Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. september 2025 14:38 Korpuskóli hefur verið nýttur sem önnur aðstaða fyrir til dæmis nemendur Fossvogsskóla þegar í ljós kom að mygla væri í þeim síðarnefnda. Reykjavíkurborg Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hefja innkaupaferli vegna framkvæmda í Korpuskóla. Ætlunin er að Korpuskóli taki við nemendum úr Klettaskóla, þar sem færri komast að en vilja. Umhverfis- og skipulagssvið óskaði eftir heimild frá borgarráði til að hefja innkaupaferli vegna framkvæmdanna. Kostnaðaráætlun við framkvæmdirnar er þrjú hundruð milljónir króna samkvæmt fundargerð borgarráðsins. Ráðist verður í framkvæmdirnar til að breyta Korpuskóla svo hann taki mið af starfseminni í Klettaskóla, sérskóla fyrir grunnskólabörn. Skólabyggingin verði endurskipulögð og aðlöguð að sérhæfðu skólastarfi sem fram fer í Klettaskóla. Korpuskóli hefur ítrekað verið nýttur fyrir nemendur annarra skóla sem geta ekki dvalið í skólabyggingunni vegna ýmissa ástæðna. Til að mynda árið 2022 voru þar nemendur í áttunda bekk í Hagaskóla á meðan leyst var úr brunavarnarmálum í öðru bráðabirgðahúsnæði þeirra. Árið áður nýttu nemendur í Fossvogsskóla Korpuskóla þegar mygla kom upp í fyrrnefndum skóla. Stuttu síðar kom í ljós að einnig var mygla í Korpuskóla. Framkvæmdirnar felast í aðlögun kennslustofa og stuðningsrýma og stækkun kaffistofu og vinnaðstoðu starfsfólks skólans. Þá á að breyta aðkomu og tengingu innan byggingarinnar samkvæmt algildri hönnun, hönnunarstefn u sem tekur tillit til allra notenda byggingarinnar. Líkt og RÚV greindi frá þurfti að hafna 26 umsóknum barna sem vildu ganga í Klettaskóla. Fulltrúar borgarstjórnar tóku undir fyrirhugaðar framkvæmdir. „Þörfin fyrir þessi pláss er afar brýn eins og sést á því að 26 börnum var synjað um skólavist í Klettaskóla núna í haust,“ sagði Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, í bókun í fundargerðinni. Líf Magneudóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Helga Þórðardóttir, borgarfulltrúar meirihluta borgarstjórnar, taka einnig undir framkvæmdirnar. „Það er því fagnaðarefni að ráðist sé í breytingar á Korpuskóla til að anna eftirspurninni eftir sérskólavist í Reykjavík. Brýnt er að ráðast í frekari uppbyggingu sérskóla svo ekki þurfi að synja nemendum um skólavist sem sannarlega eiga rétt á því að sækja sér nám í umhverfi sem hæfir þeim,“ segja fulltrúar meirihlutans í bókuninni. Grunnskólar Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Umhverfis- og skipulagssvið óskaði eftir heimild frá borgarráði til að hefja innkaupaferli vegna framkvæmdanna. Kostnaðaráætlun við framkvæmdirnar er þrjú hundruð milljónir króna samkvæmt fundargerð borgarráðsins. Ráðist verður í framkvæmdirnar til að breyta Korpuskóla svo hann taki mið af starfseminni í Klettaskóla, sérskóla fyrir grunnskólabörn. Skólabyggingin verði endurskipulögð og aðlöguð að sérhæfðu skólastarfi sem fram fer í Klettaskóla. Korpuskóli hefur ítrekað verið nýttur fyrir nemendur annarra skóla sem geta ekki dvalið í skólabyggingunni vegna ýmissa ástæðna. Til að mynda árið 2022 voru þar nemendur í áttunda bekk í Hagaskóla á meðan leyst var úr brunavarnarmálum í öðru bráðabirgðahúsnæði þeirra. Árið áður nýttu nemendur í Fossvogsskóla Korpuskóla þegar mygla kom upp í fyrrnefndum skóla. Stuttu síðar kom í ljós að einnig var mygla í Korpuskóla. Framkvæmdirnar felast í aðlögun kennslustofa og stuðningsrýma og stækkun kaffistofu og vinnaðstoðu starfsfólks skólans. Þá á að breyta aðkomu og tengingu innan byggingarinnar samkvæmt algildri hönnun, hönnunarstefn u sem tekur tillit til allra notenda byggingarinnar. Líkt og RÚV greindi frá þurfti að hafna 26 umsóknum barna sem vildu ganga í Klettaskóla. Fulltrúar borgarstjórnar tóku undir fyrirhugaðar framkvæmdir. „Þörfin fyrir þessi pláss er afar brýn eins og sést á því að 26 börnum var synjað um skólavist í Klettaskóla núna í haust,“ sagði Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, í bókun í fundargerðinni. Líf Magneudóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Helga Þórðardóttir, borgarfulltrúar meirihluta borgarstjórnar, taka einnig undir framkvæmdirnar. „Það er því fagnaðarefni að ráðist sé í breytingar á Korpuskóla til að anna eftirspurninni eftir sérskólavist í Reykjavík. Brýnt er að ráðast í frekari uppbyggingu sérskóla svo ekki þurfi að synja nemendum um skólavist sem sannarlega eiga rétt á því að sækja sér nám í umhverfi sem hæfir þeim,“ segja fulltrúar meirihlutans í bókuninni.
Grunnskólar Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira