„Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. september 2025 06:02 Kristrúnu dreymir um að sjá kirsuberjatré í blóma í Japan, og hún myndi helst vilja geta flogið ef hún hefði einhverja ofurkrafta. „Það sem veitir mér innblástur er að taka inn sem mest af fjölbreyttri list. Ég trúi því að maður geti ekki skapað neitt nema maður sé sjálfur að taka inn,“ segir Eyfirðingurinn og tónlistakonan Kristún Jóhannesdóttir, eða Kris. Hún er nýlega flutt heim frá New York þar sem hún lagði stund á söng og leiklist við The American Musical and Dramatic Academy. Kristrún starfar sem söngkona, textahöfundur og starfmaður í Spúútnik. Á síðustu misserum hefur hún beint sjónum sínum að því að semja og flytja eigin tónlist. Nýverið gaf hún út lagið Caught in the Middle, sem hún samdi með Akureyringnum og pródúsentinum Jóhannesi Ágústi Sigurjónssyni. Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu hennar, What’s Past. „Grunnurinn að lögunum á plötunni kemur úr gömlum dagbókum og stílabókum sem ég varðveitti frá æsku. Þau virka þannig sem eins konar formáli að mér sjálfri,“ segir Kristrún. Kristrún sýnir lesendum Vísis hina hliðina. Um þig Fullt nafn? Kristrún Jóhannesdóttir. Aldur? 27 ára. Við hvað starfar þú? Söngkona, textahöfundur og starfmaður í Spúútnik. Fjölskylduhagir? Gift og með hvolp. Lífið og tilveran Lýstu sjálfri þér í þremur orðum? jákvæð, drifin, opin. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Að eiga yndislegt bakland. Ég hef átt sömu fjórar vinkonurnar nánast alla ævi, og ofan á það á ég frábæran mann, fjölskyldu og tengdafjölskyldu. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Sem tónlistarkona í fullu starfi, búin að túra um Evrópu og Bandaríkin. Ég og maðurinn minn eigum þá mörg gæludýr, og íbúð í Hlíðunum með fataherbergi og baðkar á ljónsfótum. Ljósmynd/ Júlía Grønvaldt/ Berglaug Er eitthvað sérstakt sem þig langar til að upplifa áður en þú deyrð? Mig langar að sjá kirsuberjatré í blóma í Japan. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Einn daginn var ég að stressa mig yfir hvað ég ætlaði að læra og þar með verða þegar ég yrði stór og þá sagði kennarinn mér þetta. „Margir halda að lífið sé veitingastaður, þar sem þú þarft að velja einn rétt af seðli sem er fullkominn og uppfyllir allar þínar langanir, en lífið er í raun hlaðborð; þú mátt fá þér eins mikið og þú vilt á diskinn og þú getur alltaf farið aðra ferð!“ Hvað hefur mótað þig mest í lífinu? Amma Dísa, hún minnti mig alltaf á að segja já við öllu, nýta tækifærin, læra allt sem eg vil, ferðast mikið og vera þakklát fyrir fólkið mitt. Hvað gerir þú til að endurhlaða batteríin? Eyða tíma með Bjarna, manninum mínum. Helst bara leggja okkur eða fara á kaffihús. Hvert er þitt stærsta afrek? Að flytja til New York. Það hefur verið draumur hjá mér alla ævi, jafnvel áður en ég vissi eitthvað borgina. Ég trúi eiginlega ekki ég er búin með þennan kafla. Lífið í litlu hlutunum Hver er uppskriftin að draumasunnudegi? Fara snemma í stúdíóið að skrifa, koma svo heim í brunch sem Bjarni, maðurinn minn, hefur útbúið — líklega turkish eggs eða shakshuka. Restina af deginum eyðum við í að lesa og drekka kaffi, áður en kvöldinu lýkur með risastóru spilakvöldi með vinunum. Hver er þinn uppáhalds staður á heimilinu? Sófaholið — með teppi, prjóna og voffann. Hvað er fallegasti staður á Íslandi? Eyjafjarðarsveitin, sérstaklega Kerling og Eyjafjarðará, þaðan sem ég er. En úti í heimi? Central Park í New York í haustbúningi. Venjur og vellíðan Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar á morgnana? Ég heyp út með hvolpinn okkar að pissa og fer svo beint í sturtu. Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Duolingo. Ég er með 264 daga streak í þýsku. Hugar þú vel að heilsunni? – og ef svo er, hvernig? Já, ég stunda pilates í World Class, passa vel upp á næringuna mína og tek vítamín. Ég reyni sérstaklega að tryggja að ég fái nóg af trefjum daglega og fer reglulega í göngutúra með hundinn. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Söng- og leikkona. En allra fyrst ætlaði ég mér að vinna í ísbúð til að fá endalausan frían ís. Það tókst árið 2018 þegar ég hóf störf í Ísbúð Akureyrar. Manstu hvenær þú grést síðast – og af hverju? Ég og maðurinn minn horfðum á myndina Never Let Me Go í síðustu viku, þá grét ég heiftarlega. Annars er ég mjög auðgrátin og tárast yfirleitt einu sinni á dag, allavegana, og þá yfir einhverju kisu myndböndum á TikTok. Ertu morgun- eða kvöldmanneskja? Hvorugt. Ég er hressust þarna mitt á milli, líklega skín ég hvað mest um klukkan 14:30. Hver er þinn helsti kostur? Ég er mjög jákvæð og hef mikla trú á því góða í fólki. En ókostur? Óþolinmæði, sérstaklega þegar það kemur að tali. Ég þarf alltaf að hafa Audible-bækurnar mínar á tvöföldum hraða. Uppáhalds maturinn þinn? Grjónagrautur með slátri. Hvað veitir þér innblástur? Það sem veitir mér innblástur er að taka inn sem mest af fjölbreyttri list. Ég trúi því að maður geti ekki skapað neitt nema maður sé sjálfur að taka inn. Smá skemmtilegt í lokin Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku, þýskan er í vinnslu og AB tungumál, bandarískt leyni tungumál sem mér var kennt þegar ég bjó í New York. Áttu einhvern leyndan hæfileika? Ég get talað með munninn lokaðan Ef þú hefðir einn ofurkraft, hver væri hann? Að geta flogið – en án þess að verða kalt. Draumabíllinn þinn? Gamla VW rúgbrauðið. Ég sé fyrir mér að ferðast um landið í því með vinkonum mínum. Hælar eða strigaskór? Strigaskór Manstu eftir fyrsta kossinum þínum? Nei. Er eitthvað sem þú óttast? Hrossaflugur! Hvað ertu að hámhorfa á núna? High Fidelity með Zoë Kravitz. Ég er enn sorgmædd yfir því að þáttunum hafi verið aflýsti þeir voru svo yndislega góðir. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Ókunnuga ástin mín með Kötlu Yamagata kemur mér í grallarastuðið og Don’t Lie með Black Eyed Peas er go to sumar lagið. Hin hliðin Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Leikjavísir Fleiri fréttir Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Sjá meira
Kristrún starfar sem söngkona, textahöfundur og starfmaður í Spúútnik. Á síðustu misserum hefur hún beint sjónum sínum að því að semja og flytja eigin tónlist. Nýverið gaf hún út lagið Caught in the Middle, sem hún samdi með Akureyringnum og pródúsentinum Jóhannesi Ágústi Sigurjónssyni. Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu hennar, What’s Past. „Grunnurinn að lögunum á plötunni kemur úr gömlum dagbókum og stílabókum sem ég varðveitti frá æsku. Þau virka þannig sem eins konar formáli að mér sjálfri,“ segir Kristrún. Kristrún sýnir lesendum Vísis hina hliðina. Um þig Fullt nafn? Kristrún Jóhannesdóttir. Aldur? 27 ára. Við hvað starfar þú? Söngkona, textahöfundur og starfmaður í Spúútnik. Fjölskylduhagir? Gift og með hvolp. Lífið og tilveran Lýstu sjálfri þér í þremur orðum? jákvæð, drifin, opin. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Að eiga yndislegt bakland. Ég hef átt sömu fjórar vinkonurnar nánast alla ævi, og ofan á það á ég frábæran mann, fjölskyldu og tengdafjölskyldu. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Sem tónlistarkona í fullu starfi, búin að túra um Evrópu og Bandaríkin. Ég og maðurinn minn eigum þá mörg gæludýr, og íbúð í Hlíðunum með fataherbergi og baðkar á ljónsfótum. Ljósmynd/ Júlía Grønvaldt/ Berglaug Er eitthvað sérstakt sem þig langar til að upplifa áður en þú deyrð? Mig langar að sjá kirsuberjatré í blóma í Japan. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Einn daginn var ég að stressa mig yfir hvað ég ætlaði að læra og þar með verða þegar ég yrði stór og þá sagði kennarinn mér þetta. „Margir halda að lífið sé veitingastaður, þar sem þú þarft að velja einn rétt af seðli sem er fullkominn og uppfyllir allar þínar langanir, en lífið er í raun hlaðborð; þú mátt fá þér eins mikið og þú vilt á diskinn og þú getur alltaf farið aðra ferð!“ Hvað hefur mótað þig mest í lífinu? Amma Dísa, hún minnti mig alltaf á að segja já við öllu, nýta tækifærin, læra allt sem eg vil, ferðast mikið og vera þakklát fyrir fólkið mitt. Hvað gerir þú til að endurhlaða batteríin? Eyða tíma með Bjarna, manninum mínum. Helst bara leggja okkur eða fara á kaffihús. Hvert er þitt stærsta afrek? Að flytja til New York. Það hefur verið draumur hjá mér alla ævi, jafnvel áður en ég vissi eitthvað borgina. Ég trúi eiginlega ekki ég er búin með þennan kafla. Lífið í litlu hlutunum Hver er uppskriftin að draumasunnudegi? Fara snemma í stúdíóið að skrifa, koma svo heim í brunch sem Bjarni, maðurinn minn, hefur útbúið — líklega turkish eggs eða shakshuka. Restina af deginum eyðum við í að lesa og drekka kaffi, áður en kvöldinu lýkur með risastóru spilakvöldi með vinunum. Hver er þinn uppáhalds staður á heimilinu? Sófaholið — með teppi, prjóna og voffann. Hvað er fallegasti staður á Íslandi? Eyjafjarðarsveitin, sérstaklega Kerling og Eyjafjarðará, þaðan sem ég er. En úti í heimi? Central Park í New York í haustbúningi. Venjur og vellíðan Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar á morgnana? Ég heyp út með hvolpinn okkar að pissa og fer svo beint í sturtu. Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Duolingo. Ég er með 264 daga streak í þýsku. Hugar þú vel að heilsunni? – og ef svo er, hvernig? Já, ég stunda pilates í World Class, passa vel upp á næringuna mína og tek vítamín. Ég reyni sérstaklega að tryggja að ég fái nóg af trefjum daglega og fer reglulega í göngutúra með hundinn. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Söng- og leikkona. En allra fyrst ætlaði ég mér að vinna í ísbúð til að fá endalausan frían ís. Það tókst árið 2018 þegar ég hóf störf í Ísbúð Akureyrar. Manstu hvenær þú grést síðast – og af hverju? Ég og maðurinn minn horfðum á myndina Never Let Me Go í síðustu viku, þá grét ég heiftarlega. Annars er ég mjög auðgrátin og tárast yfirleitt einu sinni á dag, allavegana, og þá yfir einhverju kisu myndböndum á TikTok. Ertu morgun- eða kvöldmanneskja? Hvorugt. Ég er hressust þarna mitt á milli, líklega skín ég hvað mest um klukkan 14:30. Hver er þinn helsti kostur? Ég er mjög jákvæð og hef mikla trú á því góða í fólki. En ókostur? Óþolinmæði, sérstaklega þegar það kemur að tali. Ég þarf alltaf að hafa Audible-bækurnar mínar á tvöföldum hraða. Uppáhalds maturinn þinn? Grjónagrautur með slátri. Hvað veitir þér innblástur? Það sem veitir mér innblástur er að taka inn sem mest af fjölbreyttri list. Ég trúi því að maður geti ekki skapað neitt nema maður sé sjálfur að taka inn. Smá skemmtilegt í lokin Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku, þýskan er í vinnslu og AB tungumál, bandarískt leyni tungumál sem mér var kennt þegar ég bjó í New York. Áttu einhvern leyndan hæfileika? Ég get talað með munninn lokaðan Ef þú hefðir einn ofurkraft, hver væri hann? Að geta flogið – en án þess að verða kalt. Draumabíllinn þinn? Gamla VW rúgbrauðið. Ég sé fyrir mér að ferðast um landið í því með vinkonum mínum. Hælar eða strigaskór? Strigaskór Manstu eftir fyrsta kossinum þínum? Nei. Er eitthvað sem þú óttast? Hrossaflugur! Hvað ertu að hámhorfa á núna? High Fidelity með Zoë Kravitz. Ég er enn sorgmædd yfir því að þáttunum hafi verið aflýsti þeir voru svo yndislega góðir. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Ókunnuga ástin mín með Kötlu Yamagata kemur mér í grallarastuðið og Don’t Lie með Black Eyed Peas er go to sumar lagið.
Hin hliðin Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Leikjavísir Fleiri fréttir Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning