Svona verður dagskráin á Menningarnótt Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 12:08 Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar verða á sínum stað. Sýn/Hulda Margrét Afmælishátíð Reykjavíkurborgar, Menningarnótt, verður haldin hátíðleg nú á laugardaginn. Gestir hátíðarinnar geta sótt um fjögur hundruð viðburði líkt og lúðrablástur, vöfflukaffi, söngsýningar, listsýningar og tónlistaratriði. Menningarnótt verður sett klukkan hálf eitt á laugardag á tröppum Þjóðleikhússins, sem fagnar 75 ára afmæli í ár. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, setur hátíðina formlegu og hyggst Logi Einarsson, menningarmálaráðherra, halda afmælisræðu. Vinsælar persónur úr heimi leikhússins bregða á leik, til dæmis Lína Langsokkur og Elsa og Ólafur úr Frosti. Íbúar Kardemommubæjar verða einnig á staðnum, þar á meðal Bastían bæjarfógeti, Ræningjarnir og Soffía frænka, og vinsælustu íbúarnir í Hálsaskógi, Mikki og Lilli klifurmús. Þjóðleikhúsið fagnar afmælinu með stæl og verður dagskrá fyrir alla fjölskylduna í boði. Vegfarendur geta til að mynda kíkt á spunamaraþon Improv Íslands í kjallara leikhússins eða fengið að sjá brot úr sýningunni um Línu Langsokk. Færeyingar eru heiðursgestir hátíðarinnar í ár. Fulltrúar þeirra ætla að sjá um menningar- og skemmtidagskrá í ráðhúsinu líkt og tónlist, myndlist og veitingar að þeirra hætti. Kíkja má á Færeyingana í Ráðhúsi Reykjavíkur en einnig verður fjölbreytt gjaldfrjáls dagskrá í boði á Listasafni Reykjavíkur og Borgarsögusafni. Einnig verður haldið bekkpressumót fyrir utan Kjarvalsstaði. Tónlistarfólk stígur á stokk Tónlistaratriði skipa alltaf stóran sess í dagskrá Menningarnætur. Hið árlega Tónaflóð Rásar 2 verður á sínum stað á Arnarhóli þar sem meðal annars Geðbrigði, Retro Stefson, VÆB og Emmsjé Gauti stíga á stokk. Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar verða í Hjólmskálagarðinum líkt og fyrri ár. Þar ætla Skítamórall, Herra Hnetusmjör og GDRN að skemmta lýðnum en stórhljómsveitin Nýdönsk stígur síðust á svið. Moment DJ Margeirs verður svo á Klapparstíg þar sem boðið verður upp á dynjandi tónlist og stuð. Ítarlegri dagskrá má nálgast á menningarnott.is. Einnar mínútu þögn Menningarnótt lýkur klukkustund fyrr en áður, eða klukkan tíu, með árlegu flugeldasýningunni. „Þessi breyting er til að undirstrika að þetta er fjölskylduhátíð þar sem lögð er áhersla á að fjölskyldan komi saman í miðborginni og fjölskyldan fari saman heim,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. „Við hvetjum öll til að vera klár almennt í lífinu. Taka góðar ákvarðanir og hugsa um hvert annað. Við berum öll ábyrgð hvert á öðru og að öllum líði vel.“ Flugeldasýningin í ár er tileinkuð Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sem lést eftir stunguárás á Menningarnótt í fyrra. Fyrir sýninguna verður Bryndísar Klöru minnst með einnar mínútu þögn á Arnarhóli. Götulokanir og strætóskutlur Miðborgin verður lokuð fyrir akandi umferð meðan á hátíðinni stendur. Klukkan tólf á hádegi á fimmtudag verður Kalkofnsvegi lokað, á milli Hverfigötu og Geirsgötu, til að hægt sé að setja upp sviðið á Arnarhóli. Strætisvagnar sem venjulega keyra þar um fara hjáleið. Klukkan fjögur síðdegis á föstudag verður Sóleyjargötu, Fríkirkjuvegi og Lækjargötu lokað vegna undirbúnings Reykjavíkurmaraþonsins. Götulokanirnar vara fram yfir Menningarnótt. Hér má sjá kort yfir götulokanirnar.Reykjavíkurborg Strætóskutlum verður ekið til og frá bílastæðum við Laugardalshöll um Borgartún að Hallgrímskirkju með stoppi á Hlemm á milli klukkan hálf átta að morgni til korter yfir ellefu á laugardagskvöld. Þá verður einungis hægt að leggja rafskútum á ákveðnum svæðum í jaðri hátíðarsvæðisins. Menningarnótt Reykjavík Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Menningarnótt verður sett klukkan hálf eitt á laugardag á tröppum Þjóðleikhússins, sem fagnar 75 ára afmæli í ár. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, setur hátíðina formlegu og hyggst Logi Einarsson, menningarmálaráðherra, halda afmælisræðu. Vinsælar persónur úr heimi leikhússins bregða á leik, til dæmis Lína Langsokkur og Elsa og Ólafur úr Frosti. Íbúar Kardemommubæjar verða einnig á staðnum, þar á meðal Bastían bæjarfógeti, Ræningjarnir og Soffía frænka, og vinsælustu íbúarnir í Hálsaskógi, Mikki og Lilli klifurmús. Þjóðleikhúsið fagnar afmælinu með stæl og verður dagskrá fyrir alla fjölskylduna í boði. Vegfarendur geta til að mynda kíkt á spunamaraþon Improv Íslands í kjallara leikhússins eða fengið að sjá brot úr sýningunni um Línu Langsokk. Færeyingar eru heiðursgestir hátíðarinnar í ár. Fulltrúar þeirra ætla að sjá um menningar- og skemmtidagskrá í ráðhúsinu líkt og tónlist, myndlist og veitingar að þeirra hætti. Kíkja má á Færeyingana í Ráðhúsi Reykjavíkur en einnig verður fjölbreytt gjaldfrjáls dagskrá í boði á Listasafni Reykjavíkur og Borgarsögusafni. Einnig verður haldið bekkpressumót fyrir utan Kjarvalsstaði. Tónlistarfólk stígur á stokk Tónlistaratriði skipa alltaf stóran sess í dagskrá Menningarnætur. Hið árlega Tónaflóð Rásar 2 verður á sínum stað á Arnarhóli þar sem meðal annars Geðbrigði, Retro Stefson, VÆB og Emmsjé Gauti stíga á stokk. Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar verða í Hjólmskálagarðinum líkt og fyrri ár. Þar ætla Skítamórall, Herra Hnetusmjör og GDRN að skemmta lýðnum en stórhljómsveitin Nýdönsk stígur síðust á svið. Moment DJ Margeirs verður svo á Klapparstíg þar sem boðið verður upp á dynjandi tónlist og stuð. Ítarlegri dagskrá má nálgast á menningarnott.is. Einnar mínútu þögn Menningarnótt lýkur klukkustund fyrr en áður, eða klukkan tíu, með árlegu flugeldasýningunni. „Þessi breyting er til að undirstrika að þetta er fjölskylduhátíð þar sem lögð er áhersla á að fjölskyldan komi saman í miðborginni og fjölskyldan fari saman heim,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. „Við hvetjum öll til að vera klár almennt í lífinu. Taka góðar ákvarðanir og hugsa um hvert annað. Við berum öll ábyrgð hvert á öðru og að öllum líði vel.“ Flugeldasýningin í ár er tileinkuð Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sem lést eftir stunguárás á Menningarnótt í fyrra. Fyrir sýninguna verður Bryndísar Klöru minnst með einnar mínútu þögn á Arnarhóli. Götulokanir og strætóskutlur Miðborgin verður lokuð fyrir akandi umferð meðan á hátíðinni stendur. Klukkan tólf á hádegi á fimmtudag verður Kalkofnsvegi lokað, á milli Hverfigötu og Geirsgötu, til að hægt sé að setja upp sviðið á Arnarhóli. Strætisvagnar sem venjulega keyra þar um fara hjáleið. Klukkan fjögur síðdegis á föstudag verður Sóleyjargötu, Fríkirkjuvegi og Lækjargötu lokað vegna undirbúnings Reykjavíkurmaraþonsins. Götulokanirnar vara fram yfir Menningarnótt. Hér má sjá kort yfir götulokanirnar.Reykjavíkurborg Strætóskutlum verður ekið til og frá bílastæðum við Laugardalshöll um Borgartún að Hallgrímskirkju með stoppi á Hlemm á milli klukkan hálf átta að morgni til korter yfir ellefu á laugardagskvöld. Þá verður einungis hægt að leggja rafskútum á ákveðnum svæðum í jaðri hátíðarsvæðisins.
Menningarnótt Reykjavík Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira