Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2025 11:15 Séð yfir áhrifasvæði Hvammsvirkjunar. Þjórsá verður stífluð á móts við Skarðsfjall, sem sést hægra megin fyrir miðju. Kirkjustaðurinn Stórinúpur lengst til vinstri. Fjær sjást Búrfell fyrir miðri mynd og Hekla til hægri. Landsvirkjun Tæp sextíu prósent svarenda í skoðanakönnun segjast hlynnt Hvammsvirkjun í Þjórsá en aðeins rúmur fimmtungur er andsnúinn. Gríðarlegur munur er á afstöðu kynjanna til virkjunarinnar en mun fleiri karlar eru fylgjandi henni en konur. Lengi hefur verið deilt um virkjunarframkvæmdir Landsvirkjunnar í Þjórsá. Tekist hefur verið á um þær fyrir dómstólum og hjá opinberum úrskurðarnefndum. Eins og sakir standa hefur Landsvirkjun bráðabirgðaframkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdir eftir að Hæstiréttur staðfesti ógildingu neðri dómstiga á virkjunarleyfi í sumar. Landsmenn eru almennt hlynntir Hvammsvirkjun ef marka má niðurstöður könnunar Maskínu sem voru birtar í dag. Þar sögðust 59 prósent fylgjandi, þar af rúmlega þriðjungur mjög hlynntur. Tuttugu og eitt prósent sögðust andvíg, þar af 10,3 prósent mjög andvíg. Heil 71,1 prósent karla sagðist hlynnt virkjuninni en aðeins 39,6 prósent kvenna. Hátt í þriðjungur kvenna sagðist andvígur en innan við fimmtán prósent karla. Meirihluti er hlynntur Hvammsvirkjun í öllum landshlutum. Stuðningurinn er minnstur í Reykjavík, 51,5 prósent fylgjandi en 27,2 prósent andvíg. Mestur stuðningur við verkefnið mælist á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem nærri því þrír af hverjum fjórum sögðust hlynntir virkjuninni. Stuðningur við virkjunina er meiri á meðal kjósenda stjórnarandstöðuflokkanna á þingi en stjórnarflokkanna. Þannig eru allt frá 81 og upp í 85 prósent kjósenda Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins fylgjandi virkjuninni en 47,8 prósent samfylkingarfólks, 66 prósent viðreisnar fólks en aðeins rúm þrjátíu prósent kjósenda Flokks fólksins. Könnunin var framkvæmd dagana 18.-21. ágúst. Orkumál Umhverfismál Skoðanakannanir Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Lengi hefur verið deilt um virkjunarframkvæmdir Landsvirkjunnar í Þjórsá. Tekist hefur verið á um þær fyrir dómstólum og hjá opinberum úrskurðarnefndum. Eins og sakir standa hefur Landsvirkjun bráðabirgðaframkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdir eftir að Hæstiréttur staðfesti ógildingu neðri dómstiga á virkjunarleyfi í sumar. Landsmenn eru almennt hlynntir Hvammsvirkjun ef marka má niðurstöður könnunar Maskínu sem voru birtar í dag. Þar sögðust 59 prósent fylgjandi, þar af rúmlega þriðjungur mjög hlynntur. Tuttugu og eitt prósent sögðust andvíg, þar af 10,3 prósent mjög andvíg. Heil 71,1 prósent karla sagðist hlynnt virkjuninni en aðeins 39,6 prósent kvenna. Hátt í þriðjungur kvenna sagðist andvígur en innan við fimmtán prósent karla. Meirihluti er hlynntur Hvammsvirkjun í öllum landshlutum. Stuðningurinn er minnstur í Reykjavík, 51,5 prósent fylgjandi en 27,2 prósent andvíg. Mestur stuðningur við verkefnið mælist á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem nærri því þrír af hverjum fjórum sögðust hlynntir virkjuninni. Stuðningur við virkjunina er meiri á meðal kjósenda stjórnarandstöðuflokkanna á þingi en stjórnarflokkanna. Þannig eru allt frá 81 og upp í 85 prósent kjósenda Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins fylgjandi virkjuninni en 47,8 prósent samfylkingarfólks, 66 prósent viðreisnar fólks en aðeins rúm þrjátíu prósent kjósenda Flokks fólksins. Könnunin var framkvæmd dagana 18.-21. ágúst.
Orkumál Umhverfismál Skoðanakannanir Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira