Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Lovísa Arnardóttir skrifar 1. september 2025 09:07 Katrín Sigurðardóttir er formaður Félags geislafræðinga. Aðsend og Vísir/Vilhelm Félag geislafræðinga segir það mikil vonbrigði að í tillögum spretthóps um að styrkja geislameðferð á Landspítala hafi ekki verið að finna tillögur um hvernig megi bæta kjör og vinnuaðstæður á geislameðferðardeildinni. Bið eftir geislameðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast síðustu vikur og geislafræðingum fækkað verulega á deildinni síðustu ár. Samkvæmt skýrslu sem fylgir tillögum spretthóps er biðtíminn lengstur hjá tveimur stærstu sjúklingahópunum. Þetta eru annars vegar sjúklingar sem bíða eftir geislameðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins og hins vegar sjúklingar sem bíða eftir meðferð vegna brjóstakrabbameins. Spretthópurinn skilaði tillögum sínum fyrir helgi og var birt tilkynning um það á vef stjórnarráðsins á fimmtudag. Í tillögunum er meðal annars lagt til að kannaðir séu möguleikar á því að senda sjúklinga í geislameðferð til Svíþjóðar og að kannaður verði fýsileiki þess að tryggja samning við sjúkrahús erlendis. Þá er einnig í tillögunum lagt til að fundið verði leið til að ráða geislafræðinga með erlenda menntun, og að auglýst verði eftir geislafræðingum með viðbótarmenntun. Þá er einnig lagt til að starfsaðstæður á deildinni verði bættar og það verði skoðað hvort laun geislafræðinga endurspegli menntun þeirra og ábyrgð. Þá er einnig lagt til að fjölga línuhraðli í þrjá, að sérhæfðu starfsfólki verði fjölgað og að opnunartími deildarinnar verði lengdur til 19. Einnig er lagt til að hámarksbiðtími á Íslandi verði skilgreindur. Biðin tvöfaldast Í yfirlýsingu frá Félagi geislafræðinga segir að á síðustu vikum hafi bið eftir geislameðferð við krabbameini á Íslandi orðið tvöfalt lengri en viðmið geri ráð fyrir og því hafi spretthópur tekið til starfa. „Það er að sjálfsögðu mikilvægt að bregðast hratt og vel við þessum aðstæðum auk þess að tryggja að þær komi ekki upp aftur svo að fólk með krabbamein komist í nauðsynlega meðferð á réttum tíma.“ Geislameðferðardeild Landspítalans taki á móti öllum krabbameinssjúkum á Íslandi og að starf geislafræðinga sé sérhæft og krefjandi. Það krefjist fjögurra ára háskólanáms, auk sérhæfðrar þjálfunar áður en hægt er að sinna meðferðinni sjálfri. Á síðustu árum hafi þeim fækkað á deildinni vegna þess að geislafræðingum bjóðast betri kjör í einkageira eða í vaktavinnu annars staðar í heilbrigðiskerfinu. „Nú er svo komið að aðeins tíu stöðugildi af 15 eru mönnuð. Þetta hefur skapað aðstæður þar sem geislafræðingar vinna undir miklu álagi, sem hefur valdið veikindum starfsfólks, bæði til lengri og skemmri tíma. Til að bæta ástandið til framtíðar þarf að bæta kjör og starfsskilyrði geislafræðinga á geislameðferðardeild,“ segir í yfirlýsingunni. Því séu það vonbrigði að ekki séu tillögur um að bæta kjör og vinnuaðstæður í tillögum spretthópsins. „Hins vegar er lögð fram tillaga um að lengja opnunartíma til kl. 19:00 í nokkra mánuði og treysta þar á vinnuframlag núverandi starfsfólks og þeirra sem nýlega hafa sagt upp störfum á deildinni. Það skýtur skökku við að ætla núverandi starfsfólki að vinna enn meira þegar deildin er þegar undirmönnuð á venjulegum opnunartíma hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Skammtímalausnir dugi ekki Félagið telur að það þurfi að setja það strax í forgang að bæta kjör og starfsaðstæður. Lausnir sem byggi á yfirvinnu fyrir þau sem þegar eru á deildinni séu hvorki sjálfbærar né öruggar og að öryggi sjúklinga þurfi alltaf að vera í forgrunni. „Í opinberri umræðu hefur að mestu verið fjallað um tækjakaup og þá skammtímalausn að senda sjúklinga erlendis í meðferð. Þegar það vantar að manna þriðjung stöðugilda á geislameðferðardeild er ómögulegt að halda úti fullri þjónustu á báðum tækjunum sem deildin hefur yfir að ráða. Við tökum heils hugar undir nauðsyn þess að bæta við línuhraðli til að mæta aukinni þörf í framtíðinni, en nýtt tæki leysir engan vanda ef ekki eru geislafræðingar til að nota það,“ segir í yfirlýsingunni. Þá bendir félagið á að samkvæmt Krabbameinsfélaginu muni nýgreiningum krabbameina fjölga um 57 prósent á næstu árum og skammtímalausnir dugi ekki til að takast á við það. „Það þarf að ráðast að rót vandans og gera breytingar til lengri tíma svo að deildin verði í stakk búin að veita bestu mögulegu meðferð til framtíðar. Þetta er verkefnið sem þarf að leysa svo tryggja megi að geislameðferð við krabbameini á Íslandi verði áfram í fremstu röð og aðgengileg öllum sjúklingum þegar þeir þurfa á henni að halda,“ segir að lokum. Krabbamein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Samkvæmt skýrslu sem fylgir tillögum spretthóps er biðtíminn lengstur hjá tveimur stærstu sjúklingahópunum. Þetta eru annars vegar sjúklingar sem bíða eftir geislameðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins og hins vegar sjúklingar sem bíða eftir meðferð vegna brjóstakrabbameins. Spretthópurinn skilaði tillögum sínum fyrir helgi og var birt tilkynning um það á vef stjórnarráðsins á fimmtudag. Í tillögunum er meðal annars lagt til að kannaðir séu möguleikar á því að senda sjúklinga í geislameðferð til Svíþjóðar og að kannaður verði fýsileiki þess að tryggja samning við sjúkrahús erlendis. Þá er einnig í tillögunum lagt til að fundið verði leið til að ráða geislafræðinga með erlenda menntun, og að auglýst verði eftir geislafræðingum með viðbótarmenntun. Þá er einnig lagt til að starfsaðstæður á deildinni verði bættar og það verði skoðað hvort laun geislafræðinga endurspegli menntun þeirra og ábyrgð. Þá er einnig lagt til að fjölga línuhraðli í þrjá, að sérhæfðu starfsfólki verði fjölgað og að opnunartími deildarinnar verði lengdur til 19. Einnig er lagt til að hámarksbiðtími á Íslandi verði skilgreindur. Biðin tvöfaldast Í yfirlýsingu frá Félagi geislafræðinga segir að á síðustu vikum hafi bið eftir geislameðferð við krabbameini á Íslandi orðið tvöfalt lengri en viðmið geri ráð fyrir og því hafi spretthópur tekið til starfa. „Það er að sjálfsögðu mikilvægt að bregðast hratt og vel við þessum aðstæðum auk þess að tryggja að þær komi ekki upp aftur svo að fólk með krabbamein komist í nauðsynlega meðferð á réttum tíma.“ Geislameðferðardeild Landspítalans taki á móti öllum krabbameinssjúkum á Íslandi og að starf geislafræðinga sé sérhæft og krefjandi. Það krefjist fjögurra ára háskólanáms, auk sérhæfðrar þjálfunar áður en hægt er að sinna meðferðinni sjálfri. Á síðustu árum hafi þeim fækkað á deildinni vegna þess að geislafræðingum bjóðast betri kjör í einkageira eða í vaktavinnu annars staðar í heilbrigðiskerfinu. „Nú er svo komið að aðeins tíu stöðugildi af 15 eru mönnuð. Þetta hefur skapað aðstæður þar sem geislafræðingar vinna undir miklu álagi, sem hefur valdið veikindum starfsfólks, bæði til lengri og skemmri tíma. Til að bæta ástandið til framtíðar þarf að bæta kjör og starfsskilyrði geislafræðinga á geislameðferðardeild,“ segir í yfirlýsingunni. Því séu það vonbrigði að ekki séu tillögur um að bæta kjör og vinnuaðstæður í tillögum spretthópsins. „Hins vegar er lögð fram tillaga um að lengja opnunartíma til kl. 19:00 í nokkra mánuði og treysta þar á vinnuframlag núverandi starfsfólks og þeirra sem nýlega hafa sagt upp störfum á deildinni. Það skýtur skökku við að ætla núverandi starfsfólki að vinna enn meira þegar deildin er þegar undirmönnuð á venjulegum opnunartíma hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Skammtímalausnir dugi ekki Félagið telur að það þurfi að setja það strax í forgang að bæta kjör og starfsaðstæður. Lausnir sem byggi á yfirvinnu fyrir þau sem þegar eru á deildinni séu hvorki sjálfbærar né öruggar og að öryggi sjúklinga þurfi alltaf að vera í forgrunni. „Í opinberri umræðu hefur að mestu verið fjallað um tækjakaup og þá skammtímalausn að senda sjúklinga erlendis í meðferð. Þegar það vantar að manna þriðjung stöðugilda á geislameðferðardeild er ómögulegt að halda úti fullri þjónustu á báðum tækjunum sem deildin hefur yfir að ráða. Við tökum heils hugar undir nauðsyn þess að bæta við línuhraðli til að mæta aukinni þörf í framtíðinni, en nýtt tæki leysir engan vanda ef ekki eru geislafræðingar til að nota það,“ segir í yfirlýsingunni. Þá bendir félagið á að samkvæmt Krabbameinsfélaginu muni nýgreiningum krabbameina fjölga um 57 prósent á næstu árum og skammtímalausnir dugi ekki til að takast á við það. „Það þarf að ráðast að rót vandans og gera breytingar til lengri tíma svo að deildin verði í stakk búin að veita bestu mögulegu meðferð til framtíðar. Þetta er verkefnið sem þarf að leysa svo tryggja megi að geislameðferð við krabbameini á Íslandi verði áfram í fremstu röð og aðgengileg öllum sjúklingum þegar þeir þurfa á henni að halda,“ segir að lokum.
Krabbamein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent