Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Agnar Már Másson skrifar 18. september 2025 20:18 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem mælir fyrir frumvarpinu, sagði við upphaf þings á dögunum að það væri „alveg skýrt [að] við ætlum að klára bókun 35“ á þessu þingi. Vísir Bókun 35 verður aftur tekin fyrir í utanríkismálanefnd Alþingis eftir að fyrstu umræðu um frumvarp utanríkisráðherra lauk í kvöld. Líklega fer það óbreytt í aðra umræðu en spurning er hvort ríkisstjórnin muni aftur finna sig knúna til að beita „kjarnorkuákvæðinu“ til að þvinga það í gegnum aðra umræðu, sem stjórnarliðar hafa ekki útilokað. Málið hafði aftur farið í fyrstu umræðu þar sem meirihlutanum tókst ekki að fá það samþykkt á síðasta þingi en þá stóð önnur umræðan yfir í um sextíu klukkustundir þar til málinu var endanlega frestað fram á haustþing. Lagafrumvarpið var einnig lagt fram í tíð fyrri ríkisstjórnar en hlaut ekki afgreiðslu. Fyrsta umræðan hófst því aftur á ellefta tímanum í dag og eins og við mátti búast sýndu Miðflokksmenn frumvarpinu mesta mótstöðu. Málglaðir miðflokksmenn Á síðasta vorþingi var málið rætt heillengi, sér í lagi af þingmönnum Miðflokksins, sem hafa í gegnum árin lýst megnri óánægju með boðaða upptöku bókunar 35. Efnislega gengur bókun 35 út á að ef lagasetning sem byggir á EES-samningnum og önnur lög stangast á gildi þau fyrri, nema Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins sagði í ræðu sinni að frumarpið myndi „teppaleggja yfir gildandi rétt með löggjöf sem á rætur sínar í Brussel“ og formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagði sagði frumvarpið vera hluta af vegferð utanríkisráðherra um að koma Íslandi í Evrópusambandið. Þingmenn annarra flokka á þingi hafa upp til hópa stutt frumvarpið, þar á meðal sjálfstæðismenn sem sjálfir lögðu frumvarpið fram á síðasta kjörtímabili en málið hefur þó verið umdeilt meðal sjálfstæðismanna. Ætlar stjórnin að beita „kjarnorkuákvæðinu“ aftur? Forystukonur ríkisstjórnarinnar hafa gert það skýrt að meirihlutinn vilji keyra málið í gegnum þingið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem mælir fyrir frumvarpinu, sagði við upphaf þings á dögunum að það væri „alveg skýrt [að] við ætlum að klára bókun 35“ á þessu þingi. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra útilokaði ekki í samtali við Vísi að 71. grein verði beitt í umræðu um bókun 35 en segir þó ekki gengið út frá því heldur. Ákvæðinu var beitt til að binda enda á umræður um veiðigjöldin í sumar en beitingin olli miklu uppnámi í Alþingishúsinu. Utanríkismálanefnd mun nú aftur taka málið fyrir. Líklega fer málið óbreytt í gegnum nefndina, sem er undir formennsku Viðreisnarmannsins Pawels Bartoszeks. Svo fer málið aftur í aðra umræðu þar sem það mun væntanlega mæta mótspyrnu Miðflokksmanna á ný. Umræðutími er ekki takmarkaður í annarri umræðu og þannig hafa hin ýmsu mál stíflast þar vegna málþófs, eða meints málþófs. Óvíst er að málið komist í gegnum þingið án þess að meirihlutinn beiti „kjarnorkuákvæðinu“ svokallaða, sem forsætisráðherra vill reyndar kalla „lýðræðisákvæði“. Spyrjum að leikslokum. Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið EES-samningurinn EFTA Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira
Málið hafði aftur farið í fyrstu umræðu þar sem meirihlutanum tókst ekki að fá það samþykkt á síðasta þingi en þá stóð önnur umræðan yfir í um sextíu klukkustundir þar til málinu var endanlega frestað fram á haustþing. Lagafrumvarpið var einnig lagt fram í tíð fyrri ríkisstjórnar en hlaut ekki afgreiðslu. Fyrsta umræðan hófst því aftur á ellefta tímanum í dag og eins og við mátti búast sýndu Miðflokksmenn frumvarpinu mesta mótstöðu. Málglaðir miðflokksmenn Á síðasta vorþingi var málið rætt heillengi, sér í lagi af þingmönnum Miðflokksins, sem hafa í gegnum árin lýst megnri óánægju með boðaða upptöku bókunar 35. Efnislega gengur bókun 35 út á að ef lagasetning sem byggir á EES-samningnum og önnur lög stangast á gildi þau fyrri, nema Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins sagði í ræðu sinni að frumarpið myndi „teppaleggja yfir gildandi rétt með löggjöf sem á rætur sínar í Brussel“ og formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagði sagði frumvarpið vera hluta af vegferð utanríkisráðherra um að koma Íslandi í Evrópusambandið. Þingmenn annarra flokka á þingi hafa upp til hópa stutt frumvarpið, þar á meðal sjálfstæðismenn sem sjálfir lögðu frumvarpið fram á síðasta kjörtímabili en málið hefur þó verið umdeilt meðal sjálfstæðismanna. Ætlar stjórnin að beita „kjarnorkuákvæðinu“ aftur? Forystukonur ríkisstjórnarinnar hafa gert það skýrt að meirihlutinn vilji keyra málið í gegnum þingið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem mælir fyrir frumvarpinu, sagði við upphaf þings á dögunum að það væri „alveg skýrt [að] við ætlum að klára bókun 35“ á þessu þingi. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra útilokaði ekki í samtali við Vísi að 71. grein verði beitt í umræðu um bókun 35 en segir þó ekki gengið út frá því heldur. Ákvæðinu var beitt til að binda enda á umræður um veiðigjöldin í sumar en beitingin olli miklu uppnámi í Alþingishúsinu. Utanríkismálanefnd mun nú aftur taka málið fyrir. Líklega fer málið óbreytt í gegnum nefndina, sem er undir formennsku Viðreisnarmannsins Pawels Bartoszeks. Svo fer málið aftur í aðra umræðu þar sem það mun væntanlega mæta mótspyrnu Miðflokksmanna á ný. Umræðutími er ekki takmarkaður í annarri umræðu og þannig hafa hin ýmsu mál stíflast þar vegna málþófs, eða meints málþófs. Óvíst er að málið komist í gegnum þingið án þess að meirihlutinn beiti „kjarnorkuákvæðinu“ svokallaða, sem forsætisráðherra vill reyndar kalla „lýðræðisákvæði“. Spyrjum að leikslokum.
Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið EES-samningurinn EFTA Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira