Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. september 2025 19:09 Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að reynsla Norðmanna af því að innleiða rafrænt eftirlit með þeim sem sæta nálgunarbanni sé góð. Fólk hafi almennt öðlast meiri trú á nálgunarbanninu sem verkfæri og að það virki sem skyldi. Þá hefur umsóknum um nálgunarbann fjölgað í kjölfar breytinganna. Vísir/BJARNI Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins fagnar fyrirætlunum dómsmálaráðherra um að skylda þá sem brjóta gegn nálgunarbanni til að bera ökklaband. Án rafræns eftirlits sé nálgunarbannið allt of máttlaust enda sé ítrekað brotið gegn því. Skjólstæðingar hennar í Kvennaathvarfinu þekki það of vel á eigin skinni. Áform um breytingar á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda og hefur almenningur færi til 16. september til að skila umsögnum. Ef frumvarpið nær fram að ganga verður öllum þeim sem brjóta gegn nálgunarbanni gert að sæta rafrænu eftirliti með ökklabandi. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, fagnar því að málið sé komið í þennan farveg. „Við erum með þolendur sem lifa í stöðugum ótta um umsátur og ofbeldi þannig að þetta er risastórt skref og mikil skilaboð sem stjórnvöld eru að senda.“ Fjöldi heimilisofbeldismála í málaskrá lögreglu árið 2023 var 1122, en í fyrra var fjöldinn kominn upp í 1161. Þrátt fyrir að málunum hafi fjölgað á milli ára þá fækkaði beiðnum um nálgunarbann á sama tímabili. Trú Norðmanna á nálgunarbann jókst við innleiðingu eftirlits Linda Dröfn segir að reynsla Norðmanna af því að innleiða rafrænt eftirlit með fólki sem sætir nálgunarbanni sé sú að trú fólks á að nálgunarbann virki sem skyldi hafi aukist og þá sé nálgunarbanni sem verkfæri oftar beitt. „Við þekkjum bara mörg dæmi þess að nálgunarbannið sé í dag of máttlaus. Það er erfitt að fá það í gegn en þegar það svo loksins fæst í gegn þá eru verkfærin svo fá sem lögreglan hefur til að tryggja öryggið og fylgja nálgunarbanninu eftir þó svo að það sé brotið.” Linda telur að þetta sé að hluta til ástæðan fyrir því hversu sjaldan sé sótt um nálgunarbann þrátt fyrir mikinn fjölda heimilisofbeldismála. „Því það er þekking á því að nálgunarbannið hefur ekki nógu mikið að segja.” Linda þekkir mýmörg dæmi um brot gegn nálgunarbanni. Skjólstæðingar hennar í Kvennaathvarfinu þekki slíkt of vel. „Þetta eru oft mjög hættulegir einstaklingar og það fylgir þessu mikill ótti, mikið óöryggi og hræðsla. Þetta er það ofbeldi sem grefur sig dýpst inn í sálartetrið, það er þessi eltihrelling, umsátur og ógnanir í daglegu lífi.” Fræðsla mikilvæg til lagabókstafurinn sé lifandi Gríðarlega mikilvægt sé að fræða alla hlutaðeigandi til að tryggja að mögulegar breytingar á lögunum verði að lifandi lagabókstaf. „Að bæði lögregla og félagsráðgjafar þekki þessi breyttu lög, kunni að beita þeim og eins dómarar, þekki kynbundið ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum og hversu margslungið og flókið fyrirbæri það er, þannig að það sé verið að veita nálgunarbann sannarlega á réttum tímapunktum.” Í frumvarpinu er einnig fjallað um fjársektir við að broti gegn nálgunarbanni. „Við sjáum í umferðarörygginu að þetta er það sem virkar. Það þarf að vera eitthvað sem gerist strax þannig að þetta endurtaki sig ekki því þetta er spurning um líf og dauða. Við vitum aldrei hvenær þeir standa við hótanirnar, og við höfum sannarlega séð það gerast.“ Dómstólar Lögreglan Kynbundið ofbeldi Lögreglumál Fangelsismál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Dómsmálaráðherra vill að þeir sem sæta nálgunarbanni beri ökklaband með staðsetningarbúnaði til að tryggja að banninu sé framfylgt. Áform um lagabreytingu þess efnis hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en ráðherrann segir málið forgangsmál og bindur vonir við að það verði orðið að lögum fyrir jól. 3. september 2025 12:00 Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram. 24. mars 2025 19:36 Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Fara á í heildstæða skoðun á notkun ökklabanda hér á landi og þá sérstaklega með tilliti til brota gegn nálgunarbanni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ef fjármuni vanti til að kaupa ökklabönd, verði það lagað. 28. janúar 2025 23:42 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Áform um breytingar á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda og hefur almenningur færi til 16. september til að skila umsögnum. Ef frumvarpið nær fram að ganga verður öllum þeim sem brjóta gegn nálgunarbanni gert að sæta rafrænu eftirliti með ökklabandi. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, fagnar því að málið sé komið í þennan farveg. „Við erum með þolendur sem lifa í stöðugum ótta um umsátur og ofbeldi þannig að þetta er risastórt skref og mikil skilaboð sem stjórnvöld eru að senda.“ Fjöldi heimilisofbeldismála í málaskrá lögreglu árið 2023 var 1122, en í fyrra var fjöldinn kominn upp í 1161. Þrátt fyrir að málunum hafi fjölgað á milli ára þá fækkaði beiðnum um nálgunarbann á sama tímabili. Trú Norðmanna á nálgunarbann jókst við innleiðingu eftirlits Linda Dröfn segir að reynsla Norðmanna af því að innleiða rafrænt eftirlit með fólki sem sætir nálgunarbanni sé sú að trú fólks á að nálgunarbann virki sem skyldi hafi aukist og þá sé nálgunarbanni sem verkfæri oftar beitt. „Við þekkjum bara mörg dæmi þess að nálgunarbannið sé í dag of máttlaus. Það er erfitt að fá það í gegn en þegar það svo loksins fæst í gegn þá eru verkfærin svo fá sem lögreglan hefur til að tryggja öryggið og fylgja nálgunarbanninu eftir þó svo að það sé brotið.” Linda telur að þetta sé að hluta til ástæðan fyrir því hversu sjaldan sé sótt um nálgunarbann þrátt fyrir mikinn fjölda heimilisofbeldismála. „Því það er þekking á því að nálgunarbannið hefur ekki nógu mikið að segja.” Linda þekkir mýmörg dæmi um brot gegn nálgunarbanni. Skjólstæðingar hennar í Kvennaathvarfinu þekki slíkt of vel. „Þetta eru oft mjög hættulegir einstaklingar og það fylgir þessu mikill ótti, mikið óöryggi og hræðsla. Þetta er það ofbeldi sem grefur sig dýpst inn í sálartetrið, það er þessi eltihrelling, umsátur og ógnanir í daglegu lífi.” Fræðsla mikilvæg til lagabókstafurinn sé lifandi Gríðarlega mikilvægt sé að fræða alla hlutaðeigandi til að tryggja að mögulegar breytingar á lögunum verði að lifandi lagabókstaf. „Að bæði lögregla og félagsráðgjafar þekki þessi breyttu lög, kunni að beita þeim og eins dómarar, þekki kynbundið ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum og hversu margslungið og flókið fyrirbæri það er, þannig að það sé verið að veita nálgunarbann sannarlega á réttum tímapunktum.” Í frumvarpinu er einnig fjallað um fjársektir við að broti gegn nálgunarbanni. „Við sjáum í umferðarörygginu að þetta er það sem virkar. Það þarf að vera eitthvað sem gerist strax þannig að þetta endurtaki sig ekki því þetta er spurning um líf og dauða. Við vitum aldrei hvenær þeir standa við hótanirnar, og við höfum sannarlega séð það gerast.“
Dómstólar Lögreglan Kynbundið ofbeldi Lögreglumál Fangelsismál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Dómsmálaráðherra vill að þeir sem sæta nálgunarbanni beri ökklaband með staðsetningarbúnaði til að tryggja að banninu sé framfylgt. Áform um lagabreytingu þess efnis hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en ráðherrann segir málið forgangsmál og bindur vonir við að það verði orðið að lögum fyrir jól. 3. september 2025 12:00 Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram. 24. mars 2025 19:36 Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Fara á í heildstæða skoðun á notkun ökklabanda hér á landi og þá sérstaklega með tilliti til brota gegn nálgunarbanni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ef fjármuni vanti til að kaupa ökklabönd, verði það lagað. 28. janúar 2025 23:42 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Dómsmálaráðherra vill að þeir sem sæta nálgunarbanni beri ökklaband með staðsetningarbúnaði til að tryggja að banninu sé framfylgt. Áform um lagabreytingu þess efnis hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en ráðherrann segir málið forgangsmál og bindur vonir við að það verði orðið að lögum fyrir jól. 3. september 2025 12:00
Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram. 24. mars 2025 19:36
Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Fara á í heildstæða skoðun á notkun ökklabanda hér á landi og þá sérstaklega með tilliti til brota gegn nálgunarbanni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ef fjármuni vanti til að kaupa ökklabönd, verði það lagað. 28. janúar 2025 23:42
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent