Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 28. janúar 2025 23:42 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Einar Fara á í heildstæða skoðun á notkun ökklabanda hér á landi og þá sérstaklega með tilliti til brota gegn nálgunarbanni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ef fjármuni vanti til að kaupa ökklabönd, verði það lagað. Þetta sagði Þorbjörg á ríkisstjórnarfundi í morgun, þriðjudag. Í ljós hefur komið að þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári síðan hefur enginn þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni. Er það vegna þess að slík bönd eru ekki til. Sjá einnig: Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara „Ég get í sjálfu sér lítið gert í því sem gerðist fyrir mína tíð en mín afstaða sem dómsmálaráðherra er algjörlega skýr með það að þessi ökklabönd þau eiga að vera í notkun. Þau eiga að vera í notkun í tengslum við nálgunarbann,“ sagði Þorbjörg. Hún sagði eitt af því sem hún hefði lagt áherslu á í embætti væru aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi. „Við vitum að nálgunarbann er nátengt þeim veruleika kvenna, að sæta ofsóknum,“ sagði Þorbjörg. Hún sagðist ætla að beita sér í því að ökklabönd verði keypt og þau tekin í notkun. Þegar kemur að því hvaðan peningarnir fyrir ökklaböndum munu koma sagði Þorbjörg það til skoðunar hvort þeir hafi þegar verið veittir til ríkislögreglustjóra eða ekki. „Afstaða mín er algjörlega skýr um það að ef það er eitthvað sem upp á vantar verður því breytt.“ Þorbjörg sagðist ætla að láta að skoða löggjöf og framkvæmd þegar kemur að nálgunarbanni og umsáturseinelti. Hluti af því væri að skoða hvernig ökklaböndum sé beitt í slíkum tilvikum. „Þannig að ég ætla að fara í heildstæða skoðun á þessum pakka öllum saman. Síðan er það annað samtal að þetta á líka við í samhengi við fangelsin. Að það sé hægt að beita þeim þar í stað vægari refsinga.“ Þorbjörg sagðist ætla í aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi og hún ætli að beita sér þar. „Það á ekki að vera þannig á Íslandi að það teljist til einhverra mannréttinda að fá að ofsækja fólk og það mun ekki líðast á minni vakt.“ Hún sagði að um níutíu til hundrað mál, þar sem nálgunarbann sé ítrekað brotið, eigi sér stað hér á landi á ári hverju. „Það eru stórar tölur. Þetta er veruleiki allt of margra þolenda og við ætlum að berjast gegn þessu.“ Kynbundið ofbeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Fangelsismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira
Þetta sagði Þorbjörg á ríkisstjórnarfundi í morgun, þriðjudag. Í ljós hefur komið að þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári síðan hefur enginn þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni. Er það vegna þess að slík bönd eru ekki til. Sjá einnig: Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara „Ég get í sjálfu sér lítið gert í því sem gerðist fyrir mína tíð en mín afstaða sem dómsmálaráðherra er algjörlega skýr með það að þessi ökklabönd þau eiga að vera í notkun. Þau eiga að vera í notkun í tengslum við nálgunarbann,“ sagði Þorbjörg. Hún sagði eitt af því sem hún hefði lagt áherslu á í embætti væru aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi. „Við vitum að nálgunarbann er nátengt þeim veruleika kvenna, að sæta ofsóknum,“ sagði Þorbjörg. Hún sagðist ætla að beita sér í því að ökklabönd verði keypt og þau tekin í notkun. Þegar kemur að því hvaðan peningarnir fyrir ökklaböndum munu koma sagði Þorbjörg það til skoðunar hvort þeir hafi þegar verið veittir til ríkislögreglustjóra eða ekki. „Afstaða mín er algjörlega skýr um það að ef það er eitthvað sem upp á vantar verður því breytt.“ Þorbjörg sagðist ætla að láta að skoða löggjöf og framkvæmd þegar kemur að nálgunarbanni og umsáturseinelti. Hluti af því væri að skoða hvernig ökklaböndum sé beitt í slíkum tilvikum. „Þannig að ég ætla að fara í heildstæða skoðun á þessum pakka öllum saman. Síðan er það annað samtal að þetta á líka við í samhengi við fangelsin. Að það sé hægt að beita þeim þar í stað vægari refsinga.“ Þorbjörg sagðist ætla í aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi og hún ætli að beita sér þar. „Það á ekki að vera þannig á Íslandi að það teljist til einhverra mannréttinda að fá að ofsækja fólk og það mun ekki líðast á minni vakt.“ Hún sagði að um níutíu til hundrað mál, þar sem nálgunarbann sé ítrekað brotið, eigi sér stað hér á landi á ári hverju. „Það eru stórar tölur. Þetta er veruleiki allt of margra þolenda og við ætlum að berjast gegn þessu.“
Kynbundið ofbeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Fangelsismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira