Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 24. september 2025 21:24 Það er engin ein rétt leið til að hlúa að rómantík á afmælisdögum. Það er ekki hefð hjá öllum pörum að stunda kynlíf á afmælisdögum, segir Aldís meðal annars. Getty Í viðtali fyrr á árinu kastaði eitt par fram spurningu sem mér fannst ansi góð:„Er ekki eðlilegt að pör stundi kynlíf á afmælisdögum? Er það ekki hefð hjá öllum?“ Afmælisdagar og aðrir mikilvægir dagar eru stundum litaðir væntingum sem við höfum aldrei rætt upphátt. Fyrir suma er þetta dagur sem á að vera extra rómantískur og kynlíf sjálfsagður partur af því. Fyrir aðra er þetta dagur sem snýst um að njóta, borða góðan mat og hvíla sig frá daglegu amstri. Hér rekst sambandið á það sem mörg pör kannast við, ólíka kynlöngun. Algengur vandi hjá pörum er ólík kynlöngun. Þá er annar aðilinn með meiri kynlöngun en hinn. Oft finnum við ekki fyrir þessu fyrstu árin þegar sambandið og kynlífið er ennþá nýtt og spennandi. Síðan fer annar aðilinn smátt að finna fyrir minni löngun og upplifir oft pressu eða setur pressu á sig. Þessi pressa getur leitt til þess að kynlíf og nánd verður eitthvað sem viðkomandi reynir að forðast. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli.Vísir Þegar parið er loks komið til mín er oft komin ákveðin fjarlægð á milli parsins sem leiðir til minni nándar. Stundum er farið að bera á höfnunarkennd og vonleysi hjá þeim sem upphaflega var með meiri kynlöngun. Á meðan sektarkennd og vanlíðan eru algeng hjá þeim sem finna fyrir minni löngun. Í þessu samhengi er ansi skiljanlegt að á afmælum og öðrum merkisdögum geti myndast annarsvegar tilhlökkun og hins vegar kvíði eða pressa, sérstaklega ef við höfum ekki rætt þessar ólíku væntingar. Nú er gott að staldra við og skoða, hafið þið rætt þessa hluti í ykkar sambandi? Er það vænting ykkar beggja að afmælisdagar feli í sér rómantík og kynlíf? Ef þið hafið ekki nú þegar rætt þetta er ágætt að: Tala saman um væntingar, áður en dagurinn rennur upp. Spyrjið hvort annað; Hvað þýðir þessi dagur fyrir þig? Hvað gerir hann sérstakan fyrir þig og okkur? Finnið leið til að fagna á ykkar forsendum, hvort sem það er kynlíf, kaka, kúr eða bara Netflix í náttfötunum. Ef þið viljið bæði stunda kynlíf á þessum degi, hvernig viljið þið að það sé? Létt og leikandi eða meira hátíðlegt? Það er líka ágætt að muna að ólíkar væntingar eru ekki bara hindrun. Þær eru í raun tækifæri til að læra betur inn á hvort annað. Þegar við ræðum langanir okkar og þrár við maka erum við að auka nánd og tengingu milli okkar. Þessi tilfinningalega nánd er jafn mikilvæg og líkamleg nánd. Sjá nánar hér: Kynlífið með Aldísi Til að svara spurningunni, það er engin ein rétt leið til að hlúa að rómantík á afmælisdögum. Það er ekki hefð hjá öllum pörum að stunda kynlíf á afmælisdögum. Fyrir sum pör er kynlíf falleg leið til að fagna deginum og tengjast, fyrir önnur er það ekki eins mikilvægt þegar haldið er upp á daginn. En það sem skiptir mestu máli er að finna það sem er rétt fyrir ykkur og ræða ólíkar væntingar og mögulega kynlöngun. Þannig getur afmælisdagurinn orðið dagur sem snýst ekki um að uppfylla einhverja ósagða skyldu, heldur um hvernig þið viljið fagna með hvort öðru. Það er í raun besta afmælisgjöfin, að mæta hvort öðru í einlægni og nánd, á þann hátt sem hentar ykkur báðum. Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Afmælisdagar og aðrir mikilvægir dagar eru stundum litaðir væntingum sem við höfum aldrei rætt upphátt. Fyrir suma er þetta dagur sem á að vera extra rómantískur og kynlíf sjálfsagður partur af því. Fyrir aðra er þetta dagur sem snýst um að njóta, borða góðan mat og hvíla sig frá daglegu amstri. Hér rekst sambandið á það sem mörg pör kannast við, ólíka kynlöngun. Algengur vandi hjá pörum er ólík kynlöngun. Þá er annar aðilinn með meiri kynlöngun en hinn. Oft finnum við ekki fyrir þessu fyrstu árin þegar sambandið og kynlífið er ennþá nýtt og spennandi. Síðan fer annar aðilinn smátt að finna fyrir minni löngun og upplifir oft pressu eða setur pressu á sig. Þessi pressa getur leitt til þess að kynlíf og nánd verður eitthvað sem viðkomandi reynir að forðast. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli.Vísir Þegar parið er loks komið til mín er oft komin ákveðin fjarlægð á milli parsins sem leiðir til minni nándar. Stundum er farið að bera á höfnunarkennd og vonleysi hjá þeim sem upphaflega var með meiri kynlöngun. Á meðan sektarkennd og vanlíðan eru algeng hjá þeim sem finna fyrir minni löngun. Í þessu samhengi er ansi skiljanlegt að á afmælum og öðrum merkisdögum geti myndast annarsvegar tilhlökkun og hins vegar kvíði eða pressa, sérstaklega ef við höfum ekki rætt þessar ólíku væntingar. Nú er gott að staldra við og skoða, hafið þið rætt þessa hluti í ykkar sambandi? Er það vænting ykkar beggja að afmælisdagar feli í sér rómantík og kynlíf? Ef þið hafið ekki nú þegar rætt þetta er ágætt að: Tala saman um væntingar, áður en dagurinn rennur upp. Spyrjið hvort annað; Hvað þýðir þessi dagur fyrir þig? Hvað gerir hann sérstakan fyrir þig og okkur? Finnið leið til að fagna á ykkar forsendum, hvort sem það er kynlíf, kaka, kúr eða bara Netflix í náttfötunum. Ef þið viljið bæði stunda kynlíf á þessum degi, hvernig viljið þið að það sé? Létt og leikandi eða meira hátíðlegt? Það er líka ágætt að muna að ólíkar væntingar eru ekki bara hindrun. Þær eru í raun tækifæri til að læra betur inn á hvort annað. Þegar við ræðum langanir okkar og þrár við maka erum við að auka nánd og tengingu milli okkar. Þessi tilfinningalega nánd er jafn mikilvæg og líkamleg nánd. Sjá nánar hér: Kynlífið með Aldísi Til að svara spurningunni, það er engin ein rétt leið til að hlúa að rómantík á afmælisdögum. Það er ekki hefð hjá öllum pörum að stunda kynlíf á afmælisdögum. Fyrir sum pör er kynlíf falleg leið til að fagna deginum og tengjast, fyrir önnur er það ekki eins mikilvægt þegar haldið er upp á daginn. En það sem skiptir mestu máli er að finna það sem er rétt fyrir ykkur og ræða ólíkar væntingar og mögulega kynlöngun. Þannig getur afmælisdagurinn orðið dagur sem snýst ekki um að uppfylla einhverja ósagða skyldu, heldur um hvernig þið viljið fagna með hvort öðru. Það er í raun besta afmælisgjöfin, að mæta hvort öðru í einlægni og nánd, á þann hátt sem hentar ykkur báðum.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira