Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Jón Ísak Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 6. september 2025 15:11 Roberto Luigi Pagani er staddur út í sveit á Austurlandi í réttum, en hann ræddi við fréttastofu í gegnum fjarfundarbúnað á reiprennandi íslensku. Roberto Luigi Pagani, Ítali sem hefur búið á Íslandi síðan 2014 og hefur starfað meðal annars við kennslu í íslenskum handritafræðum og forníslensku við Háskóla Íslands, fékk ekki samþykkta umsókn um íslenskan ríkisborgararétt vegna þess að hann hafði ekki tilskilið próf í íslensku. Hann segir málið leiðinlegt skrifræðisatriði sem er vonandi hægt að leysa. Roberto flutti til Íslands árið 2014 til að nema íslensk miðaldafræði við Háskóla Íslands og var ætlunin fyrst um sinn að vera bara eitt ár og fara svo aftur til Ítalíu. Svo fór að honum leið vel á Íslandi og ákvað að vera hér áfram og sækja um doktorsnám á Íslandi og kynntist svo íslenskri konu. Roberto hefur verið undanfarin tíu ár á bólakafi í íslenskum fræðum í háskólasamfélaginu, en hann er í dag á lokametrunum í doktorsnámi sínu, og hefur meðfram því sinnt kennslu í handritafræðum miðalda, forníslensku, nútímaíslensku, og er aðjúnkt í íslensku sem öðru máli. Í mars sótti hann um íslenskan ríkisborgararétt, og skilaði öllum þeim gögnum sem eiga að fylgja slíkri umsókn. Roberto lifir og hrærist í íslenskum fræðum í Háskóla Íslands. „Þetta var sakarvottorð og allt saman, svo var líka krafa um íslenskupróf, og þetta var nefnilega málið. Þetta er mjög kostnaðarsamt próf, kostar minnir mig 40 þúsund, og ég hef heyrt frá mörgum útlendingum að þetta sé í rauninni grín.“ „Þetta er formsatriði, eitthvað skrifræðisatriði myndi ég segja, og mér fannst svolítið ósanngjarnt að þurfa eyða 40 þúsund krónum í þetta.“ „Samkvæmt reglugerð er hægt að fá undanþágu, þannig ég fékk bréf frá prófessor í íslenskri menningardeild, sem er leiðbeinandi minn í doktorsnáminu. Hann gerði grein fyrir öllu sem ég var búinn að læra, hvaða námskeið og það sem ég er búinn að vera kenna hingað til.“ „Ég fékk bréf frá Útlendingastofnun í gær þar sem kom í ljós að þetta bréf væri ekki nóg. Það var lagt til að ég myndi senda prófskírteni af þeim námskeiðum sem ég var búinn að taka. En vandamálið er að ég hef ekki fengið svona skírteni.“ Roberto segir að vandinn felist einnig í því að prófið sem beðið er um í bréfinu frá Útlendingastofnun sé bara haldið tvisvar á ári. Næsta próf verði haldið í nóvember, en hann hafi verið krafinn um svar við bréfinu innan 14 daga. Annars falli umsóknin niður dauð. „Ég er ekki reiður út í neinn, ég skil mjög vel að kerfið geri ekki ráð fyrir mér. Þetta er kannski ástæða til að uppfæra kerfið, breyta reglunum, svo það sé aðeins meira svigrúm.“ „Ég myndi alveg taka þetta próf og borga 40 þúsund ef það væri mögulegt, en það er ekki í boði fyrr en í nóvember. Þá er umsóknin fallin niður. “ „Það væri mjög leiðinlegt að byrja upp á nýtt. En þetta er eðli skrifræðisins, það er bara þannig. Ég vona að það verði hægt að leysa vandamálið, en eins og er líður mér rosalega vel, það hefur verið tekið svo vel á móti mér í þessu landi.“ Íslensk tunga Íslensk fræði Ríkisborgararéttur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Roberto flutti til Íslands árið 2014 til að nema íslensk miðaldafræði við Háskóla Íslands og var ætlunin fyrst um sinn að vera bara eitt ár og fara svo aftur til Ítalíu. Svo fór að honum leið vel á Íslandi og ákvað að vera hér áfram og sækja um doktorsnám á Íslandi og kynntist svo íslenskri konu. Roberto hefur verið undanfarin tíu ár á bólakafi í íslenskum fræðum í háskólasamfélaginu, en hann er í dag á lokametrunum í doktorsnámi sínu, og hefur meðfram því sinnt kennslu í handritafræðum miðalda, forníslensku, nútímaíslensku, og er aðjúnkt í íslensku sem öðru máli. Í mars sótti hann um íslenskan ríkisborgararétt, og skilaði öllum þeim gögnum sem eiga að fylgja slíkri umsókn. Roberto lifir og hrærist í íslenskum fræðum í Háskóla Íslands. „Þetta var sakarvottorð og allt saman, svo var líka krafa um íslenskupróf, og þetta var nefnilega málið. Þetta er mjög kostnaðarsamt próf, kostar minnir mig 40 þúsund, og ég hef heyrt frá mörgum útlendingum að þetta sé í rauninni grín.“ „Þetta er formsatriði, eitthvað skrifræðisatriði myndi ég segja, og mér fannst svolítið ósanngjarnt að þurfa eyða 40 þúsund krónum í þetta.“ „Samkvæmt reglugerð er hægt að fá undanþágu, þannig ég fékk bréf frá prófessor í íslenskri menningardeild, sem er leiðbeinandi minn í doktorsnáminu. Hann gerði grein fyrir öllu sem ég var búinn að læra, hvaða námskeið og það sem ég er búinn að vera kenna hingað til.“ „Ég fékk bréf frá Útlendingastofnun í gær þar sem kom í ljós að þetta bréf væri ekki nóg. Það var lagt til að ég myndi senda prófskírteni af þeim námskeiðum sem ég var búinn að taka. En vandamálið er að ég hef ekki fengið svona skírteni.“ Roberto segir að vandinn felist einnig í því að prófið sem beðið er um í bréfinu frá Útlendingastofnun sé bara haldið tvisvar á ári. Næsta próf verði haldið í nóvember, en hann hafi verið krafinn um svar við bréfinu innan 14 daga. Annars falli umsóknin niður dauð. „Ég er ekki reiður út í neinn, ég skil mjög vel að kerfið geri ekki ráð fyrir mér. Þetta er kannski ástæða til að uppfæra kerfið, breyta reglunum, svo það sé aðeins meira svigrúm.“ „Ég myndi alveg taka þetta próf og borga 40 þúsund ef það væri mögulegt, en það er ekki í boði fyrr en í nóvember. Þá er umsóknin fallin niður. “ „Það væri mjög leiðinlegt að byrja upp á nýtt. En þetta er eðli skrifræðisins, það er bara þannig. Ég vona að það verði hægt að leysa vandamálið, en eins og er líður mér rosalega vel, það hefur verið tekið svo vel á móti mér í þessu landi.“
Íslensk tunga Íslensk fræði Ríkisborgararéttur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira