Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. september 2025 13:20 Gestur Pétursson er forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar sem yfirfer nú rannsóknargögn frá því síðast var leitað að olíu á Drekasvæðinu. Veitur/Getty Forstjóri umhverfis- og orkustofnunar segir best að stofnunin klári að yfirfara gögn frá því síðast var leitað að olíu á drekasvæðinu áður en ákvarðanir verði teknar um frekari leit. Viðskiptaráð hefur hvatt stjórnvöld til að bjóða út leyfi, þar sem möguleiki sé á miklum ávinningi fyrir ríkissjóð. Viðskiptaráð Íslands birti í gær nýja úttekt þar sem stjórnvöld eru hvött til að bjóða út sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Þar kemur fram að olíufundur geti haft í för með sér ríkulegan ávinning og að skatttekjur gætu numið 51 til 102 milljónum á hvern íslenskan ríkisborgara. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagráðherra hefur sagt að umræða um olíuleit þurfi að byggjast á gögnum staðreyndum í stað getgáta. Áhugasamir geti sent umsókn um leit til Umhverfis- og orkustofnunar, án þess að ríkið ráðist í sérstakt útboð. Enn að meta gögnin Forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar segir úttektina aðeins eitt af fjölmörgum gögnum sem undir séu í vinnu stofnunarinnar. „Okkar hlutverk er í sjálfu sér að leggja mat á faglegu gögnin sem liggja til grundvallar. Hitt er meira svona skoðun hagsmunaaðila,“ segir Gestur Pétursson, forstjóri umhverfis- og orkustofnunar. Verið sé að yfirfara faglegu gögnin frá því síðast var leitað að olíu, en síðasti aðilinn af þremur sem hlutu sérleyfi til rannsókna á Drekasvæðinu árið 2012 skilaði inn leyfinu árið 2018. Síðan þá hefur ekki verið leitað á svæðinu. Faglegu gögnin eru rannsóknargögn sem leyfishafar afhentu í sjálfu ferlinu. Lögin séu skýr Gestur segir að sérstakst útboðs sé ekki þörf, þrátt fyrir hvatningu Viðskiptaráðs, þar sem hægt sé að sækja um leyfi. „Lögin í dag eru mjög skýr, og mér vitanlega hefur ekkert breyst í langan tíma hvað þau varðar.“ Gestur telur fara best á því að stofnunin klári sína faglegu vinnu áður en næstu skref verði ákveðin. „Eins og hefur komið fram þá óskaði ráðherra og ráðuneytið eftir því að við myndum fara yfir öll gögn og birta síðan niðurstöðu úr þeim gögnum.“ Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands birti í gær nýja úttekt þar sem stjórnvöld eru hvött til að bjóða út sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Þar kemur fram að olíufundur geti haft í för með sér ríkulegan ávinning og að skatttekjur gætu numið 51 til 102 milljónum á hvern íslenskan ríkisborgara. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagráðherra hefur sagt að umræða um olíuleit þurfi að byggjast á gögnum staðreyndum í stað getgáta. Áhugasamir geti sent umsókn um leit til Umhverfis- og orkustofnunar, án þess að ríkið ráðist í sérstakt útboð. Enn að meta gögnin Forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar segir úttektina aðeins eitt af fjölmörgum gögnum sem undir séu í vinnu stofnunarinnar. „Okkar hlutverk er í sjálfu sér að leggja mat á faglegu gögnin sem liggja til grundvallar. Hitt er meira svona skoðun hagsmunaaðila,“ segir Gestur Pétursson, forstjóri umhverfis- og orkustofnunar. Verið sé að yfirfara faglegu gögnin frá því síðast var leitað að olíu, en síðasti aðilinn af þremur sem hlutu sérleyfi til rannsókna á Drekasvæðinu árið 2012 skilaði inn leyfinu árið 2018. Síðan þá hefur ekki verið leitað á svæðinu. Faglegu gögnin eru rannsóknargögn sem leyfishafar afhentu í sjálfu ferlinu. Lögin séu skýr Gestur segir að sérstakst útboðs sé ekki þörf, þrátt fyrir hvatningu Viðskiptaráðs, þar sem hægt sé að sækja um leyfi. „Lögin í dag eru mjög skýr, og mér vitanlega hefur ekkert breyst í langan tíma hvað þau varðar.“ Gestur telur fara best á því að stofnunin klári sína faglegu vinnu áður en næstu skref verði ákveðin. „Eins og hefur komið fram þá óskaði ráðherra og ráðuneytið eftir því að við myndum fara yfir öll gögn og birta síðan niðurstöðu úr þeim gögnum.“
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira