Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. september 2025 23:17 Helgi vill að bætt verði úr stöðu mála í Mjóddinni. Vísir Ástandið í skiptistöð Strætó í Mjódd í Breiðholti er með öllu óásættanlegt að mati Helga Áss Grétarssonar varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann segir stöðuna niðurlægjandi fyrir hverfið. Ekki hefur verið samið um rekstur stöðvarinnar tveimur árum eftir að hann var auglýstur af borginni. Sumarið 2023 bauð Reykjavíkurborg út rekstur þjónustustöðvar Strætó í Mjódd í Breiðholti. Nýr rekstraraðili á að annast daglegan rekstur hússins, meðal annars á salernum og öryggisvörslu. Tveimur árum síðar hefur enginn rekstraraðili fundist og segir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ástandið í skiptistöðinni ólíðandi. „Þú sérð bara gólfefnið og áruna í kringum þetta. Þegar þú ferð á aðaljárnbrautastöðvar eða járnbrautarstöðvar úti í heimi þá er mikilvægt að tilfinningin sé góð. Þú færð ekki nógu gott vibe hérna, sérð líka gangstéttina, þetta er illa farið, þetta er grunnþjónusta og þetta á bara að vera í miklu betra lagi. Það er kjarni málsins.“ Hellur séu brotnar og illa farnar fyrir utan húsið, gólf inni í stöðinni illa farin og blaut. Þá sé stöðin ekki opin notendum Strætó allan þann tíma sem strætó gangi, engin öryggisgæsla til staðar auk þess sem klósett sé í slæmu ásigkomulagi. Eigi að vera krúnudjásn „Það voru hérna einhvern tímann fullt af sprautunálum og drasli þegar það var kynning haustið 2022. Þið sjáið bara gólfefnið, hvernig upplifun er að mæta á svona salerni? Það er ekki fagurt, efnið hér á veggjunum, þetta er ekki traustvekjandi. Þegar þú ferð á Keflavíkurflugvöll, eða á járnbrautastaði er allt í lagi og allt þvegið.“ Helgi segir málið ekki eiga að snúast um pólitík. „Þetta er stærsta skiptistöð landsins. Hún á að vera ákveðið krúnudjásn fyrir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta ástand sem er hér, hvernig sem á það er litið, það er ófullnægjandi. Þetta þarf einfaldlega að laga og það gerirðu ekki bara með því að stofna einhverja hópa innan embættismannakerfisins, það þurfa að koma skýrar aðgerðir og mikið fjármagn til þess að koma þessu í lag.“ Strætó Reykjavík Samgöngur Borgarstjórn Mjódd Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Sumarið 2023 bauð Reykjavíkurborg út rekstur þjónustustöðvar Strætó í Mjódd í Breiðholti. Nýr rekstraraðili á að annast daglegan rekstur hússins, meðal annars á salernum og öryggisvörslu. Tveimur árum síðar hefur enginn rekstraraðili fundist og segir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ástandið í skiptistöðinni ólíðandi. „Þú sérð bara gólfefnið og áruna í kringum þetta. Þegar þú ferð á aðaljárnbrautastöðvar eða járnbrautarstöðvar úti í heimi þá er mikilvægt að tilfinningin sé góð. Þú færð ekki nógu gott vibe hérna, sérð líka gangstéttina, þetta er illa farið, þetta er grunnþjónusta og þetta á bara að vera í miklu betra lagi. Það er kjarni málsins.“ Hellur séu brotnar og illa farnar fyrir utan húsið, gólf inni í stöðinni illa farin og blaut. Þá sé stöðin ekki opin notendum Strætó allan þann tíma sem strætó gangi, engin öryggisgæsla til staðar auk þess sem klósett sé í slæmu ásigkomulagi. Eigi að vera krúnudjásn „Það voru hérna einhvern tímann fullt af sprautunálum og drasli þegar það var kynning haustið 2022. Þið sjáið bara gólfefnið, hvernig upplifun er að mæta á svona salerni? Það er ekki fagurt, efnið hér á veggjunum, þetta er ekki traustvekjandi. Þegar þú ferð á Keflavíkurflugvöll, eða á járnbrautastaði er allt í lagi og allt þvegið.“ Helgi segir málið ekki eiga að snúast um pólitík. „Þetta er stærsta skiptistöð landsins. Hún á að vera ákveðið krúnudjásn fyrir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta ástand sem er hér, hvernig sem á það er litið, það er ófullnægjandi. Þetta þarf einfaldlega að laga og það gerirðu ekki bara með því að stofna einhverja hópa innan embættismannakerfisins, það þurfa að koma skýrar aðgerðir og mikið fjármagn til þess að koma þessu í lag.“
Strætó Reykjavík Samgöngur Borgarstjórn Mjódd Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira