Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 15:04 Stór ökutæki eru á bílastæði Ástjarnarkirkju. Ástjarnarkirkja Bílastæðið við Ástjarnarkirkju hefur verið tekið yfir af stórum atvinnutækum sem leggja yfir þvert bílastæðið. Prestur í kirkjunni segir slíkt ekki gerast oft. Bílastæði kirkjunnar er ekki það eina þar sem fullt er af ökutækjum. „Við í Ástjarnarkirkju erum öll af vilja gerð til að vera fólki að liði. Oft - og eiginlega oftast horfum við í gegnum fingur okkar með það þegar bílastæðin við kirkjuna fyllast af bílum af ýmsum stærðum og gerðum - öndum með nefinu og bíðum eftir að þeir verði færðir svo fólk sem kemur í kirkjuna geti lagt bílunum sínum við kirkjuna,“ skrifar Arnór Bjarki Blomsterberg, prestur í Ástjarnarkirkju, á Facebook. Í færslunni biður hann þá sem eiga umrædd ökutæki að finna önnur bílastæði. Það sé leiðinlegt að fólk sem sæki kirkjuna fái ekki stæði. „Þetta er ekki algengt og við höfum yfirleitt horft í gegnum fingur okkar,“ segir Arnór í samtali við fréttastofu. Hann þurfi nokkrum sinnum á ári að birta slíkar færslur í hóp íbúa í Hafnarfirði á Facebook, aðallega þegar viðburðir eru fram undan. Hann segist þó skilja ökumenn farartækjanna sem leggi á bílastæði kirkjunnar. Þeir keyri stór ökutæki sem almennt sé erfitt að finna stæði fyrir. Þá sé kirkjan ef til vill nær heimilum viðkomandi og því freistandi að leggja nær heimilum þeirra. Arnór Bjarki segir ökumennina alltaf hafa brugðist vel við og fært bílana samstundis. Hann segir í færslunni að hann vonist til að allir bílarnir verði farnir fyrir morgundaginn. Ferðavagnar taka yfir bílastæði grunnskóla Bílastæði Ástjarnarkirkju er ekki það eina á höfuðborgarsvæðinu sem á í slíkum vanda. Í færslu á Facebook-síðu Garðabæjar biðja bæjaryfirvöld íbúa um að sækja ferðavagna sem geymdir eru á skólalóðum grunnskólanna. „Það er enn fullt af ferðavögnum við grunnskóla bæjarins, sérstaklega við Sjálandsskóla,“ segir í færslunni. Skólastarf hefst á morgun og þurfi starfsfólk og nemendur greitt aðgengi að skólanum og bílastæði hans. „Göngum í málið og sækjum tækin strax í dag.“ Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og Kópavogi hafa áður boðið íbúum að geyma hjól- og fellihýsi á svæðum í eigu sveitarfélaganna. Í svari við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, þáverandi áherynarfulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar frá árinu 2022 sagði að ekki væri á dagskrá að útvega eigendum hjól- og fellihýsa sérstakt geymslupláss yfir sumartímann. Sjá nánar: Ekki á dagskrá að sjá hjól- og fellihýsaeigendum fyrir geymsluplássi á sumrin Hafnarfjörður Garðabær Bílastæði Bílar Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira
„Við í Ástjarnarkirkju erum öll af vilja gerð til að vera fólki að liði. Oft - og eiginlega oftast horfum við í gegnum fingur okkar með það þegar bílastæðin við kirkjuna fyllast af bílum af ýmsum stærðum og gerðum - öndum með nefinu og bíðum eftir að þeir verði færðir svo fólk sem kemur í kirkjuna geti lagt bílunum sínum við kirkjuna,“ skrifar Arnór Bjarki Blomsterberg, prestur í Ástjarnarkirkju, á Facebook. Í færslunni biður hann þá sem eiga umrædd ökutæki að finna önnur bílastæði. Það sé leiðinlegt að fólk sem sæki kirkjuna fái ekki stæði. „Þetta er ekki algengt og við höfum yfirleitt horft í gegnum fingur okkar,“ segir Arnór í samtali við fréttastofu. Hann þurfi nokkrum sinnum á ári að birta slíkar færslur í hóp íbúa í Hafnarfirði á Facebook, aðallega þegar viðburðir eru fram undan. Hann segist þó skilja ökumenn farartækjanna sem leggi á bílastæði kirkjunnar. Þeir keyri stór ökutæki sem almennt sé erfitt að finna stæði fyrir. Þá sé kirkjan ef til vill nær heimilum viðkomandi og því freistandi að leggja nær heimilum þeirra. Arnór Bjarki segir ökumennina alltaf hafa brugðist vel við og fært bílana samstundis. Hann segir í færslunni að hann vonist til að allir bílarnir verði farnir fyrir morgundaginn. Ferðavagnar taka yfir bílastæði grunnskóla Bílastæði Ástjarnarkirkju er ekki það eina á höfuðborgarsvæðinu sem á í slíkum vanda. Í færslu á Facebook-síðu Garðabæjar biðja bæjaryfirvöld íbúa um að sækja ferðavagna sem geymdir eru á skólalóðum grunnskólanna. „Það er enn fullt af ferðavögnum við grunnskóla bæjarins, sérstaklega við Sjálandsskóla,“ segir í færslunni. Skólastarf hefst á morgun og þurfi starfsfólk og nemendur greitt aðgengi að skólanum og bílastæði hans. „Göngum í málið og sækjum tækin strax í dag.“ Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og Kópavogi hafa áður boðið íbúum að geyma hjól- og fellihýsi á svæðum í eigu sveitarfélaganna. Í svari við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, þáverandi áherynarfulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar frá árinu 2022 sagði að ekki væri á dagskrá að útvega eigendum hjól- og fellihýsa sérstakt geymslupláss yfir sumartímann. Sjá nánar: Ekki á dagskrá að sjá hjól- og fellihýsaeigendum fyrir geymsluplássi á sumrin
Hafnarfjörður Garðabær Bílastæði Bílar Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira