Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. september 2025 12:00 Þorbjörg Sigríður segir að með frumvarpinu sé verið að stíga stór skref til að vernda þolendum og til að gera gerendum erfiðara fyrir að sitja um fólk. Vísir/Einar Dómsmálaráðherra vill að þeir sem sæta nálgunarbanni beri ökklaband með staðsetningarbúnaði til að tryggja að banninu sé framfylgt. Áform um lagabreytingu þess efnis hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en ráðherrann segir málið forgangsmál og bindur vonir við að það verði orðið að lögum fyrir jól. Frestur til að skila inn umsögnum um málið er til 16. september er frumvarpið lýtur að því að gerendum til dæmis umsáturseineltis verði gert að sæta rafrænu eftirliti með ökklabandi. Ráðherra skipaði starfshóp til að yfirfara lög um nálgunarbann og brottvísun af heimili í lok mars á þessu ári en hann hefur nú lokið sinni vinnu en nú getur almenningur tekið afstöðu til málsins í samráðsgátt. „Ég er algjörlega sannfærð um það að með þessum lagabreytingum þá munum við ná mikilvægum árangri fyrir það fólk sem hefur þurft að sækja um nálgunarbann; fyrir konur sem hafa verið að flýja ofbeldissambúð og fyrir einstaklinga sem eru að verða fyrir ofsóknum og áreitni af hálfu eltihrella,“ segir Þorbjörg Sigríður Guðlaugsdóttir dómsmálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þorbjörg segir að þetta skref sé liður í því að ráðast í ákveðna tiltekt í stóru kerfum landsmanna en hún segir jafnframt að þetta sé algjört forgangsmál hjá sér. „Frá fyrsta degi hefur það verið markmið mitt sem dómsmálaráðherra að styrkja stöðu þolenda ofbeldis. Það sem mun hafa þýðingu fyrir þolendur í þessu máli er að við ætlum að stórefla rafrænt eftirlit þannig að þeir sem sæta nálgunarbanni muni ganga með ökklabönd, það þýðir aukið öryggi fyrir þolendur, ótti þeirra minnkar, gerendum verður einfaldlega gert erfiðara fyrir. Það verður auðveldara að sanna þessi brot og vonandi hefur það þau áhrif að fæla menn frá því að áreita fólk.“ Í ársbyrjun spruttu upp vangaveltur hjá lögreglunni um kostnaðarskiptingu en umrædd ökklabönd eru afar kostnaðarsöm. Ráðherrann var spurður út í hversu mörg böndin verða. „Það er hluti af greiningarvinnunni, ökklabönd eru auðvitað til á Íslandi í dag og hafa verið hluti af okkar fangelsiskerfi. En við sjáum til dæmis á síðasta ári þá hafi komið 79 beiðnir um nálgunarbann, það er vísbending um það hverjar tölurnar gætu verið. Eins og ég segi þá er það hluti af þessari vinnu að kostnaðargreina og fjárfesta eftir þörfum í þessum öryggisbúnaði. Við ætlum að standa með þolendum ofbeldis og rafrænt eftirlit mun einfaldlega geta dregið úr þessum brotum.“ Kynbundið ofbeldi Stafrænt ofbeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heimilisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Til stendur að stórefla rafrænt eftirlit í málaflokknum. 3. september 2025 07:37 Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram. 24. mars 2025 19:36 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Frestur til að skila inn umsögnum um málið er til 16. september er frumvarpið lýtur að því að gerendum til dæmis umsáturseineltis verði gert að sæta rafrænu eftirliti með ökklabandi. Ráðherra skipaði starfshóp til að yfirfara lög um nálgunarbann og brottvísun af heimili í lok mars á þessu ári en hann hefur nú lokið sinni vinnu en nú getur almenningur tekið afstöðu til málsins í samráðsgátt. „Ég er algjörlega sannfærð um það að með þessum lagabreytingum þá munum við ná mikilvægum árangri fyrir það fólk sem hefur þurft að sækja um nálgunarbann; fyrir konur sem hafa verið að flýja ofbeldissambúð og fyrir einstaklinga sem eru að verða fyrir ofsóknum og áreitni af hálfu eltihrella,“ segir Þorbjörg Sigríður Guðlaugsdóttir dómsmálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þorbjörg segir að þetta skref sé liður í því að ráðast í ákveðna tiltekt í stóru kerfum landsmanna en hún segir jafnframt að þetta sé algjört forgangsmál hjá sér. „Frá fyrsta degi hefur það verið markmið mitt sem dómsmálaráðherra að styrkja stöðu þolenda ofbeldis. Það sem mun hafa þýðingu fyrir þolendur í þessu máli er að við ætlum að stórefla rafrænt eftirlit þannig að þeir sem sæta nálgunarbanni muni ganga með ökklabönd, það þýðir aukið öryggi fyrir þolendur, ótti þeirra minnkar, gerendum verður einfaldlega gert erfiðara fyrir. Það verður auðveldara að sanna þessi brot og vonandi hefur það þau áhrif að fæla menn frá því að áreita fólk.“ Í ársbyrjun spruttu upp vangaveltur hjá lögreglunni um kostnaðarskiptingu en umrædd ökklabönd eru afar kostnaðarsöm. Ráðherrann var spurður út í hversu mörg böndin verða. „Það er hluti af greiningarvinnunni, ökklabönd eru auðvitað til á Íslandi í dag og hafa verið hluti af okkar fangelsiskerfi. En við sjáum til dæmis á síðasta ári þá hafi komið 79 beiðnir um nálgunarbann, það er vísbending um það hverjar tölurnar gætu verið. Eins og ég segi þá er það hluti af þessari vinnu að kostnaðargreina og fjárfesta eftir þörfum í þessum öryggisbúnaði. Við ætlum að standa með þolendum ofbeldis og rafrænt eftirlit mun einfaldlega geta dregið úr þessum brotum.“
Kynbundið ofbeldi Stafrænt ofbeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heimilisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Til stendur að stórefla rafrænt eftirlit í málaflokknum. 3. september 2025 07:37 Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram. 24. mars 2025 19:36 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Til stendur að stórefla rafrænt eftirlit í málaflokknum. 3. september 2025 07:37
Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram. 24. mars 2025 19:36