði en heilbrigðisráðherra sagði um miðjan ágúst að engar forsendur væru fyrir að efast um ákvörðun SÍ sem var tekin á þeim grundvelli að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og almennt engin réttlæting til staðar fyrir meðferðinni. Talið er að 700 til 800 manns á Íslandi glími við stöðubundið hraðtaktsheilkenni sem er að jafnaði kallað POTS. Heilkennið er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og veldur truflun á sjálfvirka taugakerfinu með þeim afleiðingum að hjartsláttartíðni eykst við það að setjast eða standa upp. Algeng einkenni eru svimi, þreyta og orkuleysi, heilaþoka og ógleði eða meltingaróþægindi. Sjá einnig hér: Þjónusturof hefst í dag Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum hefur margfaldast á aðeins örfáum árum. Hanna Birna Valdimarsdóttir, formaður Samtaka um POTS á Íslandi, segir áhrifa stöðvunarinnar strax gæta víða. „Þetta er mjög slæmt í rauninni að það sé verið að skera niður þessa meðferð fyrir okkur. Við höfum treyst mikið á vökvagjafir til að auka lífsgæði og koma okkur frekar á fætur því annars er fólk mikið til rúmliggjandi með POTS.“ Að hennar sögn hafi ýmsar stofnanir hætt að bjóða upp á þjónustuna fljótlega eftir að það lá fyrir að niðurgreiðslan yrði stöðvuð. „Sem varð til þess að fólk sat eftir og vissi ekki hvað það átti að gera og margir eru rúmliggjandi í dag.“ Hún sjái fram á það að meirihluti þeirra sem hafa nýtt vökvagjöf sitji uppi með skert lífsgæði. Stöðvunin hafi áhrif á mörg hundruð fjölskyldur. „Það er lítið í stöðunni. Það eru fá úrræði í boði fyrir okkur og það er mælt með því að við notum þrýstifatnað. En það hefur nú ekki fylgt sögunni að Sjúkratryggingar Íslands er hætt að greiða niður þrýstifatnað fyrir okkur.“ Samtökin hafa fengið lögfræðing frá lögfræðistofunni MAGNA með sér í lið og skora á Sjúkratryggingar, Embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið að draga til baka stöðvunina. Í bréfi frá samtökunum kemur fram að ákvörðunin brjóti í bága við lög og mannréttindarsjónarmið að þeirra mati. „Við erum á fullu í þessari baráttu. Við höfum fengið frábæran stuðningsstyrk frá Öryrkjabandalagi Íslands fyrir lögfræðingi.“ Heilbrigðismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands stöðvuðu niðurgreiðslu á vökvagjöf í æð fyrir fólk með POTS-heilkennið í gær. Það hefur staðið til í um tvo mánuði en heilbrigðisráðherra sagði um miðjan ágúst að engar forsendur væru fyrir að efast um ákvörðun SÍ sem var tekin á þeim grundvelli að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og almennt engin réttlæting til staðar fyrir meðferðinni. Talið er að 700 til 800 manns á Íslandi glími við stöðubundið hraðtaktsheilkenni sem er að jafnaði kallað POTS. Heilkennið er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og veldur truflun á sjálfvirka taugakerfinu með þeim afleiðingum að hjartsláttartíðni eykst við það að setjast eða standa upp. Algeng einkenni eru svimi, þreyta og orkuleysi, heilaþoka og ógleði eða meltingaróþægindi. Sjá einnig hér: Þjónusturof hefst í dag Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum hefur margfaldast á aðeins örfáum árum. Hanna Birna Valdimarsdóttir, formaður Samtaka um POTS á Íslandi, segir áhrifa stöðvunarinnar strax gæta víða. „Þetta er mjög slæmt í rauninni að það sé verið að skera niður þessa meðferð fyrir okkur. Við höfum treyst mikið á vökvagjafir til að auka lífsgæði og koma okkur frekar á fætur því annars er fólk mikið til rúmliggjandi með POTS.“ Að hennar sögn hafi ýmsar stofnanir hætt að bjóða upp á þjónustuna fljótlega eftir að það lá fyrir að niðurgreiðslan yrði stöðvuð. „Sem varð til þess að fólk sat eftir og vissi ekki hvað það átti að gera og margir eru rúmliggjandi í dag.“ Hún sjái fram á það að meirihluti þeirra sem hafa nýtt vökvagjöf sitji uppi með skert lífsgæði. Stöðvunin hafi áhrif á mörg hundruð fjölskyldur. „Það er lítið í stöðunni. Það eru fá úrræði í boði fyrir okkur og það er mælt með því að við notum þrýstifatnað. En það hefur nú ekki fylgt sögunni að Sjúkratryggingar Íslands er hætt að greiða niður þrýstifatnað fyrir okkur.“ Samtökin hafa fengið lögfræðing frá lögfræðistofunni MAGNA með sér í lið og skora á Sjúkratryggingar, Embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið að draga til baka stöðvunina. Í bréfi frá samtökunum kemur fram að ákvörðunin brjóti í bága við lög og mannréttindarsjónarmið að þeirra mati. „Við erum á fullu í þessari baráttu. Við höfum fengið frábæran stuðningsstyrk frá Öryrkjabandalagi Íslands fyrir lögfræðingi.“
Heilbrigðismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent