Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. september 2025 15:59 Gríðarstórt grjót féll á veginn á milli Ísafjarðarbæjar og Súðavíkur. Samsett Íbúi í Súðavík keyrði fram á stærðarinnar grjót sem runnið hafði úr Kirkjubólshlíð. Um er að ræða veg sem íbúar á svæðinu aka nær daglega. Dagbjört Hjaltadóttir, íbúi í Súðavík, keyrði fram á stærðarinnar grjóthnullung sem oltið hafði úr Kirkjubólshlíð niður á veg sem liggur á milli Súðavíkur og Ísafjarðarbæjar. Hún hafði samband við Vegagerðina og segir þau hafa verið eldsnögg að fjarlægja grjótið. „Þetta náði langleiðina upp á toppinn á bílnum hjá mér,“ segir Dagbjört í samtali við fréttastofu. Það hafi verið einskær heppni að enginn hafi orðið fyrir grjótinu enda sé um að ræða fjölfarinn veg. Dagbjört segist keyra þarna um á hverjum degi, líkt og margir íbúar á svæðinu aki um veginn daglega, til að mynda til að stunda nám eða vinnu. Oft sé hún sjálf að keyra í mun verri veðurskilyrðum en í sólinni í dag. „Hefði ég verið að keyra þarna að nóttu til í myrkri hefði þessi steinn komið eins og skrattinn úr sauðaleggnum.“ Dagbjört segir flesta nágranna hennar hafa orðið fyrir einhverju tjóni eða skaða bæði í Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlíð. Til að mynda hafði sonur hennar lent í því að affelga bílinn þegar hann keyrði leiðina á milli bæjanna tveggja. „Þetta er veruleiki sem við Vestfirðingar búum við.“ Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir því að búa ætti til göng á milli Súðavíkur og Ísafjarðar vegna fjölda grjóthruna og slysa sem orðið hafa á Súðavíkurhlíð. Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Sex dögum eftir að fjölskyldubíll sveitarstjórans í Súðavík skemmdist í grjóthruni keyrði ökumaður snjómoksturstækis á annan bíl fjölskyldunnar. Engan sakaði en bifreiðin fer líklegast í brotajárn. 18. apríl 2025 15:21 Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54 Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum en nokkur snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíðina í nótt og lokaðist vegurinn um hlíðina. Þung færð er víða enn um landið þó jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn sé að mestu gengið niður. Þá er Öxnadalsheiði enn lokuð og óvíst hvort það takist að opna fyrir umferð um hana í dag. 26. desember 2024 12:26 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjá meira
Dagbjört Hjaltadóttir, íbúi í Súðavík, keyrði fram á stærðarinnar grjóthnullung sem oltið hafði úr Kirkjubólshlíð niður á veg sem liggur á milli Súðavíkur og Ísafjarðarbæjar. Hún hafði samband við Vegagerðina og segir þau hafa verið eldsnögg að fjarlægja grjótið. „Þetta náði langleiðina upp á toppinn á bílnum hjá mér,“ segir Dagbjört í samtali við fréttastofu. Það hafi verið einskær heppni að enginn hafi orðið fyrir grjótinu enda sé um að ræða fjölfarinn veg. Dagbjört segist keyra þarna um á hverjum degi, líkt og margir íbúar á svæðinu aki um veginn daglega, til að mynda til að stunda nám eða vinnu. Oft sé hún sjálf að keyra í mun verri veðurskilyrðum en í sólinni í dag. „Hefði ég verið að keyra þarna að nóttu til í myrkri hefði þessi steinn komið eins og skrattinn úr sauðaleggnum.“ Dagbjört segir flesta nágranna hennar hafa orðið fyrir einhverju tjóni eða skaða bæði í Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlíð. Til að mynda hafði sonur hennar lent í því að affelga bílinn þegar hann keyrði leiðina á milli bæjanna tveggja. „Þetta er veruleiki sem við Vestfirðingar búum við.“ Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir því að búa ætti til göng á milli Súðavíkur og Ísafjarðar vegna fjölda grjóthruna og slysa sem orðið hafa á Súðavíkurhlíð.
Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Sex dögum eftir að fjölskyldubíll sveitarstjórans í Súðavík skemmdist í grjóthruni keyrði ökumaður snjómoksturstækis á annan bíl fjölskyldunnar. Engan sakaði en bifreiðin fer líklegast í brotajárn. 18. apríl 2025 15:21 Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54 Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum en nokkur snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíðina í nótt og lokaðist vegurinn um hlíðina. Þung færð er víða enn um landið þó jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn sé að mestu gengið niður. Þá er Öxnadalsheiði enn lokuð og óvíst hvort það takist að opna fyrir umferð um hana í dag. 26. desember 2024 12:26 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjá meira
„Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Sex dögum eftir að fjölskyldubíll sveitarstjórans í Súðavík skemmdist í grjóthruni keyrði ökumaður snjómoksturstækis á annan bíl fjölskyldunnar. Engan sakaði en bifreiðin fer líklegast í brotajárn. 18. apríl 2025 15:21
Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54
Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum en nokkur snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíðina í nótt og lokaðist vegurinn um hlíðina. Þung færð er víða enn um landið þó jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn sé að mestu gengið niður. Þá er Öxnadalsheiði enn lokuð og óvíst hvort það takist að opna fyrir umferð um hana í dag. 26. desember 2024 12:26