„Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. september 2025 22:01 Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls. vísir/vilhelm Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. Kjaraviðræður Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði við Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa staðið yfir frá því í desember án árangurs. Vegna þessa hafa um 400 starfsmenn álversins verið án starfssamnings síðan í febrúar. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, segir mikinn samhug vera meðal félagsmanna um næstu skref en undirbúningur að atkvæðagreiðslu um verkfall stendur nú yfir. „Ég á von á því að það verði borin upp tillaga þess efnis, seinni part í vikunni. Sá hópur sem við höfum þegar heyrt í er mjög jákvæður fyrir því að ýta málinu áfram með aðgerðum.“ „Fullreynt án aðgerða“ Hún telur líklegt að niðurstaða um verkfall muni liggja fyrir innan næstu tveggja vikna. Hún segir þolinmæðina vera af skornum skammti. „Það er bara komin sú staða að það virðist vera fullreynt án aðgerða því miður. Það er mjög miður að við séum komin á þennan stað já. Ég sá það aldrei fyrir mér að þetta myndi verða svona þungt. Þetta er auðvitað mjög miður að vera komin í þessa stöðu.“ Vongóð um að samningar náist Stéttarfélögin hafa nú þegar hafnað tveimur tilboðum Alcoa en málinu var vísað til ríkissáttasemjara í apríl. Hjördís segir enn nokkuð langt á milli aðila. „Það hefur svo sem ýmsu verið kastað á milli aðila á þessum tíma. Síðasta tilboð var ekki þannig úr garði gert að samninganefndin hefði áhuga fyrir að semja á þeim nótum nei, það er bara þannig.“ Sex mánaða fyrirvari er áður en aðgerðir geta hafist samkvæmt samningi Alcoa. Hjördís kveðst vongóð um að semja áður en verkfall skellur á af fullum þunga. „Það er þessi fyrirvari sem eru sex mánuðir og síðan í framhaldi af því þá fyrst fer niðurkeyrslan að byrja og hún tekur allt að þremur mánuðum. Þetta er níu mánaða ferli. Það er nægur tími til að semja á þeim tíma en það hefur lítið gengið á síðustu, hvað eigum við að segja, níu mánuðum. Það stendur ekki á okkur og við höfum auðvitað væntingar til að ná samningum sem fyrst.“ Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fjarðabyggð Stéttarfélög Stóriðja Áliðnaður Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Kjaraviðræður Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði við Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa staðið yfir frá því í desember án árangurs. Vegna þessa hafa um 400 starfsmenn álversins verið án starfssamnings síðan í febrúar. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, segir mikinn samhug vera meðal félagsmanna um næstu skref en undirbúningur að atkvæðagreiðslu um verkfall stendur nú yfir. „Ég á von á því að það verði borin upp tillaga þess efnis, seinni part í vikunni. Sá hópur sem við höfum þegar heyrt í er mjög jákvæður fyrir því að ýta málinu áfram með aðgerðum.“ „Fullreynt án aðgerða“ Hún telur líklegt að niðurstaða um verkfall muni liggja fyrir innan næstu tveggja vikna. Hún segir þolinmæðina vera af skornum skammti. „Það er bara komin sú staða að það virðist vera fullreynt án aðgerða því miður. Það er mjög miður að við séum komin á þennan stað já. Ég sá það aldrei fyrir mér að þetta myndi verða svona þungt. Þetta er auðvitað mjög miður að vera komin í þessa stöðu.“ Vongóð um að samningar náist Stéttarfélögin hafa nú þegar hafnað tveimur tilboðum Alcoa en málinu var vísað til ríkissáttasemjara í apríl. Hjördís segir enn nokkuð langt á milli aðila. „Það hefur svo sem ýmsu verið kastað á milli aðila á þessum tíma. Síðasta tilboð var ekki þannig úr garði gert að samninganefndin hefði áhuga fyrir að semja á þeim nótum nei, það er bara þannig.“ Sex mánaða fyrirvari er áður en aðgerðir geta hafist samkvæmt samningi Alcoa. Hjördís kveðst vongóð um að semja áður en verkfall skellur á af fullum þunga. „Það er þessi fyrirvari sem eru sex mánuðir og síðan í framhaldi af því þá fyrst fer niðurkeyrslan að byrja og hún tekur allt að þremur mánuðum. Þetta er níu mánaða ferli. Það er nægur tími til að semja á þeim tíma en það hefur lítið gengið á síðustu, hvað eigum við að segja, níu mánuðum. Það stendur ekki á okkur og við höfum auðvitað væntingar til að ná samningum sem fyrst.“
Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fjarðabyggð Stéttarfélög Stóriðja Áliðnaður Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira