Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. september 2025 13:20 Gestur Pétursson er forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar sem yfirfer nú rannsóknargögn frá því síðast var leitað að olíu á Drekasvæðinu. Veitur/Getty Forstjóri umhverfis- og orkustofnunar segir best að stofnunin klári að yfirfara gögn frá því síðast var leitað að olíu á drekasvæðinu áður en ákvarðanir verði teknar um frekari leit. Viðskiptaráð hefur hvatt stjórnvöld til að bjóða út leyfi, þar sem möguleiki sé á miklum ávinningi fyrir ríkissjóð. Viðskiptaráð Íslands birti í gær nýja úttekt þar sem stjórnvöld eru hvött til að bjóða út sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Þar kemur fram að olíufundur geti haft í för með sér ríkulegan ávinning og að skatttekjur gætu numið 51 til 102 milljónum á hvern íslenskan ríkisborgara. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagráðherra hefur sagt að umræða um olíuleit þurfi að byggjast á gögnum staðreyndum í stað getgáta. Áhugasamir geti sent umsókn um leit til Umhverfis- og orkustofnunar, án þess að ríkið ráðist í sérstakt útboð. Enn að meta gögnin Forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar segir úttektina aðeins eitt af fjölmörgum gögnum sem undir séu í vinnu stofnunarinnar. „Okkar hlutverk er í sjálfu sér að leggja mat á faglegu gögnin sem liggja til grundvallar. Hitt er meira svona skoðun hagsmunaaðila,“ segir Gestur Pétursson, forstjóri umhverfis- og orkustofnunar. Verið sé að yfirfara faglegu gögnin frá því síðast var leitað að olíu, en síðasti aðilinn af þremur sem hlutu sérleyfi til rannsókna á Drekasvæðinu árið 2012 skilaði inn leyfinu árið 2018. Síðan þá hefur ekki verið leitað á svæðinu. Faglegu gögnin eru rannsóknargögn sem leyfishafar afhentu í sjálfu ferlinu. Lögin séu skýr Gestur segir að sérstakst útboðs sé ekki þörf, þrátt fyrir hvatningu Viðskiptaráðs, þar sem hægt sé að sækja um leyfi. „Lögin í dag eru mjög skýr, og mér vitanlega hefur ekkert breyst í langan tíma hvað þau varðar.“ Gestur telur fara best á því að stofnunin klári sína faglegu vinnu áður en næstu skref verði ákveðin. „Eins og hefur komið fram þá óskaði ráðherra og ráðuneytið eftir því að við myndum fara yfir öll gögn og birta síðan niðurstöðu úr þeim gögnum.“ Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands birti í gær nýja úttekt þar sem stjórnvöld eru hvött til að bjóða út sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Þar kemur fram að olíufundur geti haft í för með sér ríkulegan ávinning og að skatttekjur gætu numið 51 til 102 milljónum á hvern íslenskan ríkisborgara. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagráðherra hefur sagt að umræða um olíuleit þurfi að byggjast á gögnum staðreyndum í stað getgáta. Áhugasamir geti sent umsókn um leit til Umhverfis- og orkustofnunar, án þess að ríkið ráðist í sérstakt útboð. Enn að meta gögnin Forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar segir úttektina aðeins eitt af fjölmörgum gögnum sem undir séu í vinnu stofnunarinnar. „Okkar hlutverk er í sjálfu sér að leggja mat á faglegu gögnin sem liggja til grundvallar. Hitt er meira svona skoðun hagsmunaaðila,“ segir Gestur Pétursson, forstjóri umhverfis- og orkustofnunar. Verið sé að yfirfara faglegu gögnin frá því síðast var leitað að olíu, en síðasti aðilinn af þremur sem hlutu sérleyfi til rannsókna á Drekasvæðinu árið 2012 skilaði inn leyfinu árið 2018. Síðan þá hefur ekki verið leitað á svæðinu. Faglegu gögnin eru rannsóknargögn sem leyfishafar afhentu í sjálfu ferlinu. Lögin séu skýr Gestur segir að sérstakst útboðs sé ekki þörf, þrátt fyrir hvatningu Viðskiptaráðs, þar sem hægt sé að sækja um leyfi. „Lögin í dag eru mjög skýr, og mér vitanlega hefur ekkert breyst í langan tíma hvað þau varðar.“ Gestur telur fara best á því að stofnunin klári sína faglegu vinnu áður en næstu skref verði ákveðin. „Eins og hefur komið fram þá óskaði ráðherra og ráðuneytið eftir því að við myndum fara yfir öll gögn og birta síðan niðurstöðu úr þeim gögnum.“
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira