Innlent

Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvols­velli í kvöld

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hundur í óskilum, Eiríkur G. Stephensen (t.v.)og Hjörleifur Hjartarson, sem munu skemmta gestum í kvöld.
Hundur í óskilum, Eiríkur G. Stephensen (t.v.)og Hjörleifur Hjartarson, sem munu skemmta gestum í kvöld. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það er mikið líf og fjöri í íþróttahúsinu á Hvolsvelli í kvöld en þar fer nú fram setning fjögurra daga Njáluhátíðar í Rangárþingi með skemmti-, lista og fræðikvöldi. Sérsaminn leikþáttur verður meðal annars sýndur og Hundur í óskilum ætlar að taka nokkur Njálulög svo eitthvað sé nefnt. Við vorum í beinni útsendingu frá Hvolsvelli í fréttatíma Sýnar.

Hér má sjá dagskrá kvöldsins í íþróttahúsinu

Skemmti-, lista- og fræðakvöld. Frumsýning sérsamina leikþátta, Karlakór Rangæinga, Hundur í óskilum með ný frumsamin Njálutengd lög, erindi um tvær af sterkustu persónum Njálu o.fl. Glitrandi listaperlur og fróðleiksmolar sem gera fyrsta kvöld Njáluvöku ógleymanlegt. Efnið verður síðar aðgengilegt á vefnum njaluslodir.is.

Svandís Dóra Einarsdóttir, höfundur sérsaminna leikþátta úr Njálu ásamt leikhópi sínum, Atla Rafni Sigurðssyni, Ingvari Sigurðssyni og Sólveigu Arnarsdóttur

Hundur í óskilum – Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson

Karlakór Rangæinga undir stjórn Einars Þórs Guðmundssonar

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor og þjóðfræðingur, um harm Hildigunnar Starkaðardóttur

Friðbjörn Garðarsson hæstaréttarlögmaður um Njál Þorgeirsson, lögspeking Íslands

Guðni Ágústsson, setningarávarp

Leikararnir Atli Rafn Sigurðsson og Ingvar E. Sigurðsson í sviðinu í íþróttahúsinu á Hvolsvelli í kvöld.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×