Lífið

Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vestur­bænum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið var byggt árið 1946 og hefur fengið gott viðhald í gegnum árin.
Húsið var byggt árið 1946 og hefur fengið gott viðhald í gegnum árin.

Tónlistarhjónin Jón Ólafsson og Hildur Vala Einarsdóttir hafa fest kaup á fallegri tveggja hæða eign við Grenimel í Vesturbæ Reykjavíkur. Hjónin greiddu 185 milljónir fyrir eignina og var kaupsamningur undirritaður 11. ágúst síðastliðinn.

Hildur Vala og Jón seldu nýverið glæsilegt einbýlishús við Skerjagranda og er ljóst að þau vilja hvergi annars staðar búa en í Vesturbænum.

Eignin við Grenimel er 218 fermetrar á tveimur hæðum í húsi sem var byggt árið 1946 en hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Auk þess fylgir 24,5 fermetra bílskúr.

Stofa eldhús og borðstofa flæða saman í eitt í opnu og björtu rými með frönskum gluggum. Eldhúsið er einstaklega fallegt, prýtt ljósri innréttingu með góðu skápaplássi og stórri eldhúseyju með marmara á borðum. Á gólfum er gegnheilt parket. Útgengt er úr rýminu á stórar suðursvalir með stiga sem leiðir niður í garð.

Fallegur viðarstigi tengir efri hæð við jarðhæðina sem auðveldlega má breyta í séríbúð.

Samtals eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.