Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Lovísa Arnardóttir skrifar 18. september 2025 08:51 Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða, segir að bregðast verði við vandanum innan fangelsanna strax. Vísir/Lýður Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða, segir aðstæður óviðunandi innan fangelsisins og kallar eftir lausnum sem aðstoði við að leysa vandann strax. Nýtt fangelsi leysi ekki vandann sem steðji að fangavörðum í dag. Þeir séu oftar beittir ofbeldi, hótunum og ýmissi áreitni. Plássleysi sé stærsta vandamálið en einnig vanti fleiri fangaverði. Afstaða – félag fanga, forstöðumenn tveggja fangelsa og öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar og Fangavarðafélag Íslands sendu frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem þeir lýstu slæmu viðvarandi ástandi fangelsismála. „Þetta er búin að vera langvarandi krísa sem er búin að skapast í fangelsiskerfinu og þetta er eiginlega komið gott,“ segir Heiðar Smith, formaður félags fangavarða, sem ræddi fangelsismál og þetta ástand í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Mikið plássleysi Hann segir þetta birtast þannig að fangelsin séu yfirfull og fangaverðir lendi ítrekað í því að geta ekki tekið við mannskap í gæsluvarðhald vegna þess að það eru ekki til lausir klefar fyrir þá. Fólk sem eigi að fara í einangrun sé í staðinn vistað á lögreglustöðvum við óviðunandi aðstæður. „Við þurfum að dagvista fólk á öðrum deildum og þetta er orðið mjög erfitt ástand.“ Hann segir þetta ástand skapa meira óöryggi meðal fangavarða. Á átta manna deild séu tíu fangar og það skapi spennu á deildinni og óviðunandi aðstæður fyrir alla. „Plássleysið er stærsta vandamálið myndi ég segja.“ Hann segist ekki sjá mikla von í viðbrögðum stjórnvalda. Það sé meira talað en gert og það sé komin mikil þreyta í fangaverði. Langtímaveikindi fangavarða séu algeng og margir í kulnun. Ríkisstjórnin samþykkti í maí tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna. Samþykkt var á sama tíma að hefja útboð og framkvæmdir að því loknu. Þá hefur einnig verið greint frá því að leitað sé leiða til að láta erlenda fanga afplána sína dóma í heimalandi sínu og hefur dómsmálaráðherra á þingmálaskrá sinni að opna brottfararstöð fyrir fólk sem á að vísa úr landi. Fjallað var um það í sumar að 42 prósent fanga væru erlendir ríkisborgarar. Heiðar segir þær lausnir sem hafi verið lagðar fram ekki leysa vandamálið sem fangaverðir glími við núna. Þörfin á nýju fangelsi sé löngu komin fram, en það sé þörf núna á að bregðast strax við krísunni sem er innan fangelsismálakerfisins. Sjá einnig: Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Heiðar segir stöðuna ekki þannig að fangaverðir óttist um líf sitt en ofbeldi í garð þeirra sé að aukast. „Það er allt of mikið. Það er verið að ráðast á okkur, það er verið að skvetta á okkur allskonar líkamsvessum. Við erum að lenda í allskonar hótunum, áreitni og hvað eina,“ segir Heiðar og að þessum tilvikum hafi fjölgað síðustu ár. Eiga ekki heima í fangelsi Bæði vegna þess mikla fjölda sem afplánar en einnig vegna þess að erfiðara er að eiga við hluta þeirra. „Bæði flóknari einstaklinga, veikari einstaklinga, sem ættu kannski ekki endilega heima í fangelsi.“ Sjá einnig: Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Heiðar segir plássleysið einnig skapa meiri spennu meðal fanga og geri fangavörðum erfiðara fyrir með að færa fanga til ef eitthvað kemur upp á. „Við eigum erfiðara með að aðskilja fanga og hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast… Það sem er að gerast er að það eru hópamyndanir, það eru einstaklingar inni í fangelsiskerfinu sem mega ekki hitta hver aðra,“ segir Heiðar og að það sé erfiðara þegar fangaverðir hafi ekki yfirsýn hver sé hvar. Heiðar segir að í þessum aðstæðum nái fangelsin ekki að uppfylla opinbera stefnu stjórnvalda um að innan fangelsanna eigi einhvers konar betrun að fara fram. Vanti einnig fleiri fangaverði Auk plássleysisins segir Heiðar einnig skort á fangavörðum og þá sérstaklega menntuðum fangavörðum. Hann kallar eftir því að meira fjármagn verði sett í Fangavarðaskólann. „Það vantar einhverja úrlausn sem verður til þess að við þurfum ekki að láta fólk á boðunarlista bíða, og við þurfum ekki að láta dóma fyrnast, og við verðum að geta tekið á móti þeim sem við þurfum virkilega þurfum að taka á móti. Staðan hérna í sumar var skelfileg. Maður hugsaði bara að ef það gerist eitthvað slæmt í þjóðfélaginu þá værum við ekki með pláss til að taka við því.“ Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bítið Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Afstaða – félag fanga, forstöðumenn tveggja fangelsa og öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar og Fangavarðafélag Íslands sendu frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem þeir lýstu slæmu viðvarandi ástandi fangelsismála. „Þetta er búin að vera langvarandi krísa sem er búin að skapast í fangelsiskerfinu og þetta er eiginlega komið gott,“ segir Heiðar Smith, formaður félags fangavarða, sem ræddi fangelsismál og þetta ástand í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Mikið plássleysi Hann segir þetta birtast þannig að fangelsin séu yfirfull og fangaverðir lendi ítrekað í því að geta ekki tekið við mannskap í gæsluvarðhald vegna þess að það eru ekki til lausir klefar fyrir þá. Fólk sem eigi að fara í einangrun sé í staðinn vistað á lögreglustöðvum við óviðunandi aðstæður. „Við þurfum að dagvista fólk á öðrum deildum og þetta er orðið mjög erfitt ástand.“ Hann segir þetta ástand skapa meira óöryggi meðal fangavarða. Á átta manna deild séu tíu fangar og það skapi spennu á deildinni og óviðunandi aðstæður fyrir alla. „Plássleysið er stærsta vandamálið myndi ég segja.“ Hann segist ekki sjá mikla von í viðbrögðum stjórnvalda. Það sé meira talað en gert og það sé komin mikil þreyta í fangaverði. Langtímaveikindi fangavarða séu algeng og margir í kulnun. Ríkisstjórnin samþykkti í maí tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna. Samþykkt var á sama tíma að hefja útboð og framkvæmdir að því loknu. Þá hefur einnig verið greint frá því að leitað sé leiða til að láta erlenda fanga afplána sína dóma í heimalandi sínu og hefur dómsmálaráðherra á þingmálaskrá sinni að opna brottfararstöð fyrir fólk sem á að vísa úr landi. Fjallað var um það í sumar að 42 prósent fanga væru erlendir ríkisborgarar. Heiðar segir þær lausnir sem hafi verið lagðar fram ekki leysa vandamálið sem fangaverðir glími við núna. Þörfin á nýju fangelsi sé löngu komin fram, en það sé þörf núna á að bregðast strax við krísunni sem er innan fangelsismálakerfisins. Sjá einnig: Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Heiðar segir stöðuna ekki þannig að fangaverðir óttist um líf sitt en ofbeldi í garð þeirra sé að aukast. „Það er allt of mikið. Það er verið að ráðast á okkur, það er verið að skvetta á okkur allskonar líkamsvessum. Við erum að lenda í allskonar hótunum, áreitni og hvað eina,“ segir Heiðar og að þessum tilvikum hafi fjölgað síðustu ár. Eiga ekki heima í fangelsi Bæði vegna þess mikla fjölda sem afplánar en einnig vegna þess að erfiðara er að eiga við hluta þeirra. „Bæði flóknari einstaklinga, veikari einstaklinga, sem ættu kannski ekki endilega heima í fangelsi.“ Sjá einnig: Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Heiðar segir plássleysið einnig skapa meiri spennu meðal fanga og geri fangavörðum erfiðara fyrir með að færa fanga til ef eitthvað kemur upp á. „Við eigum erfiðara með að aðskilja fanga og hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast… Það sem er að gerast er að það eru hópamyndanir, það eru einstaklingar inni í fangelsiskerfinu sem mega ekki hitta hver aðra,“ segir Heiðar og að það sé erfiðara þegar fangaverðir hafi ekki yfirsýn hver sé hvar. Heiðar segir að í þessum aðstæðum nái fangelsin ekki að uppfylla opinbera stefnu stjórnvalda um að innan fangelsanna eigi einhvers konar betrun að fara fram. Vanti einnig fleiri fangaverði Auk plássleysisins segir Heiðar einnig skort á fangavörðum og þá sérstaklega menntuðum fangavörðum. Hann kallar eftir því að meira fjármagn verði sett í Fangavarðaskólann. „Það vantar einhverja úrlausn sem verður til þess að við þurfum ekki að láta fólk á boðunarlista bíða, og við þurfum ekki að láta dóma fyrnast, og við verðum að geta tekið á móti þeim sem við þurfum virkilega þurfum að taka á móti. Staðan hérna í sumar var skelfileg. Maður hugsaði bara að ef það gerist eitthvað slæmt í þjóðfélaginu þá værum við ekki með pláss til að taka við því.“
Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bítið Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira