Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2025 09:57 Birna mætti áföllum af æðruleysi og lét brottförina úr Grindavík ekki stöðva sig í að njóta lífsins og líta hlutina jákvæðum augum. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjanesbæ þann 23. september. Vísir/Arnar Birna Óladóttir húsmóðir er látinn 84 ára gömul. Birna var mikill Grindvíkingur eftir að hafa flust þangað sautján ára og vakti athygli í fjölmiðlum á miklum umbrotatímum í bæjarfélaginu þegar jarðskjálftar dundu á Grindvíkingum í Reykjaneseldum hinum síðari. Greint er frá andláti Birnu í Morgunblaðinu í dag. Hún fæddist í Grímsey, stundaði nám á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu þaðan sem hún lauk gagnfræðiprófi og stefndi á Íþróttakennaraháskólann á Laugarvatni. Sautján ára fór hún á vertíð í Grindavík til að afla fjár fyrir skólavistinni, kynntist tilvonandi eiginmanni sínum Dagbjarti Einarssyni og þau stofnuðu heimili þar. Hjónin ráku útgerðina Fiskanes um árabil, Birna var virk í félagsstarfi í bænum og var í fararbroddi í Kvenfélagi Grindavíkur. Birna Óladóttir á heimili hennar í hjúkrunarheimilinu í Grindavík kvöldið örlagaríka þegar stóru skjálftarnir gengu yfir.Vísir/Vilhelm Birna var meðal íbúa á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík þegar mikill jarðskjálfti reið yfir þann 10. nóvember 2023. Margrét Björk Jónsdóttir, þáverandi fréttamaður Sýnar, var á vettvangi og ræddi við Birnu í jarðskjálftaöldunni. „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ sagði Birna í viðtali umrætt kvöld. Margréti Björk brá þegar skjálfti dundi yfir í miðju viðtali en Birna var orðin öllu vön. „Fékkstu að finna núna einn? Þeir hafa komið mikið stærri en þetta,“ sagði Birna við Margréti Björk. „Það er bara að enginn meiðist í þessu,“ sagði Birna þegar hún yfirgaf íbúð sína yfirveguð með eindæmum. Í viðtali við fréttasofu sumarið 2024 rifjaði hún upp daginn örlagaríka í Grindavík og sagði engin orð fá honum lýst. „Ég eiginlega trúði ekki að þetta væri að ske, þetta var eitthvað svo óraunverulegt. Maður á helst að sjá svona í bíómyndum eða lesa um það.“ Jónas Jónasson skráði sögu þeirra Birnu og Dagbjarts í bókinni Það liggur í loftinu, sem kom út árið 2009. Dagbjartur lést árið 2017. Börn þeirra eru fimm; Einar, Elín Þóra, Eiríkur Óli, Jón Gauti og Sigurbjörn Daði. Barnabörnin eru 18 og barnabarnabörnin sömuleiðis 18. Grindavík Andlát Tengdar fréttir Engin orð sem lýsa deginum örlagaríka í Grindavík Kona á níræðisaldri segir ekki hægt að lýsa atburðunum í Grindavík þann 10. nóvember með orðum. Þrátt fyrir erfiðleika undanfarna mánuði dreymir hana um að komast aftur heim. 8. júní 2024 08:01 Gríðarlegar skemmdir: „Það eru engin orð sem geta lýst þessu“ „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ segir Birna Óladóttir íbúi á hjúkrunarheimilinu í Grindavík. Gríðarlegar skemmdir eru á hjúkrunarheimilinu eftir skjálftana síðdegis og í kvöld. 10. nóvember 2023 22:33 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira
Greint er frá andláti Birnu í Morgunblaðinu í dag. Hún fæddist í Grímsey, stundaði nám á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu þaðan sem hún lauk gagnfræðiprófi og stefndi á Íþróttakennaraháskólann á Laugarvatni. Sautján ára fór hún á vertíð í Grindavík til að afla fjár fyrir skólavistinni, kynntist tilvonandi eiginmanni sínum Dagbjarti Einarssyni og þau stofnuðu heimili þar. Hjónin ráku útgerðina Fiskanes um árabil, Birna var virk í félagsstarfi í bænum og var í fararbroddi í Kvenfélagi Grindavíkur. Birna Óladóttir á heimili hennar í hjúkrunarheimilinu í Grindavík kvöldið örlagaríka þegar stóru skjálftarnir gengu yfir.Vísir/Vilhelm Birna var meðal íbúa á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík þegar mikill jarðskjálfti reið yfir þann 10. nóvember 2023. Margrét Björk Jónsdóttir, þáverandi fréttamaður Sýnar, var á vettvangi og ræddi við Birnu í jarðskjálftaöldunni. „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ sagði Birna í viðtali umrætt kvöld. Margréti Björk brá þegar skjálfti dundi yfir í miðju viðtali en Birna var orðin öllu vön. „Fékkstu að finna núna einn? Þeir hafa komið mikið stærri en þetta,“ sagði Birna við Margréti Björk. „Það er bara að enginn meiðist í þessu,“ sagði Birna þegar hún yfirgaf íbúð sína yfirveguð með eindæmum. Í viðtali við fréttasofu sumarið 2024 rifjaði hún upp daginn örlagaríka í Grindavík og sagði engin orð fá honum lýst. „Ég eiginlega trúði ekki að þetta væri að ske, þetta var eitthvað svo óraunverulegt. Maður á helst að sjá svona í bíómyndum eða lesa um það.“ Jónas Jónasson skráði sögu þeirra Birnu og Dagbjarts í bókinni Það liggur í loftinu, sem kom út árið 2009. Dagbjartur lést árið 2017. Börn þeirra eru fimm; Einar, Elín Þóra, Eiríkur Óli, Jón Gauti og Sigurbjörn Daði. Barnabörnin eru 18 og barnabarnabörnin sömuleiðis 18.
Grindavík Andlát Tengdar fréttir Engin orð sem lýsa deginum örlagaríka í Grindavík Kona á níræðisaldri segir ekki hægt að lýsa atburðunum í Grindavík þann 10. nóvember með orðum. Þrátt fyrir erfiðleika undanfarna mánuði dreymir hana um að komast aftur heim. 8. júní 2024 08:01 Gríðarlegar skemmdir: „Það eru engin orð sem geta lýst þessu“ „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ segir Birna Óladóttir íbúi á hjúkrunarheimilinu í Grindavík. Gríðarlegar skemmdir eru á hjúkrunarheimilinu eftir skjálftana síðdegis og í kvöld. 10. nóvember 2023 22:33 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira
Engin orð sem lýsa deginum örlagaríka í Grindavík Kona á níræðisaldri segir ekki hægt að lýsa atburðunum í Grindavík þann 10. nóvember með orðum. Þrátt fyrir erfiðleika undanfarna mánuði dreymir hana um að komast aftur heim. 8. júní 2024 08:01
Gríðarlegar skemmdir: „Það eru engin orð sem geta lýst þessu“ „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ segir Birna Óladóttir íbúi á hjúkrunarheimilinu í Grindavík. Gríðarlegar skemmdir eru á hjúkrunarheimilinu eftir skjálftana síðdegis og í kvöld. 10. nóvember 2023 22:33