Lífið

Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pizzakofi við heimili Ragnars.
Pizzakofi við heimili Ragnars.

Læknirinn Ragnar Freyr Ingvarsson er með stóran heimasmíðaðan pizza kofa í garðinum.

Ragnar Freyr sem betur er þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu hefur slegið í gegn bæði með matreiðslubókum sínum, sjónvarpsþáttum og matarbloggi.

Hann er alltaf að gera tilraunir með ýmsa girnilega rétti. Ragnar notar matargerð sem slökunaraðferð eða núvitund og í raun hans jóga.

Og pizzurnar hans eru oft skemmtilega öðruvísi. Risa pizzakofinn á pallinum hjá honum hefur verið notaður til að halda vinsælar pizza veislur með ólíkum pizzum sem oft koma á óvart. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði þennan einstaka pizzaofn og ræddi við lækninn.

Í bílskúrnum í nokkur ár

„Þetta eru í raun mistök frá upphafi til enda. Vinir mínir Magnús Konráðsson og Sædís kollegar voru að flytja heim fyrir nokkrum árum síðan. Þá hringir Magnús í mig og spyr mig hvort ég vilji ekki svona pizzaofn eins og við hefðum talað um nokkrum árum áður. Ég segi bara jú og gleymi þessu samt í raun strax,“ segir Ragnar og heldur áfram.

„Næstum því ári seinna þá hringir hann í mig og segist vera fluttur heim og að pizzaofninn sé út í bílskúr hjá sér. Ég fer og sæki hann og þá er hann ósamsettur og miklu stærri en við hefðum verið að ræða um þarna á árum áður.“

Hann segir að varan hafi staðið ósamsett í nokkur ár úti í bílskúr hjá sér.

„Þangað til ég fékk hugrekki að láta smíða hann. Þetta varð miklu stærra en ég gerði ráð fyrir,“ segir Ragnar en hér að neðan má sjá ofninn eða meira pizzakofinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.