Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Lovísa Arnardóttir skrifar 26. september 2025 11:37 Tónleikarnir fóru fram á sunnudegi í stað laugardags í ár. Íbúar virðast sáttir við þá breytingu. Mosfellsbær Meirihluta þeirra sem tóku þátt í könnun um bæjarhátíðina Í túninu heima á vef Mosfellsbæjar töldu það góða breytingu að færa stórtónleika frá laugardagskvöldi yfir á sunnudagseftirmiðdegi. Alls töldu 64 prósent breytinguna mjög eða frekar góða og 27 prósent breytinguna frekar eða mjög slæma. Mikið var fjallað um breytinguna í fjölmiðlum í aðdraganda hátíðarinnar en tímasetningu tónleikanna var breytt, meðal annars, til að reyna að koma í veg fyrir unglingadrykkju sem hefur verið vandamál á hátíðinni síðustu ár. Ákvörðunin um að færa tónleikana var gagnrýnd nokkuð harðlega í íbúahópi þar sem fólk sagði leiðinlegt að hegðun nokkurra vandræðapésa hefði slík áhrif á þau öll. Verkefnastjóri hátíðarinnar sagði í viðtali um málið að ýmislegt hefði haft áhrif á ákvörðunina, til dæmis andlát Bryndísar Klöru Birgisdóttur. „Við viljum bara aðeins núllstilla okkur. Það er enginn að segja að þetta sé meitlað í stein til næstu tíu ára. Við spilum þetta bara eftir tíðarandanum. Við erum að fagna tuttugu ára afmæli hátíðarinnar núna og þetta hefur verið allt í föstum skorðum. Við spilum þetta eftir veðrum og vindum og svona gerum við þetta núna,“ sagði Hilmar Gunnarsson verkefnastjóri í viðtali á Vísi í ágúst. Í tilkynningu á vef Mosfellsbæjar segir að hátíðin hafi ár fagnað tuttugu ára afmæli sínu. Það hafi verið um hundrað viðburðir á dagskrá eins og brekkusöngur í Álafosskvos, flugvéla- og fornbílasýning á Tungubökkum, götugrill og stórtónleika. Vegna mikillar umræðu um breytingu á tímasetningu tónleikanna töldu bæjaryfirvöld mikilvægt að fá fram sjónarmið íbúa í kjölfar hátíðarinnar. 566 svör Könnunin var opin öllum áhugasömum á vef Mosfellsbæjar, samfélagsmiðlum bæjarins, Bólsins og Mosfellings. Alls bárust 566 svör. Þar má sjá að mjög misjafnt er eftir aldri fólks hversu góða þau töldu breytinguna á tímasetningu tónleikanna. Til dæmis telja 75 prósent íbúa á aldrinum 66 ára eða eldri að breytingin hafi verið mjög eða frekar góð. Í aldurshópnum fyrir neðan, 51 til 65 ára, telja 71 prósent breytinguna frekar eða mjög góða. Meirihluti er ánægður með breytinguna og er ekki mikill munur á afstöðu karla og kvenna. Mosfellsbær Það er svo svipað hlutfall hjá 36 til 50 ára eða 75 prósent sem telja breytinguna frekar eða mjög góða. Ögn færri í næsta aldurshópi, 21 til 35 ára, telja breytinguna frekar eða mjög góða eða alls 65 prósent. Það er svo í yngsta aldurshópnum, yngri en 20 ára, þar sem aðeins 13 prósent telja breytinguna mjög eða frekar góða og 82 prósent telja hana frekar eða mjög slæma. Í könnuninni var einnig spurt um þátttöku í einstaka viðburðum. Um 82 prósent þátttakenda mátu fjölbreytni og gæði dagskrár frekar eða mjög góða. Ungmennin út undan Þegar horft er til þátttöku stóðu ákveðnir viðburðir skýrt upp úr, þar á meðal, stórtónleikarnir (58%), Ullarpartýið í Álafosskvos (50%), fjölskylduvænir viðburðir (45%), götugrillin (42%), Gullgarðurinn við Hlégarð (34%) og tívolíið (33%). Hátíðin fer allajafna fram síðustu helgina í ágúst. Mosfellsbær Götugrillin skipuðu stóran sess í upplifun íbúa, en 56% svarenda áttu þess kost að taka þátt í götugrilli. Í tilkynningu bæjarins segir að það hafi myndast skemmtileg stemning í hverfunum og margir svarenda hafi lýst ánægju með að hafa nægan tíma til að njóta samverunnar án þess að þurfa að flýta sér á tónleika. Að auki hafi verið mikil ánægja með þá nýbreytni að bjóða upp á trúbadora og pylsur í boði Mosfellsbæjar í götugrillin. Þá bárust líka svör um að það hafi vantar viðburði fyrir ungmenni og að þau hafi upplifað sig út undan á hátíðinni. „Bara atburðir handa börnum, íbúar Mosfellsbæjar eru ekki bara börn og foreldrar, unglingar eiga líka skilið að fagna en ekkert var gert handa þeim,“ sagði einn í athugasemd á meðan annar fagnaði því að börnin þeirra gætu loks mætt á tónleikana. Mosfellsbær Tónleikar á Íslandi Börn og uppeldi Áfengi Tónlist Skoðanakannanir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Mikið var fjallað um breytinguna í fjölmiðlum í aðdraganda hátíðarinnar en tímasetningu tónleikanna var breytt, meðal annars, til að reyna að koma í veg fyrir unglingadrykkju sem hefur verið vandamál á hátíðinni síðustu ár. Ákvörðunin um að færa tónleikana var gagnrýnd nokkuð harðlega í íbúahópi þar sem fólk sagði leiðinlegt að hegðun nokkurra vandræðapésa hefði slík áhrif á þau öll. Verkefnastjóri hátíðarinnar sagði í viðtali um málið að ýmislegt hefði haft áhrif á ákvörðunina, til dæmis andlát Bryndísar Klöru Birgisdóttur. „Við viljum bara aðeins núllstilla okkur. Það er enginn að segja að þetta sé meitlað í stein til næstu tíu ára. Við spilum þetta bara eftir tíðarandanum. Við erum að fagna tuttugu ára afmæli hátíðarinnar núna og þetta hefur verið allt í föstum skorðum. Við spilum þetta eftir veðrum og vindum og svona gerum við þetta núna,“ sagði Hilmar Gunnarsson verkefnastjóri í viðtali á Vísi í ágúst. Í tilkynningu á vef Mosfellsbæjar segir að hátíðin hafi ár fagnað tuttugu ára afmæli sínu. Það hafi verið um hundrað viðburðir á dagskrá eins og brekkusöngur í Álafosskvos, flugvéla- og fornbílasýning á Tungubökkum, götugrill og stórtónleika. Vegna mikillar umræðu um breytingu á tímasetningu tónleikanna töldu bæjaryfirvöld mikilvægt að fá fram sjónarmið íbúa í kjölfar hátíðarinnar. 566 svör Könnunin var opin öllum áhugasömum á vef Mosfellsbæjar, samfélagsmiðlum bæjarins, Bólsins og Mosfellings. Alls bárust 566 svör. Þar má sjá að mjög misjafnt er eftir aldri fólks hversu góða þau töldu breytinguna á tímasetningu tónleikanna. Til dæmis telja 75 prósent íbúa á aldrinum 66 ára eða eldri að breytingin hafi verið mjög eða frekar góð. Í aldurshópnum fyrir neðan, 51 til 65 ára, telja 71 prósent breytinguna frekar eða mjög góða. Meirihluti er ánægður með breytinguna og er ekki mikill munur á afstöðu karla og kvenna. Mosfellsbær Það er svo svipað hlutfall hjá 36 til 50 ára eða 75 prósent sem telja breytinguna frekar eða mjög góða. Ögn færri í næsta aldurshópi, 21 til 35 ára, telja breytinguna frekar eða mjög góða eða alls 65 prósent. Það er svo í yngsta aldurshópnum, yngri en 20 ára, þar sem aðeins 13 prósent telja breytinguna mjög eða frekar góða og 82 prósent telja hana frekar eða mjög slæma. Í könnuninni var einnig spurt um þátttöku í einstaka viðburðum. Um 82 prósent þátttakenda mátu fjölbreytni og gæði dagskrár frekar eða mjög góða. Ungmennin út undan Þegar horft er til þátttöku stóðu ákveðnir viðburðir skýrt upp úr, þar á meðal, stórtónleikarnir (58%), Ullarpartýið í Álafosskvos (50%), fjölskylduvænir viðburðir (45%), götugrillin (42%), Gullgarðurinn við Hlégarð (34%) og tívolíið (33%). Hátíðin fer allajafna fram síðustu helgina í ágúst. Mosfellsbær Götugrillin skipuðu stóran sess í upplifun íbúa, en 56% svarenda áttu þess kost að taka þátt í götugrilli. Í tilkynningu bæjarins segir að það hafi myndast skemmtileg stemning í hverfunum og margir svarenda hafi lýst ánægju með að hafa nægan tíma til að njóta samverunnar án þess að þurfa að flýta sér á tónleika. Að auki hafi verið mikil ánægja með þá nýbreytni að bjóða upp á trúbadora og pylsur í boði Mosfellsbæjar í götugrillin. Þá bárust líka svör um að það hafi vantar viðburði fyrir ungmenni og að þau hafi upplifað sig út undan á hátíðinni. „Bara atburðir handa börnum, íbúar Mosfellsbæjar eru ekki bara börn og foreldrar, unglingar eiga líka skilið að fagna en ekkert var gert handa þeim,“ sagði einn í athugasemd á meðan annar fagnaði því að börnin þeirra gætu loks mætt á tónleikana.
Mosfellsbær Tónleikar á Íslandi Börn og uppeldi Áfengi Tónlist Skoðanakannanir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira