Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. september 2025 16:15 Halla Tómasdóttir er forseti Íslands. Breytingar hafa orðið og eru í vændum á skrifstofu embættis forseta Íslands. Prófessor í bókmenntafræði hefur tekið til starfa og forsætisráðherra hyggst leyfa forseta að ráða sér aðstoðarmann. Þrautreyndur skrifstofustjóri fer brátt á eftirlaun skömmu eftir að sérfræðingur leitaði á önnur mið. Jón Karl Helgason, prófessor í bókmenntafræði, hefur tekið til starfa hjá forseta Íslands. Á heimasíðu embættisins er hann titlaður sérfræðingur. Heimildir fréttastofu herma að einungis sé um tímabundna ráðningu að ræða en hún var gerð án auglýsingar. Á heimasíðu Háskóla Íslands er Jón Karl titlaður sem prófessor og kennari fyrir nemendur sem stunda nám í íslensku sem annað tungumál. Jón Karl stundaði nám í bókmenntafræði og íslensku við Háskóla Íslands og lauk síðar doktorsprófi í samanburðarbókmenntum í Bandaríkjunum. Doktorsritgerð hans var rannsókn á sex ólíkum þýðingum og endurritunum á Njálu. Hann hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu og verið afkastamikill þýðandi skáldverka. Árni Sigurjónsson, skrifstofustjóri skrifstofu forseta, verður sjötugur á árinu og verður hann því að láta af störfum samkvæmt lögum. Árni hefur gegnt starfi skrifstofustjóra frá árinu 2006 en hann er líkt og Jón Karl með doktorsgráðu í bókmenntafræði. Að óbreyttu verður embættið að auglýsa starf skrifstofustjóra. Í byrjun sumars tilkynnti Una Sighvatsdóttir, fyrrverandi sérfræðingur á skrifstofu forseta, að hún hefði ákveðið að róa á ný mið. Í samtali við Vísi sagði hún ástæðuna þá að hún hefði ekki fundið sér stað í breytingum sem fram undan væru á skrifstofunni. Þá er möguleiki er á að það bætist við starfsmannafjöldann á næsta ári. Á þingmálaskrá Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra er frumvarp sem gerir forseta kleift að ráða sérstakan aðstoðarmann forseta. Nái frumvarpið í gegnum þingið fær Halla Tómasdóttir að handvelja sinn eigin aðstoðarmann án þess að auglýsa stöðuna, með sama hætti og ráðherrar ráða sér aðstoðarmenn. Aðstoðarmaðurinn verður þó að láta af störfum þegar Halla hættir að gegna embættinu. Ekki náðist í Jón Karl Helgason við vinnslu fréttarinnar. Forseti Íslands Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Halla Tómasdóttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Jón Karl Helgason, prófessor í bókmenntafræði, hefur tekið til starfa hjá forseta Íslands. Á heimasíðu embættisins er hann titlaður sérfræðingur. Heimildir fréttastofu herma að einungis sé um tímabundna ráðningu að ræða en hún var gerð án auglýsingar. Á heimasíðu Háskóla Íslands er Jón Karl titlaður sem prófessor og kennari fyrir nemendur sem stunda nám í íslensku sem annað tungumál. Jón Karl stundaði nám í bókmenntafræði og íslensku við Háskóla Íslands og lauk síðar doktorsprófi í samanburðarbókmenntum í Bandaríkjunum. Doktorsritgerð hans var rannsókn á sex ólíkum þýðingum og endurritunum á Njálu. Hann hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu og verið afkastamikill þýðandi skáldverka. Árni Sigurjónsson, skrifstofustjóri skrifstofu forseta, verður sjötugur á árinu og verður hann því að láta af störfum samkvæmt lögum. Árni hefur gegnt starfi skrifstofustjóra frá árinu 2006 en hann er líkt og Jón Karl með doktorsgráðu í bókmenntafræði. Að óbreyttu verður embættið að auglýsa starf skrifstofustjóra. Í byrjun sumars tilkynnti Una Sighvatsdóttir, fyrrverandi sérfræðingur á skrifstofu forseta, að hún hefði ákveðið að róa á ný mið. Í samtali við Vísi sagði hún ástæðuna þá að hún hefði ekki fundið sér stað í breytingum sem fram undan væru á skrifstofunni. Þá er möguleiki er á að það bætist við starfsmannafjöldann á næsta ári. Á þingmálaskrá Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra er frumvarp sem gerir forseta kleift að ráða sérstakan aðstoðarmann forseta. Nái frumvarpið í gegnum þingið fær Halla Tómasdóttir að handvelja sinn eigin aðstoðarmann án þess að auglýsa stöðuna, með sama hætti og ráðherrar ráða sér aðstoðarmenn. Aðstoðarmaðurinn verður þó að láta af störfum þegar Halla hættir að gegna embættinu. Ekki náðist í Jón Karl Helgason við vinnslu fréttarinnar.
Forseti Íslands Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Halla Tómasdóttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira