„Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Lovísa Arnardóttir skrifar 2. september 2025 18:50 Einar Þorsteinsson þakkaði borgarfulltrúum fyrir samstöðuna eftir að ályktunin var samþykkt. Vísir/Vilhelm Allir 23 borgarfulltrúar samþykktu síðdegis í dag á fundi borgarstjórnar ályktun um samstöðu þeirra með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Tilefni ályktunarinnar, sem var borin upp á fundi sem sameiginleg tillaga borgarstjórnar, eru ummæli Snorra Mássonar um hinsegin og trans fólk í Kastljósi í gær. „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunun. Reykjavíkurborg mun halda áfram að vinna að því að tryggja að öll upplifi sig velkomin og örugg í okkar samfélagi.“ Ályktunin byggir á tillögu sem Einar Þorsteinsson, og aðrir meðlimir Framsóknarflokksins í borginni, lögðu fram að yrði tekin fyrir á fundi borgarstjórnar í dag. Einar sagði í samtali við Vísi í dag að fólk sem hafi upp svipuð ummæli og Snorri í Kastljósi í gær eigi ekkert erindi í stjórnmál. Einar þakkaði á fundi borgarstjórnar borgarstjórn fyrir að samþykkja tillöguna og sameinast um hana. „Í ljósi mikillar neikvæðrar umræðu um þetta málefni í fjölmiðlum og í samfélaginu, að borgarstjórn komi hér saman og álykti með skýrum stuðningi í garð þessa hóps,“ sagði Einar á fundinum. Tillagan er ögn breytt frá því sem Framsókn lagði til en upprunaleg tillaga Framsóknarflokksins var svona: „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunum og leggur áherslu á að slík sjónarmið eigi ekki að líðast hjá þeim sem koma að opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir meðal annars í ályktuninni sem birt hefur verið á Facebook-síðu Framsóknar í Reykjavík. Sjá einnig: Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Snorri var í Kastljósi til að ræða hinsegin málefni. Framganga hans hefur verið harðlega gagnrýnd af ráðherrum, þingmönnum, fjölmörgum á samfélagsmiðlum og nú borgarstjórn. Þá hafa einhverjir, eins og biskup Íslands, gert athugasemdir við aðkomu RÚV og að þessi málefni hafi verið rædd með þessum hætti á alþjóðlegum forvarnardegi gegn sjálfsvígum. Borgarstjórn Hinsegin Mannréttindi Fjölmiðlar Miðflokkurinn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir hinsegin samfélagið allt loga vegna framgöngu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi gærdagsins. Hún minnir á að tjáningarfrelsi feli ekki í sér réttinn til að kynda undir hatursorðræðu. 2. september 2025 18:26 Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Sjá meira
„Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunun. Reykjavíkurborg mun halda áfram að vinna að því að tryggja að öll upplifi sig velkomin og örugg í okkar samfélagi.“ Ályktunin byggir á tillögu sem Einar Þorsteinsson, og aðrir meðlimir Framsóknarflokksins í borginni, lögðu fram að yrði tekin fyrir á fundi borgarstjórnar í dag. Einar sagði í samtali við Vísi í dag að fólk sem hafi upp svipuð ummæli og Snorri í Kastljósi í gær eigi ekkert erindi í stjórnmál. Einar þakkaði á fundi borgarstjórnar borgarstjórn fyrir að samþykkja tillöguna og sameinast um hana. „Í ljósi mikillar neikvæðrar umræðu um þetta málefni í fjölmiðlum og í samfélaginu, að borgarstjórn komi hér saman og álykti með skýrum stuðningi í garð þessa hóps,“ sagði Einar á fundinum. Tillagan er ögn breytt frá því sem Framsókn lagði til en upprunaleg tillaga Framsóknarflokksins var svona: „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunum og leggur áherslu á að slík sjónarmið eigi ekki að líðast hjá þeim sem koma að opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir meðal annars í ályktuninni sem birt hefur verið á Facebook-síðu Framsóknar í Reykjavík. Sjá einnig: Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Snorri var í Kastljósi til að ræða hinsegin málefni. Framganga hans hefur verið harðlega gagnrýnd af ráðherrum, þingmönnum, fjölmörgum á samfélagsmiðlum og nú borgarstjórn. Þá hafa einhverjir, eins og biskup Íslands, gert athugasemdir við aðkomu RÚV og að þessi málefni hafi verið rædd með þessum hætti á alþjóðlegum forvarnardegi gegn sjálfsvígum.
Borgarstjórn Hinsegin Mannréttindi Fjölmiðlar Miðflokkurinn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir hinsegin samfélagið allt loga vegna framgöngu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi gærdagsins. Hún minnir á að tjáningarfrelsi feli ekki í sér réttinn til að kynda undir hatursorðræðu. 2. september 2025 18:26 Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Sjá meira
„Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir hinsegin samfélagið allt loga vegna framgöngu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi gærdagsins. Hún minnir á að tjáningarfrelsi feli ekki í sér réttinn til að kynda undir hatursorðræðu. 2. september 2025 18:26
Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41