„Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. september 2025 12:14 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. getty/vísir/arnar Forstjóri Lyfjastofnunar varar fólk við aukinni ógn ólöglegra lyfja sem eru auglýst á samfélagsmiðlum sem þyngdarstjórnunarlyf. Lyfin eru mögulega í umferð hér á landi en dæmi eru um að þyngdarstjórnunarlyf gangi kaupum og sölum á Facebook-síðum innan landsteinanna. Lyfjastofnun hefur varað við ólöglegum lyfjum við sykursýki og ofþyngd en framboð þeirra í Evrópu hefur aukist til muna undanfarið. Lyfin eru gjarnan seld á fölskum netsíðum og auglýst á samfélagsmiðlum en þau eru ekki með markaðsleyfi og uppfylla engar kröfur. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun kemur fram að lyfin séu alvarleg ógn við heilsu fólks. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segist ekki hafa orðið vör við sölu umræddra lyfja hér á landi. „Þar ekkert þar með sagt að við þurfum að vita af því. Þess vegna er mikilvægt að brýna fyrir þessu. Okkur hefur ekki verið tilkynnt um þetta af tollinum eða slíku en það er ekki þar með sagt að við myndum vita það.“ Gangi kaupum og sölu á Facebook Þó séu merki um ólöglegan markað þyngdarstjórnunarlyfja á Íslandi. „Ég meina það eru bara einhverjar síður þar sem fólk eru að selja einhver lyf. Ef þetta eru einhverjar Facebook síður þá getum við ekkert annað en tilkynnt þetta til lögreglunnar. Því það er náttúrulega ólöglegt að selja lyfseðilsskyld lyf. Líklegast eru þetta lyf sem hefur verið ávísað á Íslandi en við vitum ekkert um það.“ Innan Evrópu er um hundruð falskra Facebook-síðna og sölusíðna að ræða. Opinber merki lyfjayfirvalda eru misnotuð og falskar umsagnir notaðar til að villa um fyrir neytendum. „Annað hvort eru þetta falskar Facebook-síður eða sölusíður þar sem er látið líta út fyrir að þetta séu viðurkenndir aðilar.“ Eru þetta sannfærandi svindl? „Já ég held að þetta séu mjög sannfærandi svindl.“ „Þá veistu bara ekkert hvað þú ert að fá“ Fólk er hvatt til að tilkynna ef það verður vart við ólögleg þyngdarstjórnunarlyf. Lyfin geti verið lífshættuleg. „Þetta þurfa ekki að vera ólöglega framleidd lyf en þau eru kannski seld ólöglega. Síðan geta þetta verið ólögleg lyf, þannig að maður veit ekkert hvað er í þeim. Þau geta hafa verið ólöglega framleidd. Eru þau þá framleidd í heimahúsum? „Það getur bara verið alls konar. Það getur verið framleitt bara við einhverjar aðstæður sem maður ekki þekkir. Það getur verið að það sé bara búið að skipta um miða. Þetta eru náttúrulega stungulyf. Það er í besta falli vatn í þessu en í versta falli er eitthvað annað í þessu. Það geta verið pakkarnir og áletranir sem hefur verið breytt.“ Hún biðlar til fólks að kaupa alls ekki lyf á netinu. „Þá veistu bara ekkert hvað þú ert að fá.“ Hvað er það alvarlegasta sem þú hefur heyrt af varðandi afleiðingar við einhverju svona? „Það geta verið dauðsföll, Þú veist ekkert hvað er í þessu. Það komst inn á breska markaðinn eitthvað sem innihélt insúlín í staðinn fyrir þessi lyf. Það eru bara ríkar ástæður fyrir því að það sé verið að vara við þessu. Það er rík eftirspurn eftir þessu og það er verið að villa um fyrir neytendum með skipulögðum hætti,“ segir hún og ítrekar að fólk eigi að taka lyf eins og þeim er ávísað. Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Lyfjastofnun hefur varað við ólöglegum lyfjum við sykursýki og ofþyngd en framboð þeirra í Evrópu hefur aukist til muna undanfarið. Lyfin eru gjarnan seld á fölskum netsíðum og auglýst á samfélagsmiðlum en þau eru ekki með markaðsleyfi og uppfylla engar kröfur. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun kemur fram að lyfin séu alvarleg ógn við heilsu fólks. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segist ekki hafa orðið vör við sölu umræddra lyfja hér á landi. „Þar ekkert þar með sagt að við þurfum að vita af því. Þess vegna er mikilvægt að brýna fyrir þessu. Okkur hefur ekki verið tilkynnt um þetta af tollinum eða slíku en það er ekki þar með sagt að við myndum vita það.“ Gangi kaupum og sölu á Facebook Þó séu merki um ólöglegan markað þyngdarstjórnunarlyfja á Íslandi. „Ég meina það eru bara einhverjar síður þar sem fólk eru að selja einhver lyf. Ef þetta eru einhverjar Facebook síður þá getum við ekkert annað en tilkynnt þetta til lögreglunnar. Því það er náttúrulega ólöglegt að selja lyfseðilsskyld lyf. Líklegast eru þetta lyf sem hefur verið ávísað á Íslandi en við vitum ekkert um það.“ Innan Evrópu er um hundruð falskra Facebook-síðna og sölusíðna að ræða. Opinber merki lyfjayfirvalda eru misnotuð og falskar umsagnir notaðar til að villa um fyrir neytendum. „Annað hvort eru þetta falskar Facebook-síður eða sölusíður þar sem er látið líta út fyrir að þetta séu viðurkenndir aðilar.“ Eru þetta sannfærandi svindl? „Já ég held að þetta séu mjög sannfærandi svindl.“ „Þá veistu bara ekkert hvað þú ert að fá“ Fólk er hvatt til að tilkynna ef það verður vart við ólögleg þyngdarstjórnunarlyf. Lyfin geti verið lífshættuleg. „Þetta þurfa ekki að vera ólöglega framleidd lyf en þau eru kannski seld ólöglega. Síðan geta þetta verið ólögleg lyf, þannig að maður veit ekkert hvað er í þeim. Þau geta hafa verið ólöglega framleidd. Eru þau þá framleidd í heimahúsum? „Það getur bara verið alls konar. Það getur verið framleitt bara við einhverjar aðstæður sem maður ekki þekkir. Það getur verið að það sé bara búið að skipta um miða. Þetta eru náttúrulega stungulyf. Það er í besta falli vatn í þessu en í versta falli er eitthvað annað í þessu. Það geta verið pakkarnir og áletranir sem hefur verið breytt.“ Hún biðlar til fólks að kaupa alls ekki lyf á netinu. „Þá veistu bara ekkert hvað þú ert að fá.“ Hvað er það alvarlegasta sem þú hefur heyrt af varðandi afleiðingar við einhverju svona? „Það geta verið dauðsföll, Þú veist ekkert hvað er í þessu. Það komst inn á breska markaðinn eitthvað sem innihélt insúlín í staðinn fyrir þessi lyf. Það eru bara ríkar ástæður fyrir því að það sé verið að vara við þessu. Það er rík eftirspurn eftir þessu og það er verið að villa um fyrir neytendum með skipulögðum hætti,“ segir hún og ítrekar að fólk eigi að taka lyf eins og þeim er ávísað.
Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira