„Þetta var óvenjuleg ræða“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. september 2025 06:00 Þorgerður Katrín segir ræðu Trump minna á að Íslendingar verði að brýna málstað sinn um mikilvægi alþjóðakerfisins Vísir/EPA Utanríkisráðherra segir ræðu Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær hafa verið óvenjulega. Mikilvægt sé að standa vörð um alþjóðakerfið í núverandi mynd og stofnanir þess, ekki síst fyrir smáríki á borð við Ísland. Donald Trump Bandaríkjaforseti skaut föstum skotum í margar áttir í árlegri ræðu forseta Bandaríkjanna frammi fyrir allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Um var að ræða hans fyrstu frá því hann tók við embættinu að nýju. Hann fór hörðum orðum um Sameinuðu þjóðirnar og spurði meðal annars berum orðum hver tilgangur þeirra væri. Hún þjónaði litlum tilgangi öðrum en að skrifa innihaldslaus bréf. Þá fór Trump hörðum orðum um innflytjendastefnu vestrænna ríkja, sakaði Sameinuðu þjóðirnar um að standa að innrás innflytjenda í þau og sagði sérstaklega að Evrópa væri í miklum vandræðum. Her innflytjenda hefði ráðist þar inn, þar sem þar ríki pólitískur réttrúnaður og að ráðamenn þar aðhafist ekkert. Ræðan var rædd í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum greindi ræðuna og sagði forsetann hrista upp í hlutum þó ræðan væri uppfull af rangfærslum. Mikilvægt að tala fyrir alþjóðakerfinu „Þetta var óvenjuleg ræða og hann fór um víðan völl, meðal annars margt sem ég get í grundvallaratriðum verið ósammála,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra um ræðuna en hún er stödd í New York þar sem hún hefur setið allsherjarþingið. Nefnir Þorgerður sérstaklega alþjóðakerfið líkt og það er í dag, með stofnunum á borð við Sameinuðu þjóðirnar. Íslendingar hafi síðustu ár og áratugina talað fyrir þessu kerfi. „Sameinuðu þjóðirnar eru vagga alþjóðakerfisins og mikilvægur hlekkur þess að tryggja að lönd virði alþjóðalög og að kerfið einfaldlega fúnkerfi. Þetta var nokkuð óvenjuleg ræða og þess þá heldur brýnir hún mig og okkur að tala fyrir ekki síst okkar gildum og halda þeim á lofti eins og við höfum verið að gera hér á þessu þingi.“ Hún segist hafa ítrekað þá afstöðu Íslands í óformlegum og formlegum samræðum við aðra þjóðarleiðtoga, þá sérstaklega smærri þjóða. „Því það eru ekki síst við sem eigum mikið undir að þetta kerfi virki, að þetta fylgi ekki hentistefnu þar sem voldugar þjóðir geti ráðið öllu. Það eru grunngildi okkar Íslendinga.“ Þorgerður minnir á að tvöhundruð þjóðir eigi aðild að Sameinuðu þjóðunum. Stóra myndin sé sú að alþjóðakerfið verði að virka, ekki sé hægt að afneita ýmsum staðreyndum vísindanna og nauðsynlegt að styðja við vísindasamfélagið og veita þeim frelsi til að stunda sínar rannsóknir. Tekur ekki undir tal um helvíti Hún segir ekki hægt að taka undir með Bandaríkjaforseta að vestræn ríki á borð við evrópsk séu á leið til helvítis sökum innflytjendastefnu. Evrópsk ríki hafi þvert á móti brugðist við og skerpt á reglum til að stýra betur straumi innflytjenda. „En það sem Evrópa gerir líka vel er að gera það meðvitað og með alþjóðalög í huga, mannréttindalög um leið og Evrópa er að ná betri stjórn á landamærunum. Sjáum það bara sem við erum að gera heima á Íslandi, nálgumst þessi mál af festu og með aga en ekki með öfgum heldur án öfga og með mannúðarlög í huga.“ Utanríkismál Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti skaut föstum skotum í margar áttir í árlegri ræðu forseta Bandaríkjanna frammi fyrir allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Um var að ræða hans fyrstu frá því hann tók við embættinu að nýju. Hann fór hörðum orðum um Sameinuðu þjóðirnar og spurði meðal annars berum orðum hver tilgangur þeirra væri. Hún þjónaði litlum tilgangi öðrum en að skrifa innihaldslaus bréf. Þá fór Trump hörðum orðum um innflytjendastefnu vestrænna ríkja, sakaði Sameinuðu þjóðirnar um að standa að innrás innflytjenda í þau og sagði sérstaklega að Evrópa væri í miklum vandræðum. Her innflytjenda hefði ráðist þar inn, þar sem þar ríki pólitískur réttrúnaður og að ráðamenn þar aðhafist ekkert. Ræðan var rædd í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum greindi ræðuna og sagði forsetann hrista upp í hlutum þó ræðan væri uppfull af rangfærslum. Mikilvægt að tala fyrir alþjóðakerfinu „Þetta var óvenjuleg ræða og hann fór um víðan völl, meðal annars margt sem ég get í grundvallaratriðum verið ósammála,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra um ræðuna en hún er stödd í New York þar sem hún hefur setið allsherjarþingið. Nefnir Þorgerður sérstaklega alþjóðakerfið líkt og það er í dag, með stofnunum á borð við Sameinuðu þjóðirnar. Íslendingar hafi síðustu ár og áratugina talað fyrir þessu kerfi. „Sameinuðu þjóðirnar eru vagga alþjóðakerfisins og mikilvægur hlekkur þess að tryggja að lönd virði alþjóðalög og að kerfið einfaldlega fúnkerfi. Þetta var nokkuð óvenjuleg ræða og þess þá heldur brýnir hún mig og okkur að tala fyrir ekki síst okkar gildum og halda þeim á lofti eins og við höfum verið að gera hér á þessu þingi.“ Hún segist hafa ítrekað þá afstöðu Íslands í óformlegum og formlegum samræðum við aðra þjóðarleiðtoga, þá sérstaklega smærri þjóða. „Því það eru ekki síst við sem eigum mikið undir að þetta kerfi virki, að þetta fylgi ekki hentistefnu þar sem voldugar þjóðir geti ráðið öllu. Það eru grunngildi okkar Íslendinga.“ Þorgerður minnir á að tvöhundruð þjóðir eigi aðild að Sameinuðu þjóðunum. Stóra myndin sé sú að alþjóðakerfið verði að virka, ekki sé hægt að afneita ýmsum staðreyndum vísindanna og nauðsynlegt að styðja við vísindasamfélagið og veita þeim frelsi til að stunda sínar rannsóknir. Tekur ekki undir tal um helvíti Hún segir ekki hægt að taka undir með Bandaríkjaforseta að vestræn ríki á borð við evrópsk séu á leið til helvítis sökum innflytjendastefnu. Evrópsk ríki hafi þvert á móti brugðist við og skerpt á reglum til að stýra betur straumi innflytjenda. „En það sem Evrópa gerir líka vel er að gera það meðvitað og með alþjóðalög í huga, mannréttindalög um leið og Evrópa er að ná betri stjórn á landamærunum. Sjáum það bara sem við erum að gera heima á Íslandi, nálgumst þessi mál af festu og með aga en ekki með öfgum heldur án öfga og með mannúðarlög í huga.“
Utanríkismál Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira