Innlent

Raf­magns­laust á Dal­vík, Hrís­ey og ná­grenni

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.

Rafmagnslaust var á Dalvík vegna bilunar í aðalveitustöð Rarik.

Starfsmenn Rarik urðu varir við bilunina rétt fyrir klukkan tólf á hádegi og var unnið að viðgerð.

Fyrst um sinn náði rafmagnsleysið einnig til Hríseyar og nágrenni Dalvíkur og var síðan einangrað við Dalvík. Samkvæmt vefsíðu Rarik er áætlað að rafmagnið verði komið aftur á alls staðar klukkan eitt.

„Grafið var í háspennustreng, unnið að því að einangra bilun til að koma rafmagni á viðskiptavini,“ segir á vefsíðunni.

Fréttin var uppfærð eftir að rafmagnið kom aftur á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×