Innlent

Fjár­hús varð öldu­gangi að bráð

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Öldurnar tóku fjárhúsið með sér út á haf.
Öldurnar tóku fjárhúsið með sér út á haf.

Gríðarlegur sjógangur er við Vík í Mýrdal þar sem sjóvarnargarður rofnaði og fjárhús varð sjónum að bráð. Óttast er að annað hús sem er við sjóinn, hesthús, gæti farið sömu leið. 

Þórir Kjartansson, íbúi í Vík í Mýrdal náði eftirfarandi myndbandi af sjóganginum. Hann segir að sjórinn hafi nagað úr fjörunni í bráðum heilt ár, þetta hafi haft sinn aðdraganda.

„Það var settur þarna malarvarnargarður. Það brimaði svo mikið í gærkvöldi og í morgun, svona höfuðdagsstraumur sem er nýgenginn yfir er alltaf mjög stór straumur.“

„Þegar hann kom þá fór þetta allt. Það voru þarna útihús sem stóðu skammt frá sjónum, það sem stóð næst sjónum fór í sjóinn í morgun.“

Þórir segir iðnaðarhúsnæði í austasta hluta þorpsins mögulega vera í hættu vegna öldugangsins.

Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitar Víkverja, segir að um tíu manns frá björgunarsveitinni hafi verið að störfum á svæðinu í morgun.

„Það var bara verið að bjarga verðmætum. Þetta voru nokkrar kindur og svo eitthvað í þessum húsum.“

„En við bíðum bara núna. Það spáir illa í kvöld, slæm ölduspá, þannig það er líklegt að það fari annað hús í kvöld. Það er hesthús sem er aðeins fimmtán metrum frá sjó, það gæti farið.“

Nýlegur sjóvarnargarður, aðeins um ársgamall, hafi horfið í nótt.

„Það er verst að vera eyða peningum í þetta svo eyðileggst þetta bara.“

Spáð er áframhaldandi öldugangi í kvöld.Vegagerðin
Nokkur gömul hús gætu verið í hættu.Vegagerðin
Gætu verið skemmdir eftir hamaganginn, veit það ekki.Vegagerðin
Væta.Vegagerðin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×