„Það er hetja á Múlaborg“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. ágúst 2025 20:45 Ingimar Elíasson er foreldri á leikskólanum Múlaborg. Hann er sleginn vegna kynferðisafbrotamáls sem kom upp þar. Hann biðlar til fjölmiðla og borgarinnar að vanda upplýsingagjöf í málinu. Vísir Faðir barns á leikskólanum Múlaborg er sleginn vegna meints kynferðisbrots gegn barni í skólanum. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang í upplýsingagjöf og biður fjölmiðla um að vanda sig í umfjöllun um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn sem grunaður er um kynferðisbrotið undir sérstöku eftirliti í skólanum á síðasta ári vegna hegðunar sinnar. Leikskólastarfsmaðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum Múlaborg var um tíma undir sérstöku eftirliti í skólanum vegna hegðunar sinnar samkvæmt heimildum fréttastofu. Lögregla fékk ábendingar um það eftir að maðurinn var handtekinn og er það mál nú líka til rannsóknar samkvæmt upplýsingum fréttastofu ásamt fleiri ábendingum. Lögregla hefur gert húsleit hjá manninum og lagt hald á tölvur og síma. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ekkert grunsamlegt fundist enn sem komið er en slík rannsókn taki tíma. Hugurinn hjá hetjunum í málinu Ingimar Elíasson foreldri á leikskólanum er sleginn vegna málsins. „Manni er eðlilega mjög brugðið. Maður er hræddur og hefur áhyggjur af sínu eigin barni,“ segir Ingimar sem segir hug sinn hjá barninu sem um ræðir í málinu. „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá. Hún er ekki eina hetjan í þessu máli heldur líka foreldrar hennar sem hlustuðu og brugðust við,“ segir Ingimar. Gagnrýnir borgina og fjölmiðla Leikskólastarfsmaðurinn sem um ræðir var handtekinn á þriðjudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ingimar segist hafa séð fjölmiðlum á föstudag að starfsmaðurinn væri grunaður um kynferðisbrot. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir of litlar upplýsingar í byrjun málsins og seinagang sem hafi valdið óöryggi. „Það var sjokk að opna fjölmiðla á föstudag og sjá rosalegar umfjallanir um meintan kynferðisglæpamann á leikskóla sem barnið mitt er á, grunaðan um kynferðisglæp gegn barni þar. Þetta er eitthvað sem borgin hefði átt að vera búin að segja foreldrum á þessum tímapunkti en hafði ekki gert. Fjölmiðlar líka bera mikla ábyrgð og þurfa að vanda sig. Þá þurfa yfirvöld og lögregla að upplýsa foreldra nægjanlega og í tíma,“ segir hann. Hefði viljað sjá borgarfulltrúa sýna málinu áhuga Borgaryfirvöld og barnaverndaryfirvöld hittu foreldra Múlaborgar á fundi vegna málsins í gær. Ingimar hefði viljað sjá kjörna fulltrúa á þar. „Ég hefði viljað sjá borgarstjóra taka á móti okkur þegar við komum í Borgartún eða einhverja borgarfulltrúa. Við þurfum að sjá að verið sé að taka þetta mál föstum tökum,“ segir hann. Ingimar telur málið í heild sýna að gjörbylta þurfi stefnu borgarinnar í leikskólamálum. „Það vantar fólk, það vantar stefnu og það vantar leikskólapláss. Þetta mál er blaut tuska í andlitið á Reykjavíkurborg í þessum málaflokk,“ segir Ingimar að lokum. Leikskólar Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Leikskólastarfsmaðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum Múlaborg var um tíma undir sérstöku eftirliti í skólanum vegna hegðunar sinnar samkvæmt heimildum fréttastofu. Lögregla fékk ábendingar um það eftir að maðurinn var handtekinn og er það mál nú líka til rannsóknar samkvæmt upplýsingum fréttastofu ásamt fleiri ábendingum. Lögregla hefur gert húsleit hjá manninum og lagt hald á tölvur og síma. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ekkert grunsamlegt fundist enn sem komið er en slík rannsókn taki tíma. Hugurinn hjá hetjunum í málinu Ingimar Elíasson foreldri á leikskólanum er sleginn vegna málsins. „Manni er eðlilega mjög brugðið. Maður er hræddur og hefur áhyggjur af sínu eigin barni,“ segir Ingimar sem segir hug sinn hjá barninu sem um ræðir í málinu. „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá. Hún er ekki eina hetjan í þessu máli heldur líka foreldrar hennar sem hlustuðu og brugðust við,“ segir Ingimar. Gagnrýnir borgina og fjölmiðla Leikskólastarfsmaðurinn sem um ræðir var handtekinn á þriðjudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ingimar segist hafa séð fjölmiðlum á föstudag að starfsmaðurinn væri grunaður um kynferðisbrot. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir of litlar upplýsingar í byrjun málsins og seinagang sem hafi valdið óöryggi. „Það var sjokk að opna fjölmiðla á föstudag og sjá rosalegar umfjallanir um meintan kynferðisglæpamann á leikskóla sem barnið mitt er á, grunaðan um kynferðisglæp gegn barni þar. Þetta er eitthvað sem borgin hefði átt að vera búin að segja foreldrum á þessum tímapunkti en hafði ekki gert. Fjölmiðlar líka bera mikla ábyrgð og þurfa að vanda sig. Þá þurfa yfirvöld og lögregla að upplýsa foreldra nægjanlega og í tíma,“ segir hann. Hefði viljað sjá borgarfulltrúa sýna málinu áhuga Borgaryfirvöld og barnaverndaryfirvöld hittu foreldra Múlaborgar á fundi vegna málsins í gær. Ingimar hefði viljað sjá kjörna fulltrúa á þar. „Ég hefði viljað sjá borgarstjóra taka á móti okkur þegar við komum í Borgartún eða einhverja borgarfulltrúa. Við þurfum að sjá að verið sé að taka þetta mál föstum tökum,“ segir hann. Ingimar telur málið í heild sýna að gjörbylta þurfi stefnu borgarinnar í leikskólamálum. „Það vantar fólk, það vantar stefnu og það vantar leikskólapláss. Þetta mál er blaut tuska í andlitið á Reykjavíkurborg í þessum málaflokk,“ segir Ingimar að lokum.
Leikskólar Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira